Hvenær á að einkavæða?

Í tvær nætur hefur mig dreymt að svört daunill drulla komi úr vatnskrananum þegar ég skrúfa frá kalda vatninu og ég ræð drauminn þannig  að hlutir sem eigi að vera í lagi í borginni séu gengnir úr skorðum og áhrifanna sé farið að gæta á mínu heimili.

Það er slæmt þegar borgarmálin eru farin að ásækja mig í draumi.

---

Einkavæðingu fylgja kostir og gallar.  Ég myndi vilja sjá greinargerð frá þeim sem lögðu tillöguna fram, um hvaða kosti og galla þetta nýja fyrirkomulag geti haft, og hvaða væntingar þeir hafi til nýja fyrirkomulagsins, og hvernig þeir hyggjast meta hvort það hafi orðið til góðs eða ills.  Á kannski bara að einkavæða alla sorphirðu eftir þrjú ár án þess að meta árangurinn?

Ef plagg sem lýsir þessu er ekki til og aðgengilegt mér, legg ég til að upphafsmenn tillögunnar vinni vinnuna sína og komi svo aftur með tillöguna.  Ég óttast nefnilega að nú eigi einhver Tony Soprano í Reykjavík að fá bitling frá borgaryfirvöldum.

Ég myndi líka vilja fá skýrar línur um hvað eigi almennt að einkavæða.  Hvað með kalda vatnið?  Ég sé fyrir mér að hægt verði að kaupa grunnáskrift með volgu gruggugu vatni, og gæðaáskrift með köldu hreinu vatni.  Svo verður lúxuspakki þar sem kók verður sett í vatnslögnina en þeir sem eru ekki í áskrift verða vatnslausir rétt á meðan kókið er í boði.

Hvað varð um "keep it simple" og "if it ain't broken, don't fix it?"

 


mbl.is Vilja að sorphirða sé boðin út í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Það verður Napólí ástand hér innan skamms.. það verður að fara að hreinsa til í toppstykkjunum í borginni og henda sjálftektarflokknum út sem eflaust er tilbúinn með kandidat í jobbið.

Óskar Þorkelsson, 20.8.2008 kl. 12:18

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nú þegar búið að ráða í þetta djobb, Jakob Frímann yfirruslastrump.

Þorsteinn Briem, 20.8.2008 kl. 12:58

3 identicon

Góður punktur Kári

Nær væri að borgarfulltrúar sjálfstæðisflokksins spöruðu með því að taka betur ígrundaðar ákvarðanir og hætta skrípaleiknum í meirihlutamyndun. Ef einhverjir starfsmenn borgarinnar ættu að hætta á að missa vinnuna eru það einmitt borgarfulltrúarnir. Er hægt að einkavæða borgarstjórn og borgarstjórnarstólinn?

En hversu miklar upphæðir er verið að tala um? Sjallarnir mættu með 580 milljóna tilboð í Ólaf F á dögunum sem hann gekk að, þá var haldið áfram og fleiri lóðir á laugarvegi keyptar okurverði. Ég er nokkuð viss um að þessir fjármunir hefðu vel dugað fyrir sorphirðunni auk þess að taka upp slakann í rekstri Strætó.

Í næsta húsi er Geir Harde að viðra hugmyndir um sölu Íslandspósts - Í landi kapítalismans, USA, er póstþjónustan undirstaða þjóðfélagsins, og svínvirkar btw. Þar eru menn hins vegar ekkert feimnir að reka United States Postal Service.

Reynsla Breta af einkavæðingu raforkukerfa og lestarsamgangna hefur verið viðurkennd sem stórkostleg mistök, í ljós kom að þjónustan versnaði, kostnaður jókst og öryggi snarminnkaði.

Þrátt fyrir að ég sé fylgjandi einkarekstri banka, sýnir okkar reynsla af einkavinavæðingu bankanna að okkar fjárhagslega öryggi hefur snarminnkað. 

Ármann Gylfason (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 17:25

4 Smámynd: Kári Harðarson

Í öðru árferði hefði ég tekið betur í þessa tillögu en eftir það sem á undan er gengið í borgarmálum finnst mér að viðvaningarnir sem ráða þar ættu að laga það sem er bilað í stað þess að skemma það sem er í lagi.  Það sama myndi ég segja við algera byrjendur hvenær sem er.

Það getur verið að Hanna Birna, Þorbjörg & co.  hafi reynt að skjala og útskýra hverju þau ætla að ná fram með þessum einkavæðingar-aðgerðum, en ég efast um að þau fái mikil tækifæri til að útskýra mál sitt í Fréttablaðinu og S24 þessa dagana.

Getur verið að þau séu að gera eitthvað að viti þarna en hafi ekki fengið að skýra mál sitt vegna innanhússpólitíkur hjá eigendum blaðanna?  Ég kasta þessu bara fram því ég vil vera sanngjarn.

Pólítíkusar í dag þurfa að vera í stöðugri samræðu við kjósendur. Ef hugmyndin að einkavæðingu á sorphirðu var / er góð hefur samskiptahliðin amk. verið algert klúður.

Kári Harðarson, 21.8.2008 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband