Toyota lækkar verð um 30%

Ég ætla að kaupa bíl á næstu vikum.  Ég sá á vef FÍB að Toyota umboðið hefur brugðist við styrkingu krónunnar með því að láta verðhækkun upp á 30% ganga til baka, svo öll verð á heimasíðu þeirra lækkuðu í nótt. 

Í augnablikinu eru því hlutfallslega miklu betri kaup í nýjum bíl en notuðum því bílasölur með notaða bíla hafa ekki lækkað verðið til samræmis við lækkun Toyota.

Þetta er því ekki rétta vikan til að fara og skoða notaða bíla.

Mér skilst að bílasölur taki verðið á nýjum bíl, dragi 15% af fyrsta árið og 10% eftir það til að finna verð á gömlum bíl.  Þarna er lítið svigrúm til að verðleggja sanngjarnt fyrir vel með farna eða lítið keyrða bíla, aldurinn er látinn skipta öllu máli.  Framboð og eftirspurn skiptir heldur ekki máli, bara söluverð á nýjum bíl og fastir afslættir á hverju ári eftir það.

Sú var tíðin að ekki var hægt að nálgast notaðaðan Land Cruiser en nú skipta þeir tugum en allir eru verðlagðir eins og ennþá sé eftirspurn eftir þeim, því verðið er hærra en 15%/10% reglan segir til um en ekki lægri.

Nýr Land Cruiser GX kostar 6.700 þúsund núna.  Miðað við afföll ætti 2004 árgerðin að kosta 3.700 þúsund.    Ef ég leita að GX land Cruiser 2004 á www.bilasolur.is fæ ég hvorki meira né minna en 49 stykki til sölu, en þeir kosta allir 4.200 og upp í 5.200 þúsund.

Ég held því að nokkrir bjartsýnir bíleigendur í söluhugleiðingum þurfi að fara að slá af verðunum hjá sér.

Hér er dæmi um afföll af bíl sem kostar 6.700 þúsund fyrir 2009 árgerðina :

 

20096 700,00
20085 695,00
20075 125,50
20064 612,95
20054 151,66
20043 736,49
20033 362,84
20023 026,56
20012 723,90

mbl.is N1 lækkar hjólbarðaverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Blaðurskjóðan

farðu á bíla söluna (ef einhver nennir að mæta) og bjóddu 40% af þessum útreikningum þínum og það er díll

Blaðurskjóðan, 9.12.2008 kl. 11:26

2 identicon

Ætli hið háa verð á notuðum Land Cruiserum sé ekki tilkomið vegna gífurlegra áhvílandi skulda á bílunum?

Kristinn Kristinsson (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 12:19

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Smá villa í fyrirsögninni. Ef verð hækkar um 30% og lækkar síðan aftur niður í upprunanlegt verð þá er það 23,08% verðlækkun en ekki 30%.

Sigurður M Grétarsson, 9.12.2008 kl. 14:30

4 Smámynd: Kári Harðarson

Þetta er auðvitað rétt Sigurður, gott hjá þér að taka eftir þessu!

Ég át þetta upp eftir FIB.is óbreytt: 

http://fib.is/?ID=2080&adalmenu=13

Kári Harðarson, 9.12.2008 kl. 14:41

5 identicon

Sæll

Þú ættir líka á kíkja á heimasíðu Bílgreinasambandsins. Þar er uppflettimöguleiki sem þeir kalla ,,Hvað er sett á hann þennan".

Þetta er unnið upp úr innsendum sölutilkynningum til Umferðarstofu og það segir mér bílasali að þetta sé mjög nærri lagi. 

Magnús Birgisson (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 18:40

6 Smámynd: Einar Steinsson

Verð á notuðum Toyota jeppum hefur alltaf verið fáránlegt á Íslandi. Ég hef nokkrum sinnum skoðað þann möguleika að kaupa þá en alltaf hætt við vegna þess hve miklu dýrari þeir hafa verið heldur en aðrar tegundir. Ég veit að þeir eru góðir en ekki svo góðir.

Einar Steinsson, 10.12.2008 kl. 10:35

7 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Þessir bílar sem Toyota er að selja hafa væntanlega komið til landsins í sumar og umboðið borgað þá á þáverandi gengi. Í því ljósi er Toyotaumboðið ekki að gefa neitt. Það er ekki afsláttur ef þú hækkar vöruna og lækkar hana svo aftur niður í sama verð.

Sigurður Haukur Gíslason, 10.12.2008 kl. 21:21

8 identicon

Sæll Kári (Hvenær má maður eiga von á þér aftur í kaffispjallið?)

Markaðurinn er kaupendanna þessa dagana. Ásett verð á íbúðir, bíla, og marga aðra hluti er bara óskhyggja. Ég mæli með að mæta með cash og bjóða lágt í notaðan LandCruiser. Slíkur bíll er líklegur til að standa á planinu í 1-2 ár og því máttu taka amk ein til tvenn 15% af því sem bílgreinasambandið stingur upp á.

Láttu vita hverning fer.

Ármann Gylfason (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 21:22

9 identicon

Bara ein ábending! Bílgreinasambandið stingur ekki uppá neinum verðum.  Reiknivélin á heimasíðu www.bgs.is gefur út þau verð sem sambærilegir bílar hafa verið að seljast á þe. miðað er við raunsölur.  Svo eru bílar misjafnlega búnir og í misjöfnu ástandi sem hefur áhrif á hvað verð fæst á endanum fyrir viðkomandi bíl og það er mat og samkomulag kaupanda og seljanda.  Reiknivél BGS gefur viðmiðið almennt, endurspeglar markaðinn heilt yfir.

Özur Lárusson (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 08:55

10 identicon

...og eitt til viðbótar að öllum líkindum er það rétt að þessir Toyota bílar hafi komið til landsins í sumar á umsömdu verði frá framleiðanda á gengi þess dags.  Þeir eru aftur á móti ekki leystir úr tolli fyrr en þeir seljast hér á landi.  Þá er miðað við tollgengi þess dags sem þeir eru leystir út sem hefur mikil áhrif á lokaverð bílsins þar sem gjöld á bílum eru mjög há hér á landi.  Þannig hækkuðu allir bílar og svo lækka líka þegar tollgengið breytist til hins betra.  Þannig að umboðin endurspegla verð á bílum sínum miðað við gengi dagsins enda fátt annað í stöðunni.

Özur Lárusson (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband