Færsluflokkur: Spaugilegt

Þjóðverjar í fararbroddi

Ég vissi að Þjóðverjar væru orðnir grænir í orði og æði, en þegar morðingar eru farnir að flýja réttvísina á reiðhjóli finnst mér nýjum og mikilvægum áfanga hafa verið náð í hjólreiðavæðingu þar í landi.

Mig langar til að fara uppá sápukassann og segja að það sé ljótt að keyra yfir hjólreiðafólk, en þetta er óneitanlega svolítið sérstakt tilfelli.

Ég læt því nægja að segja:  Yfirleitt er óæskilegt að keyra yfir hjólreiðafólk en fyrst og fremst ætti þó að haga akstri miðað við aðstæður...

 


mbl.is Morðingi á hjóli ekinn niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvær myndir

Mig langaði bara að deila þessum tveim myndum með ykkur.

invisible_hand.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

this_light_never_turns_green.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Ef mín starfsgrein væri aðeins eldri...

Ég ólst upp við suðið í tölvu móður minnar þegar hún sat í stofunni heima og forritaði. Faðir minn var úti í tölvuveri og sinnti búverkum, afritatöku og uppfærslum.

Einu sinni í viku kom pósturinn inn dalinn, sótti nýjustu viðbæturnar sem skrifaðar höfðu verið og skildi þá gjarnan eftir einhvern bitling á pallinum í staðinn, lítinn tölvuleik eftir hagleiksmann að vestan eða annað viðbit.

Ég hef alist upp við íslenska hugbúnaðargerð og tel að hún sé ein af máttarstólpum lífs á landinu. "Forritari er netþjónabústólpi, netþjónabú er landstólpi" orti skáldið. "Þar sem tveir forritarar koma saman, þar er hugbúnaðarhús" sagði þingmaðurinn.

Við íslendingar höfum borið gæfu til að hlúa að hagsmunum forritarastéttarinnar og leyfa ekki ótakmarkaðann innflutning á erlendri hugbúnaðarvöru. Hugbúnaðarráðuneytið hefur verið ómissandi þáttur í að gæta vegferðar íslensku þjóðarinnar.

Ef þessum vörnum hefði ekki verið komið við er ekki víst að íslenska væri töluð á íslandi í dag. Erlend ritvinnsluforrit styðja ekki við íslensku og henta ekki fyrir íslenskar aðstæður.

Öðru máli gegnir um þau ritvinnsluforrit íslensk sem skrifuð hafa verið hér og seld af forritasamsölunni um árabil. Hún er í eigu hugbúnaðarhúsa og sér um að safna saman uppfærslum og dreifa þeim til neytenda sem og að standa að vöruþróun. Núna nýlega setti hún á markað leikinn "Sokkaplaggaflokkarann" sem er íslenskuð útgáfa af leik sem er kallaður "Tetris" og er seldur í útlöndum.

Ég skrifa pistil núna í tilefni af því að nú á að leyfa innflutning á nýju erlendu stýrikerfi, Windows 7. Ég er sannfærður um að þetta yrði óheillaspor.

Íslenska stýrikerfið Iðavellir sem við notum öll í dag er sameiningartákn þjóðarinnar og dæmi um íslenskt handverk eins og það gerist best. Að vísu vantar stuðning við grafík og mýs en þetta eru einmitt dæmi um óþarfann sem við fengjum fyrir dýrmætann gjaldeyrinn.

Ég skora á ráðamenn að leyfa ekki þennan innflutning. Hann mun ganga af íslenskri forritarastétt dauðri.

 steampunk_computer_tower.jpg


Góða helgi

alternate_currency.png

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Af   http://xkcd.com/


Apple Approved?

Apple heimurinn er með eindæmum lokaður, eins og hálfgerður sértrúarsöfnuður.  Ég átti ágæt Bluetooth heyrnartól en þau virkuðu ekki með iPhone af því þau eru ekki frá Apple heldur frá Plantronics.  Samt er Bluetooth opinn staðall.

Ég vona að nýja lifrin hans Jobs geri það sem hún á að gera þótt hún sé ekki "Approved Hardware" fyrir hans sálarhulstur.  Sennilega hafa læknarnir blekkt líkama Jobs til að taka hana í notkun.  Jobs sjálfur myndi lögsækja þá fyrir það ef hann hugsaði um líkama sinn eins og tölvurnar sem hann selur.  Ojæja...

 

latest-app-store-rejections-me-so-holly-and-drivetrain.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Jobs aftur til vinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um verðmæti

Ég rifjaði upp þessar samræður úr bíómyndinni Bleika Pardusnum og fannst þær allt í einu svo ógurlega fyndnar:

[After Clouseau accidentally reduces a piano to a pile of rubble]

Mrs. Leverlilly: “You’ve ruined that piano.. But that’s a priceless Steinway !”

Clouseau: “Not any more !”


Kominn í frí!

Snjókall segir við félaga sinn:  Já þetta er skrýtið, ég finn líka gulrótarlykt!

 


Halldór regnbogabarn?

Hér er skilgreining á einelti samkvæmt heimasíðu Regnbogabarna:

“Einelti er skilgreint sem  endurtekin eða viðstöðulaust áreyti/ valdbeiting, munnleg,  sálfræðileg eða líkamleg, framkvæmdar af einstaklingi eða hóp einstaklinga sem beita sér gegn annarri manneskju eða hóp einstaklinga gegn þeirra vilja.”

Dan Olweus skilgreinir einelti þannig að  það sé einstaklingur sem lendir reglulega og yfir ákveðið tímabil í neikvæðu áreiti af hendi eins eða fleiri.?Roland telur einelti vera langa og kerfisbundna notkun ofbeldis, andlegs eða líkamlegs, gagnvart einstaklingi sem ekki getur varið sig í aðstæðunum. Bjorkquist og fleiri segja einelti vera ákveðna tegund ýgi/árásargirni sem sé í raun félagsleg.?

Pikas heldur því fram að nauðsynlegt viðmið til að meta einelti sé að það sé neikvæð hegðun frá tveimur eða fleiri einstaklingum gagnvart einum einstaklingi eða hópi. ?

Besag segir að í Bretlandi sé það talið einelti þegar einn einstaklingur ræðst á einhvern hátt gegn einum einstaklingi, hópi eða hópur ræðst gegn hópi eða hópur gegn einstaklingi.

Það er til dæmis einelti þegar eitthvað af eftirfarandi er framkvæmt.

- Uppnefningar og baktal
- Sögur gerðar til að koma öðrum í vandræði
- Telja fólki frá því að spjalla eða vingast við ákveðna einstaklinga
- Þegar gert er grín af öðrum vegna útlits eða þyngdar
- Hæðst af menningu, trú eða húðlit eintaklings
- Hæðst af fötlum eða heilsuleysi
- Þegar ákveðnir einstaklingar fá ekki að vera með í leikjum
- Gert grín ítrekað af einstakling sem tekur því nærri sér
- Illkvittin sms eða netpóstur
- Þegar neitað er að vinna með ákveðnum einstaklingum í skólanum
- Eigur annara eyðilagðar
- Líkamlegar meiðingar, sparkað, slegið, hrækt eða fellt einstakling
 

 

Mér sýnist þessi skilgreining vera svo víð að Halldór og félagar geta alveg kvartað undan einelti.

Það verður þá svo að vera.  Með sömu rökum hefði Hitler getað kvartað undan einelti í lokin.

 

 


mbl.is Yfirlýsingar jaðra við einelti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig á að pirra

Hér eru nokkur góð ráð til að vera pirrandi

  • Stilltu sjónvarpið þannig að allir verði grænir í framan. Segðu að þetta eigi að vera svona.
  • Heftaðu öll blöð í miðjunni.
  • Hengdu þjófavarnarhnappa á föt fólks sem er að kaupa í matinn.
  • Fáðu lánaðar spennusögur og skrifaðu nafn morðingjanns á fyrstu síðu.
  • Kallaðu halló til bláókunnugs fólks sem er að labba hinu megin við götuna.
  • Vertu alltaf í appelsínugulum fötum.
  • Sestu við barborð og kláraðu allar smáveitingarnar (hnetur, snakk o.f.l.) sem á því eru.
  • Borgaðu allt með kínveskri smámynt.
  • Endurtaktu allt sem aðrir segja eins og spurningu.
  • Labbaðu á milli borða inni á veitingahúsum og biddu fólk að gefa þér grænmetið.
  • Talaðu við sjálfan þig í strætó.
  • Hafðu alltaf kveikt á stefnuljósunum á bílnum.
  • Láttu hundinn þinn heita Hundur.
  • Spurðu fólk af hvaða kyni það sé.
  • Eltu einhvern með hreinsilög og þurrkaðu af öllu sem hann/hún snertir.
  • Ljúgðu þegar fólk spyr þig hvað klukkan er.
  • Ekki taka jólaljósin niður fyrr en í október. Hafðu kveikt á þeim allan tímann.
  • Breyttu nafninu þínu í Jón Aaaaaaaaaaaason og segðu að faðir þinn hafi verið grænlenskur. Segðu fólki að það eigi að það eigi að bera fram öll a-in.
  • Stattu við umferðargötu og miðaðu hárblásara að öllum bílum sem aka framhjá.
  • Nagaðu alla penna og blýanta sem þú færð lánaða.
  • Syngdu með þegar þú ferð á óperu.
  • Biddu þjóninn um aukasæti fyrir "ósýnilega" vin þinn.
  • Spurðu skólafélaga þína dularfullra spurninga og skrifaðu eitthvað í vasabók.
  • Spilaðu sama lagið 50 sinnum.
  • Búðu til "dularfulla hringi" í grasið í görðum nágranna þinna.
  • Segðu upphátt einhverjar tölur þegar afgreiðsufólk er að telja peningana.
  • Bókaðu þig á fund 31. september.
  • Bjóddu fullt af fólki í veislu annara.

Af uppsölum

Ég var í veislu erlendis þar sem maður þurfti skyndilega að bregða sér afsíðis. Félagi okkar sagði þá: "I think he needs to pray to the Porcelain God" eða "Ég held hann þurfi að biðja til postulínsguðsins" í merkingunni að hann þyrfti að æla.

Í framhaldi af þessu snerist umræðan um mismunandi aðferðir við að segja þetta undir rós.

Myndræna líkingin "Technicolor Yawn" eða "regnbogageispi" var næst nefnd, og er þar vísað til marglitrar gusunnar út úr viðkomandi.  Einnig var talað um "matarfórnir til kínversku guðanna".

Dani sagði að þar í landi væri talað um "At snakke i den hvide mikrofon" eða að "tala í hvíta hljóðnemann" og er þarna vísun í eintal manneskjunnar við klósettskálina.

Svíi bætti við að þar í landi væri þetta kallað "At kjöre Gustavsberg" eða "að keyra Gustavsberg" með vísun í hvernig gripið er þéttingsfast með báðum höndum um brúnina á meðan ælt er.  (Gustavsberg er sænsk klósetttegund).

Norðmaður sagði að þar væri þetta kallað "at ryta pa Elgen" eða að öskra á elgina, en öskrin í dýrunum minna víst á hljóðið þegar menn kúgast.

Umræðan var á lágu plani þegar þarna var komið kvölds, en það var samt gaman að heyra að "et kært barn har mange navne".

Mér vitanlega vantar þessar litríku myndlíkingar í íslenskt mál.  Hvernig væri að "Afhenda götupizzu" eða "njóta matarins í bakkgír" eða "játa ást sína til miðborgarinnar"?

Fyrst ég er farinn að blanda þessu við borgarmálin, hvernig væri þá: "Að lýsa yfir stuðningi við borgarstjórann?" 

 

Af tillitssemi læt ég enga mynd fylgja færslunni. 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband