Sjálfstætt fólk

Stefna Norður Kóreu grundvallast á sjálfstæðishugsjóninni, sem heitir Juche.  Grunnhugmyndirnar eru þessar:

  • Þjóðin verður að vera sjálfstæð í hugsun og stjórnmálum, sjálfri sér nóg fjárhagslega og fær um að verja sig.
  • Stefna ríkisstjórnarinnar verður að endurspegla vilja og metnað fjöldans.
  • Uppbygging verður að taka mið af þörfum og aðstæðum landsins.
  • Fólkið í landinu verður að menntast í góðum kommúnisma.

Einnig er tilgreint að flokknum skuli sýnd tilhlýðileg hollusta.

Mér sýnast nýjustu kjarnorkutilraunirnar vera í samræmi við þessa grunnstefnu.  Það er heillandi hvað Norður Kóreumenn eru hliðhollir sjálfstæði í sinni tærustu mynd.

Nú spyr ég mig samt hvar mörkin liggja milli sjálfstæðis og einangrunarstefnu.  Er það merki um veikleika að vera í bandalagi með öðrum þjóðum?  leyfi ég mér að spyrja.

Samt má segja eins og Kim-Il Sung:  Það er gott að búa í Pyongyang !

kim_il_sung.jpg
mbl.is N-Kórea heldur áfram tilraunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

He he. Nett samlíking þetta. Þetta eru mjög viðeigandi vangaveltur í okkar samhengi.

Björn (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 16:02

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

:) góður

Óskar Þorkelsson, 26.5.2009 kl. 17:08

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Samvinna við önnur ríki er eitt, samruni við þau er talsvert annað.

Hjörtur J. Guðmundsson, 26.5.2009 kl. 18:12

4 Smámynd: Egill M. Friðriksson

"Samvinna við önnur ríki er eitt, samruni við þau er talsvert annað."

Það eru þá nýjar fréttir fyrir okkur öll ef að 27 aðildaríki ESB eru eitt ríki.

Egill M. Friðriksson, 26.5.2009 kl. 18:47

5 Smámynd: Einnar línu speki

Ég vissi ekki að Ítalía og Frakkland væru sama ríkið...

Einnar línu speki, 26.5.2009 kl. 19:39

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

nei Hjörtur er fullur af allskonar visku sem við hin skiljum ekki...

Óskar Þorkelsson, 26.5.2009 kl. 20:16

7 identicon

Eins og við vitum þá eru öll lönd heimsins fyrir utan N-Kóreu og Ísland í ESB.

Bjarki (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 22:02

8 Smámynd: Þór Jóhannesson

Það er gott að búa í Kópavogi....

Þór Jóhannesson, 27.5.2009 kl. 01:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband