Gamalt fólk í nýjum bílum

Ég hjólaði á opnun landsfundar sjálfstæðisflokksins og settist á efri svalirnar til að hlusta á opnunarræðu Geirs Haarde.  Ræðan var ágæt og stemningin í höllinni var góð, Geir fékk dynjandi klapp.

Ég mætti af því það var opið hús -- ég er sjálfur ekki skráður í flokkinn, vildi bara finna stemninguna á eigin skinni.

Það sló mig að allt svæðið fyrir utan höllina var þakið fínum bílum, allt frá VW Touareg og Land Cruiser og upp úr.  Inni var meðalaldur frekar hár.  Þetta minnti mig á nafn dönsku bíómyndarinnar "Gamle mænd i nye biler".  Hvað getur flokkurinn gert til að lækka aldurinn á landsfundinum -- ætti hann að reyna að lækka hann?

Ég er ekki að tala um sjálfa frambjóðendurna, heldur fólkið sem sat úti í sal.   Ef frá eru taldir nokkrir vatnsgreiddir SUSarar voru næsta fáir sem voru ekki með grásprengt hár.  Er þetta rugl í mér?  Yfirsást mér hópur af ungu fólki þarna?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við unga fjölskyldufólkið vorum upptekin við að sinna börnum og kvöldmat, ekki komin nógu langt á lífsleiðinni til að hafa lausan tíma til að fylgja formsatriðum.

Jóhannes Birgir Jensson (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 22:44

2 identicon

Sjónin er ágæt hjá þér Kári.
Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn grásprengdur og verður næstu árin.
Bylgjan sveiflast til vinstri, unga fólkið í dag horfir á lífið með öðrum hætti, hippalíf er inn.
Börn reykja hass og vorið verður öðruvísi.
Eftir nokkur ár hefst efnishyggja aftur til vegs og virðingar. Lífið gengur í hringi.

Ég ætla hins vegar að verða gamalmenni með sítt hár og ferðast glaður um á reiðhjóli.

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 23:09

3 identicon

Sæll Kári.

Já,minn kæri Kári,

komdu aftur að ári.

þá sérðu aðra rassa

sem í stólana passa.

Unga kynslóðin er mætt,

sú gamla er hætt,

barnið endurfætt,

 en, sætt !.

(Í gamni og alvöru)

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 08:53

4 identicon

Það er ágætt að hlusta á þetta í tengslum við ræðu Geirs.

En sýndist þér Kári að hægt væri að setja upp hundahreinsunarstöð þarna í Valhöll, horfandi af efri pöllum?

Kolla (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 15:22

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Nei örugglega gomma af "ungu fóli" þarna en var ekki verið að segja hér um daginn að andleg hrörnun hefst í kringum 25 ára aldur.

Finnur Bárðarson, 27.3.2009 kl. 17:52

6 Smámynd: Kári Sölmundarson

Ha!

Sástu ekki VW Golfinn minn árgerð '97 á bílastæðinu?

Eða mitt úfna hár og illa pússuð gleraugu?

Vert þú vekominn aftur næst.

Kári Sölmundarson, 27.3.2009 kl. 19:55

7 identicon

Þegar ég sá myndir frá landsfundi íhaldsins í kvöld, hélt ég að í fyrstu að þetta væri landsfundur eldri borgara. Þegar ég sá Geir og Davíð var mér ljóst að þetta væri landsfundur Sjálfstæðisflokksins. Sjálfsagt hefur verið bætt í með sætaferðum frá Grund og Hrafnistu. Fyrir fundinn fór fram pólitísk hundahreinsun, því menn sem höfðu talað fyrir ESB-aðild fyrir nokkrum vikum, vitnuðu nú sem harðrir andstæðingar. Skilaboðin til unga fólksins er skýr. "Hættið háskólanámi. Framtíð okkar liggur í fiskvinnslu og úrvinnslu landbúnaðarafurða. Við skulum einangrast frá þessum 27 þjóðum sem eru í ESB, þetta eru þjóðir sem hafa hvort sem er tapað sjálfstæði sínu". Þetta er boðskapur Sjálfstæðisflokksins á árinu 2009. Gjörið svo vel.

ET (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 20:43

8 identicon

Best að  færa niður aldurinn um 10 ár en það færir okkur mikil auðævi.Starfsaldurinn lengist sem því nemur og flokkurinn yngist.Þetta kallast bókfærð viðskiptavild.

Einar Guðjónsson (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 22:26

9 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Þú hittir naglann á höfuðið, ET.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 28.3.2009 kl. 00:22

10 Smámynd: Harpa Björnsdóttir

Ég upplifði nákvæmlega það sama og þú, Kári Harðarson. Keyrði framhjá Laugardalshöll á fimmtudag, eins og ég geri á hverjum degi, og rak upp stór augu, skildi ekkert í öllum þessum flottu bílum. Byrjaði með sjálfri mér að þusa um hvað þessir KSÍ gæjar væru allir komnir á flotta bíla, en sá svo fánana við innganginn og upp rann ljós.......Golfinn hans Kára Sölmundarsonar hefur verið vel falinn á bak við alla jeppana og BMW-ana..........er þér ekki strítt af flokksfélögunum Kári Sölmundarson, fyrir að vera á 12 ára gamalli bifreið?

Það keyrði nefnilega á mig einn flokksfélagi þinn á glæsijeppa fyrir um það bil 2 árum, í fullum órétti að sjálfsögðu, og kom út úr bifreið sinni til að semja um að ég færi ekki með þetta lögformlega leið, enda væri ég á 10 ára gamalli druslu.......tilboði hans um að láta málið niður falla var ekki tekið, enda eru konur bæði löghlýðnari og betri bílstjórar en karlar. Glansyfirborð ökumanns og ökutækis fóru þarna engan veginn saman við framkomuna og innrætið..... ergo= fötin og bíllinn skapa ekki manninn. Því skulum við vona að það sé líka eitthvað um almennilegt fólk á öllum þessum glæsikerrum sem fylltu bílastæðin við Laugardalshöllina um helgina.

Harpa Björnsdóttir, 28.3.2009 kl. 12:36

11 Smámynd: Kári Sölmundarson

Til að svara Hörpu, þá stríðir mér enginn fyrir Golfinn enda hef ég ekki upplifað annað en mannvirðingu hér á Landsfundinum bæði fyrir eldra fólki og þeim sem aka um á 12 ára gömlum bílum.  Þess vegna legg ég bílnum mínum lengra frá svo hinir eldri fái betra stæðai.  Leitt þykir mér aðheyra af óhappi þínu og rétt hjá þér að fara lögformlega leið.

ET sýnir hefðibundinn hroka Samfylkingarmanns gagnvart matvælavinnslu á Íslandi enda vilja þeir leggja niður landbúnað og framselja fiskinn til Sambandsins.

Mentað fólk í sjávarútvegi og landbúnaði er fólkið sem mun hjálpa öðrum landsmunnum að komast í gegnum þrengingarnar.  Ekki SMS stýrðar kaffivélar (til VÞ)

Kári Sölmundarson, 28.3.2009 kl. 14:53

12 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Í tilefni af þessum pistli þínum, Kári, bjó ég til myndband þar sem ég klippti saman skot úr salnum í fréttum sjónvarpsstöðvanna - sjá hér. Dæmi nú hver fyrir sig um meðalaldurinn. Vonandi skjótast myndatökumenn út á bílastæði til að mynda líka svo við fáum sýnishorn þaðan.

Því miður átti ég ekki lagið sem ég hefði viljað hafa undir, en ef ég finn það get ég alltaf breytt.

Lára Hanna Einarsdóttir, 28.3.2009 kl. 15:26

13 identicon

Þetta er hárrétt athugað. Ég vona svo sannarlega að þeir sjálfstæðismenn sem vilja alþjóðlegt viðskiptaumhverfi og atvinnulíf fylki sér bak við samfylkinguna í þessum kostningum. Síðast héldu margir trúna við flokkinn þvert á sannfæringu sína vegna þess hve allt virtist ganga vel, en í ljós kom að við flutum að feigðarósi. Niðurstaða kostninganna var pattstaða, sem endaði með hörmulegri stjórn.  Núna hafa menn vonandi lært af reynslunni. Sjálfstæðisflokkurinn vill halda dauðahaldi í ítök sín, þolir ekki hugmyndina um opnari stjórnsýslu, afnám viðskipta og tollahafta, og fleiri atvinnutækifæri. Möguleikarnir eru í raun bara tveir - gjaldeyrishöft, einangrun og króna eða evrópusambandið og evra (Steingrímur J: Norska leiðin er ekki fær, sorry).

PS1: Dáldið fyndið að þeir sem elskuðu krónuna mest hafi eyðilagt hana...

PS2: Kári Sölmundarson - Sjávarútvegurinn kemur því miður ekki að miklu gagni við að koma okkur á réttan kjöl fyrr en hann fer að sjá út úr erlendum skuldum. Hver er að tala um að framselja fiskinn og landbúnaðinn til EB?   

Ármann Gylfason (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband