Er bloggið af hinu góða?

Stundum fæ ég tölvupóst og hugsa með mér:  Það hefði verið fljótlegra og áhrifaríkara að tala saman.  Tíu tölvupóstar ganga fram og til baka án þess að lendingu sé náð í málinu.

Á þetta sama ekki við um bloggið?  Hundruðir bloggara láta frá sér litlar, innihaldslausar greinar með óhróður og uppnefningar á fólki, segja hluti sem þeir myndu aldrei segja upp í opið geðið á þeim.  Málin þokast ekki áfram.

Það góða við bloggið er að reiðir og kvíðnir einstaklingar fá útrás en það er líka það slæma við bloggið.  Þetta sama fólk gæti breytt einhverju ef það stæði upp og sameinaðist á vettvangi þar sem eftir því væri tekið.

Eins og staðan er í dag, þarf enginn valdamaður að svara aðdróttunum sem koma á bloggi.  Bloggið er búið að trivíalisera sjálft sig.

Þetta er ritskoðun úr óvæntri átt.  Sá sem hefur mikilvægan boðskap kemur honum ekki að af því allir eru komnir með sína eigin blaðaútgáfu og blaðra eins og þeim væri borgað fyrir það (sem þeim er ekki).  Sovétstjórnin hafði aldrei svona öfluga ritskoðun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TómasHa

Almennt er það nú svo að tölvupóstar eru ekki hentugir til að taka ákvörðun. Það er meðal annars erfitt að greina hvenær er kominn ákvörðunavilji á meðan mjög auðvelt er að átta sig á því í beinum samskiptum.

Spurningin er hins vegar hvaða ákvarðanir er verið að taka með bloggi. Menn eru fyrst og fremst að koma skoðunum sínum á framfæri en ekki óska sérstaklega eftir að taka ákvörðun.

Spurningin er líka hvenær áhrifamenn hafi þurft að svara aðdróttunum sem birtust á bloggi?

Áhrif bloggaranna er þó ótvíræð og getur verið skoðanamyndanndi, einnig eru fjölmörg dæmi þess að blogg hafi ratað á síður fjölmiðlanna, oft ekki tengd við viðkomandi blogg og þá hafa valdamenn orðið að svara þeim.

TómasHa, 29.9.2009 kl. 10:52

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kannski að stjórnendur bloggsins séu meðvitað að trivíalisera bloggið með að setja verstu kjaftaskana í framlínu. Það er þeirra vald.  Mörg blogg rísa miklu ofar þessu og eru málefnaleg, fræðandi og skoðanamyndandi, auk þess sem þau skúbba oft hlutum eða draga fram atriði, sem fallin eru í gleymsku. Það eru mörg fjandi skilmerkileg og yfirveguð blogg, sem aldrei komast á blað hér hjá Mbl.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.9.2009 kl. 11:35

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Spurningin hvar ritskoðunin og sovétið liggur í því tilliti.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.9.2009 kl. 11:36

4 Smámynd:

Sammála Jóni Steinari.

, 29.9.2009 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband