Færsluflokkur: Menntun og skóli

Rocket Science

Áður en tölvufræðingar fengu nördastimpilinn afhentan var hann í eigu þeirra sem smíðuðu rakettur. Á ensku er sagt "It's not exactly Rocket Science" ef venjulegt fólk á að geta skilið viðfangesefnið.

Frægasti rakettu vísindamaðurinn var án efa Werner Von Braun sem kenndi milljónum manna að telja niður á ensku.

von braun nasa

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Margir myndu líka benda á Goddard:

goddardrocket_orig

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Háskólinn í Reykjavík var að skjóta upp eldflaug. Við höfum eignast okkar eigin Werner Von Braun sem er Dr. Ágúst Valfells.

agust

 

 

 

 

 

 

Til að koma flaug á loft þarf samstarf milli faga.  Eldsneytið kallar á efnafræði, flaugin sjálf er völundarsmíði, flug hennar kallar á flugfræði og hönnun á rakettumótór fer inn á eitthvað sem heitir "fluid dynamics".  Rakettunámskeiðið reyndi því á sitt lítið af hverju, ekki bara grufl innan eins fags.

Eldflaug Háskólans fór ekki nema í 1.350 metra hæð sem er rétt upp fyrir toppinn á Esjunni. Það er langt frá því að snerta geiminn sem byrjar þar sem lofthjúpurinn endar í 100 km hæð. Samt er það meiri hæð en flugeldarnir á gamlárskvöld komast í, sem er yfirleitt undir hundrað metrum.

Það er búið að vera gaman að fylgjast með þessu verkefni í húsinu -- og öðru hvoru hefur fundist undarleg lykt þegar hin og þessi efnablanda var prófuð.

Ég er svoldið stoltur af skólanum mínum þessa dagana.  Flottar hjólageymslur undir nýja húsinu, spennandi námskeið.  Þetta heldur áfram að vera með skemmtilegri vinnustöðum sem ég hef unnið á.

Nú er spurning hvort nýfengin rakettuþekking í skólanum getur nýst við eitthvað. Hvernig væri að hanna flugelda fyrir næsta gamlárskvöld sem fara hærra, eru stærri og nota reyklaust púður? Ég sé varla hvernig hægt er að toppa fyrri gamlárskvöld nema með einhverju slíku.


Um ritstuld

Næst þegar ég fer yfir verkefni nemanda og sé að hann hefur stolið því frá öðrum mun ég kalla þjófinn inn á skrifstofu og hann mun segja að þetta sé alsiða á Íslandi.  Mér mun verða svarafátt eftir uppákomuna í H.Í.

Þegar ég fór í háskóla í Bandaríkjunum voru allir nýnemar sendir á sérstakt námskeið um ritstuld og hvað kæmi fyrir þá sem stunduðu hann við skólann.  Þegar ég kom vissi ég varla hvað orðið þýddi og ég geri ráð fyrir að ekki allir íslendingar hafi hugleitt hversu skaðlegur ritstuldur er.

Ritstuldur heitir "Plagiarism" á ensku: 

Within academia, plagiarism by students, professors, or researchers is considered academic dishonesty or academic fraud and offenders are subject to academic censure. In journalism, plagiarism is considered a breach of journalistic ethics, and reporters caught plagiarizing typically face disciplinary measures ranging from suspension to termination. Some individuals caught plagiarizing in academic or journalistic contexts claim that they plagiarized unintentionally, by failing to include quotations or give the appropriate citation.

 

Hér er meira um ritstuld: 

Cheating in academia has a host of effects on students, on teachers, on individual schools, and on the educational system itself.

Academic dishonesty also creates problems for teachers. In economic terms, cheating causes an underproduction of knowledge, where the professor's job is to produce knowledge.[59] Moreover, a case of cheating often will cause emotional distress to faculty members, many considering it to be a personal slight against them or a violation of their trust. Dealing with academic misconduct is often one of the worst parts of a career in education, one survey claiming that 77% of academics agreed with the statement "dealing with a cheating student is one of the most onerous aspects of the job."[60]

Academic misconduct can also have an effect on a college's reputation, one of the most important assets of any school. An institution plagued by cheating scandals may become less attractive to potential donors and students and especially prospective employers. Alternately, schools with low levels of academic dishonesty can use their reputation to attract students and employers.

Ultimately, academic dishonesty undermines the academic world. It interferes with the basic mission of education, the transfer of knowledge, by allowing students to get by without having to master the knowledge.[61] Furthermore, academic dishonesty creates an atmosphere that is not conducive to the learning process, which affects honest students as well.[62] When honest students see cheaters escape detection, it can discourage student morale, as they see the rewards for their work cheapened. Cheating also undermines academia when students steal ideas. Ideas are a professional author's "capital and identity", and if a person's ideas are stolen it retards the pursuit of knowledge.[63]

 

Þökk sé "copy og paste" er ég búinn að skrifa heila blogg grein á fjórum mínútum, en ég ætla ekki að eigna mér textann.  Góðar stundir. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband