Flutningar á landi

Flutningafélagið Maersk er farið að hægja á flutningaskipunum til að spara eldsneyti. Hraðinn er nú 10 hnútar í stað 26 áður. við þetta sparast 5000$ á klukkustund í olíu á stóru flutningaskipi.

Meðalhraðinn er við þetta orðinn minni en var á seglskipunum fyrir 100 árum sem fóru um hafið á 13 hnúta hraða.

Það má því fara að skoða hvort tími seglskipa til vöruflutninga fari ekki að koma aftur?

Danir hafa skoðað seglskip vandlega, en aðal ástæðan fyrir því að þau eru ekki vinsæl ennþá samkvæmt þeim, er að plássið sem seglin taka á þilfarinu kemur í veg fyrir að hægt sé að stafla eins mörgum gámum.

Eitt sem af þessu má læra er að vörur þurfa ekki hraðar samgöngur þótt farþegar krefjist þess.  Verst hvað skipstjórum / ökumönnum myndi leiðast að lulla svona.  Þá dettur mér annað í hug:

Íslendingar gætu leyst vöruflutninga á eftirfarandi hátt: Breikkum vegaöxlina á hringveginum þar sem hún er ekki til staðar, svo hægt sé að keyra mjóu farartæki í vegkantinum. Þetta farartæki færi hægt, ca. 15 km hraða, væri mjótt en langt eins og vöruflutningalest, og keyrði á gúmmíhjólum. Enginn ökumaður væri, heldur myndi tækið elta vír sem væri lagður í vegaöxlina.  Vörulestin tæki venjulegar pallettur og væri svo lág að bílar sæju yfir hana og hún færi svo hægt að hjólreiðamenn gætu tekið fram úr henni.

Nútíma vörubílar keyra hratt, þeir tefja samt umferð, þeir eru of þungir á hvert hjól og þeir eru með ökumenn sem vinna vægast sagt leiðinlega vinnu.  Þessi smálest myndi ekki hafa neitt af ofantöldum ókostum.

Eina vandamálið sem ég sé strax er að svona flutningalest gæti ekki keyrt í gegnum bæi. Það væri hægt að setja hana af stað frá Reykjavík, en einhver þyrfti að taka við henni í Borgarnesi og hjálpa henni í gegnum plássið þangað til hún kemst á beinan vegkafla aftur...

1354-img0002.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svona mannlausar lestir keyra þegar um gólfin í stórum verksmiðjum, það getur varla verið erfitt að gera utandyra afbrigði sem getur lullað í vegkanti...

Auðvitað er fullt af vöruflutningum sem gætu ekki notað þessa lest.  Sumir hlutir eru of stórir eða verðmætir til að fara með mannlausri lest, en umferð vörubíla myndi samt  minnka.

Það mætti byrja prófanir á einum kafla, og bæta svo við fleirum seinna.  Hvað með Selfoss - Hellu eða Sauðárkrók - Hofsós?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Ruminy

Af hverju viltu þá ekki strax hafa járnbraut, ef það þurfti að byggja upp vegöxl hvort sem er, þá ætti það ekki kosta svo miklu meira að byggja járnbraut, sem eyðir miklu minni orku (sem er ástæða þess að hægja á skipin) og getur keyrt hratt og mannlaus, ef menn vilja?

Hvernig fær lestin þín orku til að keyra langleiðir?

Snjórinn væri þá minnsta máli, því lest getur rudd sér leiðina a.m.k. eins vel og er hægt má vegum, auk þess sem nota má moksturstæki.

Mæli með járnbraut!

Jens Ruminy, 16.4.2009 kl. 11:52

2 Smámynd: Kári Harðarson

Ég held að vegöxl sé ódýrari aðgerð en sérstakir teinar.  Hvernig ættu bílar að beygja yfir teinana?  Hvað með fjárfestingu á nýjum tækjum og þekkingu við teinalagningu.

Járnbrautir byggðust upp þegar búið var að finna upp stál en ekki malbik.  Við höfum malbik í dag, notum það.

Lestin myndi bara nota diesel eins og trukkarnir þar til betra býðst.

Ef hún keyrir hægt, ryður hún snjónum rólega undan sér með plóg eins og lestir gera.   Verst ef vegir væru ruddir þannig að ruðningurinn lenti á öxlinni, þá gæti hún lent í vandræðum.

Kári Harðarson, 16.4.2009 kl. 13:54

3 Smámynd: Jens Ruminy

Mér þýkir það eiginlega sárt að svo fáir á Íslandi vita eitthvað um járnbraut en vilja samt gera gott í flutningsmálum.

Járnbraut á Íslandi ætti náttúrulega að nota íslenka orku, rafmagn.

Svo er ekkert mál að hafa jafnlæg teina- og gatnamót. Bara umferðaljós sem vara við ef lestin kemur.

Nei, malbikaðir vegir eru eldri en járnbrautir. En malbik er búið til úr hráolíu sem er æ verðmætari.

Ég held að til að búa til undirlag er þekkingin til staðar, eins langt og hún nær (við sjáum ástand vegakerfis á hverju vori. Til að byggja efsta lag og teina þarf kannski nýja sérþekkingu en undir haandleyðslu gætu íslenskir verktakar lært og einvherjir íslenksir verkfræðingar mundi kannski sérhæfa sig í járnbrautum.

Jens Ruminy, 16.4.2009 kl. 14:20

4 Smámynd: Guðmundur Gunnarsson

Komdu sæll, þetta eru skemmtilegar pælingar.  Því miður þá eru þetta ekki nógu venjulegar hugmyndir til þess að venjulegir opinberir starfsmenn og stjórnmálamenn þori að athuga þær af nokkurri alvöru. Rafknúnar járnbrautir og einteinungar eru vitaskuld flutningatæki sem við ættum að vera búin að byggja upp fyrir löngu síðan, það getur ekki verið hagkvæmara að knýja þessa flutninga alla með innfluttri olíu heldur en með heimafengnu rafmagni.

Kv G 

Guðmundur Gunnarsson, 16.4.2009 kl. 15:18

5 Smámynd: Kári Harðarson

Miðað við kynni mína af íslendingum þá finnst mér það kraftaverk að hitaveitan í Reykjavík skyldi hafa verið lögð á sínum tíma.

Nútíma kapítalistar reyna að hagnast á þeim kerfum sem fyrir eru, t.d. finna þeir upp ADSL fyrir símavíra í stað þess að leggja ljósleiðara í hvert hús.  Þeir sem reyna það tapa peningum og það er bannað í nútíma viðskiptum.

Flest félög sem lögðu lestarteina í byrjun iðnbyltingar fóru á hausinn.  Það voru félögin sem á eftir komu sem gátu hagnast á bjartsýni frumkvöðlanna.

Með fullri virðingu þá er íslenska ríkið of lítið og lélegt til að gera mikið af viti í þessum málum.

Hver ætti að leggja teinana ?

Mín lausn er meira í ætt við ADSL, notum það sem við höfum aðeins betur.

Kári Harðarson, 16.4.2009 kl. 16:20

6 identicon

Ef við ætlum að tala um svona óhefðbundnar lausnir þá er kannski vert að benda á loftskip. Sú tækni er að lifna við aftur eftir nokkurra áratuga dvala. Burðargetan er mikil og eldsneytiseyðslan lítil (og getur verið hverfandi lítil ef það er sérstakt markmið að fara hægt, en ég reikna með að það yrði hagkvæmara að keyra skipið á fullum hraða þannig að það geti farið fleiri ferðir).

Það er líka spurning hvort að svona tækni nýtist ekki í farþegaflutningum líka. Ef svona belgur kemst á 150 km hraða þá tekur t.d. ferðalagið frá Reykjavík til Akureyrar 100 mínútur. Það er nógu fljótt til að veita fluginu samkeppni og nógu ódýrt til að veita einkabílnum samkeppni. Kannski gæti maður jafnvel flutt bílinn sinn með sér frekar enn að keyra hann um þrönga þjóðvegi og hálar heiðar.

Bjarki (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 13:16

7 Smámynd: Sigurjón

Er ekki vandinn við loftskip hér á landi sá að hér er nánast alltaf sterkur vindur í einhverja átt?  Ef hann er að austann er rosalega erfitt að koma Hindenburg austur á land og ef hann er að norðan er sama sagan norður...

Sigurjón, 18.4.2009 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband