Er nógu bjart í kringum þig?

Nú þegar skammdegið er að hellast yfir af fullum þunga væri kannski ráð að skoða hvort helstu vistarverurnar á heimilinu eru nægilega bjartar?

Ég var að fletta ágætum bæklingi um lýsingu sem opnaði augu mín svolítið.  Ég sé að birtan í eldhúsinu okkar er of lítil.  Svo eru ljósarör undir eldhússkápunum sem ég hélt að væru flúrperur en eru gamaldags glóðarlampar,  þeir eyða miklu meiri straum en nauðsynlegt er, en eru ekkert sérstaklega bjartir.

Í stað þess að hugsa um sparperur sem leið til að spara rafmagn en hafa sömu lýsingu, ætla ég að nota sama pening í rafmagn, en fimmfalda lýsinguna og losna við skammdegisþunglyndið!

Hér er bæklingurinn.  Sjá einnig þessa heimasíðu: ljóstæknifélag Íslands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

http://www.amx.is/vidskipti/12061/

Er þetta ekki bara málið í skammdeginu???

Kv.

Gamall nemandi

Mundi (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband