Picasa 3.5

Ég hef notað forritið Picasa til að skoða ljósmyndir sem ég hef tekið og geymi á hörðum diski.

Það er fljótvirkt og ókeypis og gerir flest það sem venjulegt fólk vill gera við heimilis ljósmyndirnar.

Í útgáfu 3.5 er kominn nýr möguleiki, sem er að leita að mannsandlitum í myndum og gefa þeim nafn.

Ég skrifa um þetta vegna þess að ólíkt mörgum nýjungum (t.d. gemsar sem skilja talaðar skipanir) virkar þessi nýjung vel.  Forritið er betri mannþekkjari en ég.  Picasa hefur fundið yfir 600 myndir af syni mínum, á öllum aldri en skjátlaðist aðeins 10 sinnum.

Forritið ruglar saman systkinum, jafnvel þótt mér hafi aldrei þótt þau lík.  Eitthvað er sameiginlegt með þeim sem ég sé ekki en forritið sér.

Nú veit ég að tölvur geta skoðað hópmyndir af fólki og þekkt nokkra einstaklinga úr.  Þessi tækni er komin til að vera hvort sem það er gott eða slæmt fyrir samfélög manna.

 

Fyrst ég er farinn að tala um góð forrit vil ég benda á Notepad++ sem hefur tekið við af Notepad, Textpad og Ultraedit sem mitt uppáhalds forrit ef ég þarf að ritvinna skjöl önnur en Word skjöl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Kári.  

Ég er  með Picasa 3.5 uppfærsluna eins og þú og kann ég vel við  þessa viðbót sem að þú talar um.

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 10:11

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Picasa sagði mér að ég væri með "up-to-date" útgáfu. Fór samt á http://picasa.google.com/ til að gæta að hvort eitthvað nýtt væri þar, og viti menn 3.5 var þar eins og þú bentir á

Ég hef notað Picasa töluvert til að yfirfara og lagfæra myndirnar mínar, alla vega þessar venjulegu. Stöku sinnum gríp ég til Photoshop, en yfirleitt dugir Picasa vel.

Stór kostur við breytingar á myndum í Picasa er að frummyndin er varðveitt óbreytt.

Svo má ekki gleyma ókeypis Picasa  albúminu góða http://picasaweb.google.com

Ágúst H Bjarnason, 16.10.2009 kl. 18:44

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Nú er ég búinn að setja Picasa 3.5 inn og er það byrjað að skanna tölvuna. Ég er með þúsundir mynda þar, bæði nýjar úr stafrænum vélum og eldri skannaðar. Mér kom skemmtilega á óvart hve góður mannþekkjari forritið er :-)

Í minni tölvu (IBM T43 laptop) gengur þetta frekar hægt og álagið er mikið. Ég hef grun um að vinnslan muni  taka  margar klukkustundir.

Ein ástæðan fyrir því hve þetta gengur hægt getur verið að ég er búinn að skilgreina á annað hundrað mannanöfn eða albúm sem forritið þarf að raða í. Ég held að þetta hafi gengið töluvert hraðar í byrjun þegar ég hafði nafngrint mun færri.

Ágúst H Bjarnason, 17.10.2009 kl. 17:34

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Takk fyrir þetta. Mjög fróðlegt.

Marta B Helgadóttir, 23.10.2009 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband