Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Rafmagnsbíll sem hentar á Íslandi?

Myndir þú hætta með hitaveituna og taka upp olíukyndingu?  Ég efast um að fólk geri það ótilneytt.  Þegar rafmagnsbílar verða orðnir algengir mun fáum detta í hug að kaupa olíu frá öðrum löndum til að komast milli staða.

Ástæðan fyrir því að rafmagnsbílar fást ekki er fyrst og fremst batterítæknin.  Flestir eru orðnir vanir því að komast með tveggja tonna bíl 700 kílómetra á einum tanki.  Rafgeymar sem koma bíl aðra eins vegalengd eru ekki til ennþá.

Hins vegar eru 90% ferða örfáir kílómetrar.  Það væri gott að kaupa lítinn rafmagnsbíl fyrir þessar ferðir og alvöru jeppa fyrir utanbæjarferðirnar.  Þarna vinna reglur landsins á móti, því við verðum að borga full afnotagjöld og tryggingar, líka fyrir bíla sem eru keyrðir örfáa daga á ári.

Nýr bíll er væntanlegur á markað á þessu ári sem er rafmagnsbíll, með rafgeyma sem koma honum aðeins um 100 kílómetra en svo er "ljósavél" í húddinu sem fer í gang og hleður geymana eftir það.  Sá sem keyrir svona bíl innanbæjar getur átt von á því að þurfa ekki að kaupa bensín vikum eða mánuðum saman, ef hann setur bílinn samviskusamlega í hleðslu á kvöldin.  Hann verður þó ekki strandaglópur þótt geymarnir tæmist.

Þetta held ég að hljóti að vera framtíðin.  Þetta er sambærilegt við "sýndarminni" í tölvum þar sem harði diskurinn tekur við þegar raunverulegt minni klárast.  Hér eru myndir af bílnum sem heitir Opel Ampera:

ampera_body.png

 

 

 

 

 

 

ampera_interior.png

 

 

 

 

 

 

ampera_chassis.png

 

 

 

 

 

 

 

Helstu rök gegn rafmagnsbílum erlendis er að það þarf olíu eða kol til að búa til rafmagn á bílana.  Þessi rök eiga ekki við hér á landi.  Nú þegar bensínið er komið upp fyrir 200 kr / lítrinn held ég að fólk fari að verða tilbúið að  kaupa "bensín fyrir 5 krónur lítrann" en það er kostnaðurinn við að hlaða rafmagnsbíl.  "Old habits die hard" segir máltækið, vonandi fer þessi olíuósiður að renna sitt skeið.


Olympíuleikarnir í háskerpu

Sumarið 2008 skrifaði ég að útsendingar í háskerpu væru ekki í boði hér á landi frá Olympíuleikunum í Beijing.

Sömu sögu er að segja um vetrar olympíuleikana núna.  Íslendingar keyptu flatskjái í góðærinu en verða að láta sér nægja gömlu PAL útsendingarnar.

Noregur og Danmörk eru farin að horfa á efni í háskerpu, þökk sé meðal annars, DR1 HD og NRK1 HD stöðvunum.  Hér á landi er hins vegar ekki verið að fjárfesta í nýjungum, það var ekki gert í góðærinu og ekki er líklegra að hin ofurskuldsettu fyrirtæki geri það núna.

Nú er hins vegar hægt að sjá útsendingarnar frá Olympíuleikunum í háskerpu á netinu:

http://www.eurovisionsports.tv/olympics/hd

Það gæti hugsast að Internetið eigi eftir að úrelda sjónvarpsútsendingar hér á landi ef gömlu fyrirtækin fara ekki að bregðast við.

Af hverju að kaupa áskrift að myndlykli ef lítil PC tölva með netsamband, tengd við stofusjónvarpið getur sýnt bíómyndir af hörðum diski í háupplausn, erlendar útvarps og sjónvarpsstöðvar, YouTube, og tekið upp og spilað DVD og Blue-Ray diska?

Hér er sýnishorn af útsendingunni eins og hún birtist á tölvuskjá:

capture_964293.png
 

Til sambanburðar er hér upplausn útsendingar RÚV á netinu:

capture2.png

 

Hér er PC tölva sem getur tengst sjónvarpinu í stofunni, spilað háupplausn af diski og neti en er lítil og hljóðlát.

vu_box_eb1501_bk.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hún fæst í Tölvutek í Borgartúni.  Athugið að ADSL heim þarf að vera 2 megabitar á sekúndu að lágmarki til að sjá háskerpu útsendingu af netinu.


Dauðsföll af völdum galla í Toyota bílum

Fólk hefur verið að deyja út af þessum galla í bílunum, nokkuð sem ég hafði ekki gert mér grein fyrir í í íslenskum fréttum.

 

Úr erlendum blöðum:

Fe Lastrella refused to speak Wednesday of the ghastly accident that devastated her family. She didn't need to.

Everyone in House hearing room knew that hers was the tragedy that galvanized attention around safety flaws of Toyotas, led to the recalls of millions of cars and brought the scion of the world's largest automaker before a congressional committee to apologize.

Akio Toyoda had left the room for a news conference when Lastrella, a petite grandmother from San Francisco, took a seat at the witness table. Tearful from the first word, she announced that she would not talk about the Aug. 28 accident that robbed her of two grown children, a granddaughter and a son-in-law.

The unspeakable details: A Lexus ES 350 sedan borrowed from a dealer, filled with Lastrella's family: her son Chris, daughter Cleofe; Cleofe's husband, Mark Saylor -- and Cleofe and Mark's 13-year-old daughter, Mahala.

 07_lexus_es350_24.jpg

The stuck accelerator that turned the car into a missile traveling at more than 100 mph, near Santee, Calif.; the recorded 911 call that captured their harrowing last moments; Chris' voice, telling the others to pray.

And finally, Lastrella's disbelief the next morning when she learned at first that three had been killed -- then, all four.

The crash got the attention of the world's largest automaker and inspired Akio Toyoda, the Japanese grandson of the company's founder, to testify in an extraordinary appearance before a committee of the U.S. Congress in Washington.

He apologized generally to Congress, millions of Toyota owners and to the Saylor family -- specifically and repeatedly -- during three hours of testimony.

Then he left, and Lastrella took her seat at the table.

She didn't mention him or the apologies. Instead, she talked of her children and their lives. She noted that Saylor, a California Highway Patrol officer at the time of the crash, had been awarded in 1997 for pulling a man from a burning car.

"It is ironic that he saved someone, and he wasn't able to save his family," Lastrella said.

 

Það er ekki fyrir venjulegt fólk að gera við bíla lengur.  Það þarf tölvu til að tala við bílinn, topplyklasett dugir ekki lengur til.  Undarlegir tímar.

Ef þessi dauðsföll verða rakin til hugbúnaðarvillu, getur verið að tölvunarfræðingar fari að fá stífari reglur um ábyrgð eins og gerðist hjá verkfræðingum fyrir öld þegar gufujárnbrautarlestir sem sprungu urðu til þess að eftirlit með verkfræðingum var stóraukið (og verkfræðingar fengu ríka stéttarmeðvitund).

 

Úr annari grein:

Anderson notes: “A control system adopting a different, anomalous and perhaps dangerous state once in a blue moon when there is an intermittent fault. The moment the fault disappears, the control system goes back to its normal state. It is hardly surprising that subsequent testing fails to reveal any fault. There are plenty of examples of physical systems having normal and faulty states and a small change may move the system from one state to the other. The manufacturers know this perfectly well. Their prescription of “wiggle tests” on connecting cables to identify poor connections and make them better is indicative of the vulnerability of car electrics to intermittent contacts.”

And in denying that this problem even occurs, manufacturers have foregone countermeasures altogether, Anderson said.

“The problem really is: these systems are designed so if they do fail there is nothing the driver can do about it.”

 

PS: Hér er gamalt dæmi um dauðsföll vegna hugbúnaðarvillu:

The accidents occurred when the high-power electron beam was activated instead of the intended low power beam, and without the beam spreader plate rotated into place. The machine's software did not detect that this had occurred, and therefore did not prevent the patient from receiving a potentially lethal dose of radiation. The high-powered electron beam struck the patients with approximately 100 times the intended dose of radiation, causing a feeling described by patient Ray Cox as "an intense electric shock". It caused him to scream and run out of the treatment room.[3] Several days later, radiation burns appeared and the patients showed the symptoms of radiation poisoning. In three cases, the injured patients died later from radiation poisoning.

Researchers who investigated the accidents found several contributing causes. These included the following institutional causes:

  • AECL did not have the software code independently reviewed.
  • AECL did not consider the design of the software during its assessment of how the machine might produce the desired results and what failure modes existed. These form parts of the general techniques known as reliability modeling and risk management.
  • The system noticed that something was wrong and halted the X-ray beam, but merely displayed the word "MALFUNCTION" followed by a number from 1 to 64. The user manual did not explain or even address the error codes, so the operator pressed the P key to override the warning and proceed anyway.
  • AECL personnel, as well as machine operators, initially did not believe complaints. This was likely due to overconfidence.[4]
  • AECL had never tested the Therac-25 with the combination of software and hardware until it was assembled at the hospital.

The researchers also found several engineering issues:

  • The failure only occurred when a particular nonstandard sequence of keystrokes was entered on the VT-100 terminal which controlled the PDP-11 computer: an "X" to (erroneously) select 25MV photon mode followed by "cursor up", "E" to (correctly) select 25 MeV Electron mode, then "Enter". This sequence of keystrokes was improbable, and so the problem did not occur very often and went unnoticed for a long time.[3]
  • The design did not have any hardware interlocks to prevent the electron-beam from operating in its high-energy mode without the target in place.
  • The engineer had reused software from older models. These models had hardware interlocks that masked their software defects. Those hardware safeties had no way of reporting that they had been triggered, so there was no indication of the existence of faulty software commands.
  • The hardware provided no way for the software to verify that sensors were working correctly (see open-loop controller). The table-position system was the first implicated in Therac-25's failures; the manufacturer revised it with redundant switches to cross-check their operation.
  • The equipment control task did not properly synchronize with the operator interface task, so that race conditions occurred if the operator changed the setup too quickly. This was missed during testing, since it took some practice before operators were able to work quickly enough for the problem to occur.
  • The software set a flag variable by incrementing it. Occasionally an arithmetic overflow occurred, causing the software to bypass safety checks.

The software was written in assembly language that might require more attention for testing and good design. However the choice of language by itself is not listed as a primary cause in the report. The machine also used its own operating system.

 


mbl.is Toyoda biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað kallast svona ritstíll?

 Brynjar Níelsson lögfræðingur byrjar grein á Pressunni svona:

Hinn 13. febrúar sl. birti kona nokkur, Anne Sibert að nafni, grein í tímariti þar sem hún gat þess m.a. að Íslendingar gætu vel ráðið við fjárskuldbindingar samkvæmt fyrirliggjandi Icesave-samningi. Mér skilst að konan sé prófessor í hagfræði einhvers staðar í útlöndum og sitji í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands á vegum Samfylkingarinnar.

 

Ég þekki konuna ekki neitt en mér fannst svo undarlegt að Brynjar væri í vafa um að hún sé prófessor í hagfræði.  Ég ákvað að "Googla" nafnið hennar og fékk strax þetta:

Anne Sibert, Department of Economics, Mathematics and Statistics, Birkbeck, University of London, Malet Street, London WC1E 7HX. 

London University er ekki "einhversstaðar í útlöndum, hann er í London á Englandi.  Stofnaður 1836, 120 þúsund nemendur takk fyrir.

Hér er lýsing á Önnu á heimasíðu skólans:

Anne Sibert is Professor and Head of the School of Economics, Mathematics and Statistics at Birkbeck College. She is a CEPR Research Fellow and was an Economist at the Board of Governors of the Federal Reserve System in Washington. Her research interests lie in macroeconomics, especially monetary policy. She is a member of the Monetary Policy Committee of the Central Bank of Iceland, and serves on the Panel of Economic and Monetary Experts for the European Parliament's Committee for Economic and Monetary Affairs and the Council of Economic Advisors to the Opposition Front Bench, UK. She has served on the Editorial Boards of several journals and was Associate Editor of the Economic Journal. She earned her PhD in economics at Carnegie-Mellon University in 1982.

 

Ferilskrá hennar er hér.

Greinaskrá er hér.

Listi yfir nýlegar greinar um bankakrísu og Ísland:

 
Af hverju titlar Brynjar hana "konu nokkra einhversstaðar í útlöndum?"  Hún er greinilega búin að sanna sig og á betra skilið en að vera uppnefnd "einhver kona einhversstaðar í útlöndum"
 
Orðið yfir svona ritstíl  er "belittling" eða "denigrating" á ensku.  Hvað kallast þannig ritstíll á íslensku?
 
Svo segir Brynjar:
Vel á minnst, hvenær eru skoðanir fræðimanna fræðilegar og hvenær ekki? Eru kannski allar skoðanir fræðimanna fræðilegar? Auðvitað ekki, en þeir kannski halda það?

 

Skoðanir eru ekki fræðilegar ef Brynjar á við orðið sem samheiti yfir "Vísindalegar".  Rökstuðningur við skoðanir getur hins vegar verið fræðilegur.  Ég ætla ekki að fara að alhæfa um alla fræðimenn eins og Brynjar leyfir sér að gera.

 


"Orð skulu standa" eftir John Zufelt

Á vald.org er aðsend grein sem sumir gætu sagt að væri róttæk en er engu að síður hárrétt.

Þeir sem hafa séð heimildamyndina "Money as debt" hafa heyrt þennan boðskap áður.  Aðrir geta lesið hann í fyrsta skipti hér.

Hér er úrdráttur:

Modern banking is truly a scam for economic slavery. In fact we do not even need banks, our governments can create money interest free.

Í gamla daga prentaði ríkið peninga og notaði til að byggja það sem okkur vantaði.  Þetta skapaði verðbólgu en hún kom amk.  öllum til góða. Núverandi "verðbólga" kemur aðeins bönkunum til góða, það eru þeir sem prentuðu peningana, ekki ríkið.

Annar úrdráttur:

More and more countries are coming to the same position that Iceland is in. They are bankrupted by the false money system. Pension plans are being seized, government assets are being sold for pennies on the dollar, health care and social structures are being removed, and increasingly, more and more enslaved people are turning to watch Iceland to see what you will do, hoping you will have the strength to fight these looters.

Greinin í heild sinni er hér:

http://vald.org/greinar/100205.html

 

Kreppan í öðrum ríkjum heims er ekki á undanhaldi.  Sennilegra er að hún sé "double dip" fyrirbæri, að næsta dýfa sé framundan.

Sjá einnig grein í Financial Times hér:

http://blogs.ft.com/money-supply/2010/02/11/subprime-20-strategy-extend-and-pretend/

"Góðu fréttirnar" eru að dollari og evra hrynja vonandi niður til sæmlætis krónunni -- í stað þess að hún rísi falla hinir gjaldmiðlarnir.

 


Til sölu - notað

Ég ákvað að auglýsa til sölu tvær ferðatölvur og skjávarpa, og kíkti á netið til að reyna að gera mér hugmynd um hvar best væri að auglýsa.

Það kom á óvart að umferðin af auglýsingum er ekki hjá Mbl, DV, Fréttablaði, heldur er hún á sérvefjum:

Hins vegar:

Þetta er merkilegt, því í öðrum löndum sem ég hef búið voru öflugir aðilar með kaup og sölu á notuðum vörum.

  • Í Danmörku var það "Den Blaa Avis" (www.dba.dk)
  • Í  North Carolina var sérblað sem heitir "The Village Advocate" sem átti allan smá auglýsinga markaðinn fyrir bæinn ásamt  "Craig's list" (http://craigslist.org)
  • Svo var E-bay á landsvísu.

 

Ég er hálf hissa að ekkert blaðanna skuli hafa unnið yfir þennan markað og að hann skuli verða svon a "underground" í eðli sínu.   Ég álykta að það sé ekkert upp úr þessu að hafa og að þetta sé best gert í hálfgerðri sjálfboðavinnu.

Ég myndi samt vilja sjá vefsíðu sem bendir á hvaða vefir eru góðir fyrir mismunandi vörutegundir, og svo vil ég spyrja lesendur hvort þeir vita um góða vefi aðra en ég hef nefnt?

 

 


2 fyrir 1 - ef þú verzlar ekki við Íslendinga

Ég kíkti á heimasíðu EJS.  Dell Inspiron ferðatölva með 15" skjá kostar þar 149.900 kr.

http://ejs.is/Pages/970/itemno/TV-INSP15%252312-RED

Windows 7 er ekki innifalið, heldur Windows Vista (sem ætti ekki að vera til sölu lengur, það er úrelt og óvinsælt).  Windows 7 kostar 16.100 í viðbót, svo tölvan kostar þá 166 þúsund.

Svo kíkti ég á Dell í Bandaríkjunum.  Sama tölva þar kostar núna 699$.  Miðað við núverandi gengi 128kr/$ gerir það 88.773 kr.  Windows 7 er innifalið í því verði.

http://www.dell.com/us/en/home/notebooks/laptop-inspiron-1545/pd.aspx?refid=laptop-inspiron-1545&cs=19&s=dhs

Það má því kaupa tvær tölvur á verði einnar ef verslað er í Bandaríkjunum.  Reyndar eru tölvurnar ekki eins, ég valdi dýrustu tölvuna í Bandaríkjunum sem er betur útbúin en sú íslenska.

 

8GB iPod kostar nú 39.995 kr. í Elko en 139.99$ á Amazon sem gerir 17.918 kr.

Það má því kaupa meira en 2 iPod á verði eins í Bandaríkjunum.

 

Ég tek þessi tvö dæmi af því þetta eru algengar vörur, sem hreyfast mikið.  Það ætti að vera samkeppni um að flytja inn en samt virðist vera þegjandi samkomulag um að leggja 100% á þær.

Þetta er svipuð álagning og var fyrir hrun, sýnist mér.  100% er "eðlileg álagning" á Íslandi (en ekki annars staðar).  EJS og Elko eru ekki verri en aðrar verzlanir að þessu leyti.

Það er ekki náttúrulögmál að álagning sé svona há.  Flutningskostnaðurinn útskýrir ekki muninn.  Grænn pipar kostar 300 kr kílóið svo það kostar ekki meira en 300 krónur að flytja eitt kíló inn af einhverju.

 

Ég panta ekki sjálfur á netinu vegna þess að landið er svo lokað.  Ég útiloka möguleikann fyrirfram af því ég nenni ekki að berjast við tollinn og tiktúrurnar í honum. 

Þótt ég flytti tölvuna inn sjálfur myndi ég lenda aftur í kjaftinum á tollinum ef hún bilaði og ég þyrfti að fylla út skýrslur til að koma henni í viðgerð.

Verslunareigendur vita þetta og haga álagningu samkvæmt því.

Ef hægt væri að liðka fyrir innflutningi með póstverslun held ég að vöruverð á Íslandi myndi lækka.  Hún myndi veita heildsölum og smásölum aðhald sem þeir fá alls ekki í dag.

 

 


Um hjóladekk

Dekk skipta miklu máli á hjóli, þau hafa áhrif á stýringuna og hversu þungt er að knýja hjólið.

  • Gróft mynstur er hávært og gerir hjólreiðar erfiðari.
  • Dekkjaþrýstingur að vera réttur, annars er mjög líklegt að springi, og þrýstingurinn er hærri en þú heldur. Notaðu því þrýstingsmæli og lestu utan á dekkið hver þrýstingurinn á að vera!  Bíllinn minn notar 35 pund en hjólið yfir 70 pund.
  • Til að forðast að springi skiptir máli að dekkið sé ekki margra ára gamalt og orðið sprungið eða klístrað.
  • Það er miklu auðveldara að hjóla á grönnum dekkjum en þau springa oftar, sérstaklega af því þau eru viðkvæmari fyrir lágum þrýstingi.
  • Til eru dekk með Kevlar strimli undir yfirborðinu.  Þau eru gerð fyrir borgaraðstæður þar sem malbikið er yfirleitt slétt og lítið þörf fyrir gróft mynstur, en öðru  hvoru kemur steinflís, glerbrot eða málmsvarf.  Ég mæli með þessum dekkjum.
  • Gróft mynstur getur fangað steinflísar sem vinna sig svo inn í gegnum dekkið.  Fínna mynstur sleppir frekar þessum steinum.
  • Það skiptir meira máli að kaupa léttari dekk en léttara hjól, dekkin ferðast miklu meira en hjólið :)


Þeir sem hjóla innanbæjar þurfa ekki grófmynstruð dekk.  Mynstur gerir gagn til að tætast áfram í grófu undirlagi, en það á yfirleitt ekki við í bænum.

Bílar eru alltaf með dekkjamynstur til þess að vatn komist undan dekkinu, annars getur vatnsfilma myndast þegar keyrt er hratt ("Aquaplaning").

Hjóladekk eru svo mjó og snertiflötur þeirra við veginn er svo lítill að þessi vatnsfilma getur ekki myndast.  Þar gildir, því meira gúmmí í snertingu við veg, því betra.  Ef þú vilt betri snertingu við veginn á hjóli, kauptu þá dekk með breiðari bana, ekki grófara mynstri.

Hér eru tvær greinar um hjóladekk:

http://myweb.tiscali.co.uk/13q11/cycling/tyres.html

http://www.rei.com/expertadvice/articles/bike+tires.html

 

Þetta dekk myndi ég velja í borgarakstur, ekki grófara:

ea_cycling_tires_inverted2.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dekkjaþrýstingur á hjólum er svo hár, að það er best að kaupa sér almennilega pumpu með þrýstingsmæli.  Handheldu pumpurnar eru ekki nógu öflugar, þótt þær megi nota í neyð.

rencompressor1.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Hvassar steinflísar sprengja hjóladekk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband