Verð á gasi

Í Útilífi sá ég að gaskútur fyrir útilegur sem inniheldur 450 grömm er kominn upp fyrir 1.200 kr (2.750 krónur kílóið).    Ég man að útilegu-gas-brúsinn kostaði 700 kr. brúsinn í fyrra svo hækkunin er mikil og undarleg, finnst mér.  Þá er 170 krónur kílóið af bensíni ekki dýrt í samanburði og því þá ekki að kaupa prímus sem notar bensín?

primus002_002340_596421.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi sami kútur kostar 8$ í Bandaríkjunum sem gera 608 kr.  Nú er fyrirtækið Primus í Sviþjóð svo ekki skýrir flutningskostnaðurinn verðið á Íslandi.  Við erum jú nær Svíþjóð eða hvað?

 

Ég vil líka benda á þetta sniðuga millistykki sem gerir kleift að setja gas á þau tæki sem nota það, kveikjara, lóðbolta, grillkveikjara o.s.frv.

primus004_007340.jpg

9008.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Viðbót 10.júlí

Ég fór í Ellingsen sem tilheyrir Olís.  Fyrir utan dýru gaskútana fást þar einnig gasbrúsar sem eru ætlaðir fyrir logsuðu:

126216179vb.png

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þeir eru með sama skrúfgang og sama gas en eru óvart orðnir ódýrari valkostur, því gasið úr þeim kostar 2.220 kr. kílóið þrátt fyrir að vera minni pakknig.

Ég kíkti líka í Byko.  Þeir bjóða þrjá gaskúta í pakka fyrir þriðjung af því sem gasið kostar hjá Ellingssen, eða þrjá 190 gramma kúta ( 570 grömm af gasi) fyrir aðeins 590 kr.  Það gerir aðeins 1.040 krónur kílóið.   Því miður eru þeir ekki með sama skrúfgang heldur er kúturinn stunginn með nál.

img_0170_597475.jpg

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Kári og takk fyrir góða síðu.

Mig langar að benda á annað dæmi um okur en það er á bætiefni sem heitir Glucosamine en helstu neytendur þessa efnis eru þeir sem eiga við hnjámeiðsli að stríða.  Það fékkst hér áður fyrr í Heilsuhúsinu en eftir rannsóknir á efninu þótti sannað að það hefði virk áhrif til liðauppbyggingar og því er það nú eingöngu fáanlegt í apótekum en að vísu án lyfseðils.  í apótekum fær maður 625 mg töflur 60 stykki á um það bil 2000 krónur og efnið heitir Glucosamine hydroclorade.    Síðan er hægt að fara á netið og kaupa Glucosamine Sulphate (sem er að mér skilst sama efnið )frá Bretlandi http://www.healthydirect.com/ þar sem 360 1,5 gr töflur kosta 14 pund og hingað komið u.þ.b 2900 kr með tollum og flutning. Hvert gramm  kostar þannig hingað komið með tollum og flutningskostnaði um það bil 1/10 af því sem það kostar í næsta apóteki.  Að vísu er löggjöfin þannig að það má ekki versla þetta yfir netið en ef þú þekkir einhvern í Bretlandi þá má hann kaupa lyfið og senda það hingað heim í pósti og þar er sennilega komin ástæðan fyrir því af hverju þetta er svona dýrt hérna heima. Eins og þetta lítur út fyrir mér þá lögðu heilsuhúsin vel á þetta efni en þegar apótekin yfirtóku þetta fjórfölduðu þeir verðið á vörunni frá þvi sem heilsuhúsin höfðu selt þetta á. Okrarar.... 

Kveðja Helgi

Helgi (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 17:32

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

verðlag á Íslandi hefur minnst með heimsmarkaðsberð að gera. verðmyndun hér er meira 'af því bara' verðmyndun.

Brjánn Guðjónsson, 9.7.2008 kl. 23:16

3 identicon

Hvar fær maður þetta snjalla millistykki?

Sigurjón (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 00:33

4 identicon

Sæll Kári.

Þó það komi þessu bloggi e.t.v. ekki beint við þá langar mig að vekja menn til umhugsunar um hvað það er í raun fáránlegt að grilla og eða elda á gasi á stöðum þar sem rafmagn er fáanlegt.

Gas sem selt er á bensínstöðvum á Íslandi er orðið brjálæðislega dýrt, 9 kg. fylling á kút komin í fast að 4000 kr.

Ef miðað er við að slíkur kútur endist á litlu grilli í 40 stundir þá má með einföldum útreikningi (sem ég nenni ekki að birta hér) áætla að fyrir sama orkugildi á rafgrilli (t.d. þessu ) kosti ekki meira en 600 kr. að matreiða í sama tímafjölda með rafmagni.

Svo af hverju í ósköpunum gasgrill eru seld á þessu ágæta landi þar sem rafmagn sprettur upp úr hverjum læk eða gufuauga, það bara skil ég alls ekki.

Grillkveðjur

Issi

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 11:21

5 Smámynd: Kári Harðarson

Sammála þér, Issi.  Ég myndi vilja fá rafmagnsgrill út á svalir.  Gasið hefur engan tilgang þar.

Grillið mætti vera steinsteypt ker með grind ofaná og plássi fyrir rafmagnselement undir.  Maður myndi bara setja elementið í yfir sumarið og taka það inn yfir veturinn. 

Ef maður vill fá grill reykjar bragðið er alltaf hægt að strá viðarkurli yfir elementið.

Kári Harðarson, 10.7.2008 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband