Gott fólk

Við fórum í sunnudagsmat til tengdaforeldra minna í Hafnarfirði.

Eftir matinn vildi sonur minn finna tónlistarspilarann sinn, sagðist hafa gleymt honum í bílnum. Hann kom inn aftur og sagði að spilarinn hefði ekki verið þar.

Við leituðum í bílnum og í kringum bílinn en ekkert fannst.

Eftir matinn keyrðum við aftur til Reykjavíkur, við vorum að vona að þetta væri misminni, að spilarinn hefði gleymst heima en hann var ekki þar heldur.

Við lögðum heilann í bleyti. Konan mín rifjaði upp að hún hefði heyrt eitthvað detta þegar hún náði í kápuna sína í aftursætið.

Niðurstaðan var að sonurinn hefði lagt spilarann ofan á kápuna, spilarinn hafi svo fleygst út úr bílnum þegar kápan var tekin.

Þetta var mikil sorg, nýr iPod nano kostar margar íslenskar krónur..

Ég ákvað að fara aftur út að leita ef betra vasaljós gerði gæfumuninn og hann lægji milli aftursætanna.

Það fyrsta sem ég sá var iPod spilarinn, undir framrúðuþurrkunni!

Einhver miskunnsamur Samverji í Hafnarfirði hafði séð spilarann í götunni og sett hann undir rúðuþurrkuna. Þannig keyrðum við með spilarann frá Hafnarfirði yfir í vesturbæ Reykjavíkur án þess að taka eftir honum (rúðuþurrkurnar sjást ekki þegar þær eru ekki í notkun).

Ég þakka viðkomandi kærlega fyrir góðan greiða og fyrir að endurnýja trú mína á samfélaginu sem við búum í.

Svo er ég feginn að það rigndi ekki á leiðinni í bæinn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

skemmtileg saga hjá þér og með góðum endi.

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 14:47

2 Smámynd:

Sem betur fer held ég nú að þorri Íslendinga sé gott fólk.

, 13.10.2009 kl. 19:00

3 identicon

Awesome:-)

Halldór Berg Harðarson (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 21:48

4 identicon

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband