Drauma myndavélin

Loksins er komin lítil nett vél með útskiptanlegri linsu og sem tekur jafn góðar myndir og reflex vél.  Hún heitir Olympus E-P1.

 

ep1-3q-17mm.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Linsan sem fylgir er nett og lætur vélina líta venjulega út, en sjáið svo þessar linsur:

ep1ftlenses.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vélin tekur nýjan staðal sem er kallaður Micro 4:3 en getur líka tekið gömlu Olympus Zuiko linsurnar sé notað millistykki.

Svo sakar ekki að geta þess að hún getur tekið upp High Definition video, 1280x720.  Hér eru sýnishorn af kvikmyndum.

Hér er grein um vélina frá dpreview.com

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Og hvað kosta svo herlegheitin?

Ævar Rafn Kjartansson, 25.6.2009 kl. 15:13

2 Smámynd: Kári Harðarson

ca. 700 evrur..

..sem voru 56 þúsund í denn eða 126 þúsund núna

..svo verður hún ódýrari á næsta ári því þá verður hún ársgömul

..svo getur maður keypt hana notaða eftir nokkur ár

..eða flutt til útlanda og fengið alvöru laun

"It depends"

Kári Harðarson, 25.6.2009 kl. 15:31

3 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Ætli það endi ekki með útlöndum hjá okkur flestum.

Ævar Rafn Kjartansson, 25.6.2009 kl. 15:47

4 Smámynd: Jón Ragnarsson

Ég er amk byrjaður að safna... hlunkurinn er skilinn allt of oft eftir heima...

Jón Ragnarsson, 25.6.2009 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband