Færsluflokkur: Neytendamál

Kennslubækur eru líka bækur

Þær eru ófáar stundirnar þegar ég hef setið með syni mínum og reynt að komast í gegnum óskiljanlegar málsgreinar í íslenskum kennslubókum. Oftast er skilningsleysið tilkomið af því notað er íslenskt nýyrði sem er ekki skilgreint í textanum áður en það er notað. Enska þýðingu vantar í sviga svo ekki er hægt að fara á Wikipedia til að fræðast, og svo vantar atriðisorðaskrá í bókina svo fyrsta tilvitnun í orðið er illfinnanleg ef hún skyldi vera til staðar í bókinni.

Framan á íslenskum kennsluheftum er yfirleitt tilgreindur einn höfundur, en enginn var ritstjórinn. Enginn sem þakkað er fyrir að hafa lesið heftið yfir og komið með ábendingar. Fyrir vikið eru gæðin á þessum bókum á við sæmilega skrifaðar blogg-greinar.

Má ég leggja til að til kennsluhefta/bóka séu gerðar lágmarkskröfur, eins og að þær hafi verið "editeraðar" af einhverjum öðrum en höfundi, og að í þeim sé atriðisorðaskrá sem er nothæf.

Svo leyfi ég mér að segja að engum sé gerður greiði með sumum nýyrðunum, sem hvergi koma fyrir í bók, fyrr eða eftir kennslubókina - hugsanlega bjó kennarinn til nýyrðin um leið og hann skrifaði hana.

PS: Síðast þegar ég lenti í þessu, var um að ræða kafla sem hetir "Ummyndun í jarðvegi" og byrjar á að segja hvar ummyndun í jarðvegi sé helst að finna á Íslandi, en aldrei hvað hún er.


mbl.is Bylting í danska skólakerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til sölu - notað

Ég ákvað að auglýsa til sölu tvær ferðatölvur og skjávarpa, og kíkti á netið til að reyna að gera mér hugmynd um hvar best væri að auglýsa.

Það kom á óvart að umferðin af auglýsingum er ekki hjá Mbl, DV, Fréttablaði, heldur er hún á sérvefjum:

Hins vegar:

Þetta er merkilegt, því í öðrum löndum sem ég hef búið voru öflugir aðilar með kaup og sölu á notuðum vörum.

  • Í Danmörku var það "Den Blaa Avis" (www.dba.dk)
  • Í  North Carolina var sérblað sem heitir "The Village Advocate" sem átti allan smá auglýsinga markaðinn fyrir bæinn ásamt  "Craig's list" (http://craigslist.org)
  • Svo var E-bay á landsvísu.

 

Ég er hálf hissa að ekkert blaðanna skuli hafa unnið yfir þennan markað og að hann skuli verða svon a "underground" í eðli sínu.   Ég álykta að það sé ekkert upp úr þessu að hafa og að þetta sé best gert í hálfgerðri sjálfboðavinnu.

Ég myndi samt vilja sjá vefsíðu sem bendir á hvaða vefir eru góðir fyrir mismunandi vörutegundir, og svo vil ég spyrja lesendur hvort þeir vita um góða vefi aðra en ég hef nefnt?

 

 


2 fyrir 1 - ef þú verzlar ekki við Íslendinga

Ég kíkti á heimasíðu EJS.  Dell Inspiron ferðatölva með 15" skjá kostar þar 149.900 kr.

http://ejs.is/Pages/970/itemno/TV-INSP15%252312-RED

Windows 7 er ekki innifalið, heldur Windows Vista (sem ætti ekki að vera til sölu lengur, það er úrelt og óvinsælt).  Windows 7 kostar 16.100 í viðbót, svo tölvan kostar þá 166 þúsund.

Svo kíkti ég á Dell í Bandaríkjunum.  Sama tölva þar kostar núna 699$.  Miðað við núverandi gengi 128kr/$ gerir það 88.773 kr.  Windows 7 er innifalið í því verði.

http://www.dell.com/us/en/home/notebooks/laptop-inspiron-1545/pd.aspx?refid=laptop-inspiron-1545&cs=19&s=dhs

Það má því kaupa tvær tölvur á verði einnar ef verslað er í Bandaríkjunum.  Reyndar eru tölvurnar ekki eins, ég valdi dýrustu tölvuna í Bandaríkjunum sem er betur útbúin en sú íslenska.

 

8GB iPod kostar nú 39.995 kr. í Elko en 139.99$ á Amazon sem gerir 17.918 kr.

Það má því kaupa meira en 2 iPod á verði eins í Bandaríkjunum.

 

Ég tek þessi tvö dæmi af því þetta eru algengar vörur, sem hreyfast mikið.  Það ætti að vera samkeppni um að flytja inn en samt virðist vera þegjandi samkomulag um að leggja 100% á þær.

Þetta er svipuð álagning og var fyrir hrun, sýnist mér.  100% er "eðlileg álagning" á Íslandi (en ekki annars staðar).  EJS og Elko eru ekki verri en aðrar verzlanir að þessu leyti.

Það er ekki náttúrulögmál að álagning sé svona há.  Flutningskostnaðurinn útskýrir ekki muninn.  Grænn pipar kostar 300 kr kílóið svo það kostar ekki meira en 300 krónur að flytja eitt kíló inn af einhverju.

 

Ég panta ekki sjálfur á netinu vegna þess að landið er svo lokað.  Ég útiloka möguleikann fyrirfram af því ég nenni ekki að berjast við tollinn og tiktúrurnar í honum. 

Þótt ég flytti tölvuna inn sjálfur myndi ég lenda aftur í kjaftinum á tollinum ef hún bilaði og ég þyrfti að fylla út skýrslur til að koma henni í viðgerð.

Verslunareigendur vita þetta og haga álagningu samkvæmt því.

Ef hægt væri að liðka fyrir innflutningi með póstverslun held ég að vöruverð á Íslandi myndi lækka.  Hún myndi veita heildsölum og smásölum aðhald sem þeir fá alls ekki í dag.

 

 


Kartöflumjöl í skyri - er það framtíðin?

Þetta bréf sendi ég til ms@ms.is áðan:


Við keyptum KEA skyr í Bónus í morgun, og vorum sammála um að það væri óætt.  Áferðin á því var eins og sandur.  Ég las utan á dolluna og sá að þið eruð farin að setja kartöflumjöl í skyrið.

Það er fyrir neðan allar hellur að setja algerlega óviðkomandi bætiefni í það sem var frekar hrein íslensk landbúnaðar afurð.

Ég hélt að KEA skyr væri framleitt af KEA á norðurlandi en sé nú að MS og  KEA eru nú sama skyrið.  Ég vildi að ég gæti farið til keppinautarins, en þar sem hann er ekki til erum við hætt að kaupa skyr.

Ég vona að þið sjáið að ykkur og sendið mér svarbréf um að þið ætlið að hætta þessu.


Með virðingu,

Kári Harðarson


Grunsamlegar verðhækkanir

Mannbroddar eða hálkugormar frá Yaktrax kostuðu 2.032 krónur í desember 2007. 

Þeir kosta 19$ á Amazon.  Á genginu 2007 voru það 1.235 krónur.

Miðað við gengið í dag eru það  2.432 krónur.

Þeir kosta 7.000 krónur núna, bæði í Útilíf og Afreksvörum svo innflytjandinn er sennilega búinn að hækka þessa vöru til útsöluaðila.

Álagningin finnst mér grunsamleg.  Hún hefur ekki tvöfaldast eins og dollarinn, heldur meir en þrefaldast.

yaktrax.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mig vantaði gírkeðju, ég fór í Borgarhjól á Hverfisgötu og fékk hana á 1.500 krónur.  Svo sneri ég við því hulsuna vantaði, hún átti þá líka að kosta 1.500 krónur.  Ég skilaði keðjunni og fór í Örninn.  Þar fékk ég bæði gírkeðju og hulsu fyrir 200 krónur.  

sturmeychain.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Þegar góð fyrirtæki tapa áttum.

Ég hef rakað mig með Gillette rakvélum síðan ég man eftir mér. Gamla skaftið var úr málmi, ég átti það í mörg ár og keypti bara ný rakvélarblöð en sá að þau urðu áberandi dýrari með árunum.

Nýlega hættu blöð að fást í gamla skaftið svo ég keypti nýtt skaft. Það var forljótt og líktist meira einhverju úr morgunkornspakka, eða Legokassa en ég lét mig hafa það af því ég treysti Gillette.  Inní því var titrari og Duracell batterí, þetta átti að gera raksturinn betri.


gillette_m3_power.gif

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nokkrum mánuðum síðar brotnaði skaftið í tvennt. Það var úr plasti og holt að innan. Þarna er þá kominn þessi "Planned Obsolence" sem er svo mikið í tísku nú á dögum, ekkert má endast.

Ég raka mig nú með hálft skaftbrot og lít í kringum mig eftir nýrri rakvél. Gillette er með aðra nýja rakvél.  Rakvélarblöðin kosta eins og brennivín og ég efast um að skaftið sé endingarbetra.


fusion.jpg

 

 

 

 

 

 

Rakvélarblöðin hjá Gillette verða dýrari og dýrari.  Eftir margra ára forystu á markaði er Gillette loksins að missa markaðshlutdeild því neytendur eru farnir að átta sig á því að fyrirtækið er að blóðmjólka þá.  Sjá grein hér.

Fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, Jim Kilts seldi það árið 2005 til Procter & Gamble fyrir 57 milljarða dollara og hætti sjálfur með fúlgur fjár.  (Sama fyrirtæki selur Braun, Oral-B og Duracell).  Það virðist vera yfirlýst stefna núna hjá þeim að vera með dýrar og mikið auglýstar vörur. 

Fjöldaframleiðsla er frekar þekkt verkefni núna á 21. öldinni.  Rakvélarblað ætti að kosta álíka mikið og ró og bolti út í Brynju, svona 70 kr. stykkið.  Gillette blöðin kosta nú 440 kr. stykkið í Bandaríkjunum og 700 kr. hér.  Þetta er því ekki bara íslenskt okur aldrei þessu vant því framleiðslukostnaður er um 8 cent stykkið fyrir Gillette.

Ég veit að rakvélarblöð eru ekki stærsti kostnaðarliðurinn á heimilinu en mér líkar samt ekki að láta hafa mig að fífli.

Ég ætla því að leita að rakvél sem endist betur, kostar minna og lítur ekki svona fíflalega út inná baðinu.

merkur_39c.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

PS:  Ég sá að Dr. Gunni hefur skrifað um þetta sama efni.

Beint frá býli

Ég rakst á þessa frétt og varð spenntur:

Á Seljavöllum er nú hægt að kaupa nautakjöt beint frá bónda. Þau hjónin Eiríkur Egilsson og Elín Oddleifsdóttir hafa innréttað litla kjötvinnslu heimafyrir. Nautunum er slátrað í sláturhúsi Norðlenska á Höfn, en síðan taka þau kjötið heim og það er látið hanga í kæli í u.þ.b 2 vikur til að það meyrni.

Kjötið selja þau síðan úrbeinað, fullsnyrt og pakkað í heilum, hálfum og ¼ hluta skrokks. ¼ hluti úr skrokk er að gefa u.þ.b 30 – 40 kg af beinlausu kjöti sem selt er á 1400 kr /kg sama kílóverð jafnt fyrir t.d fille, gúllas og hakk. Þetta ætti því að vera töluverð búbót fyrir neytendur, en jafnframt segja þau mikinn kost að fólk getur verið öruggt með að þetta er 100 % kjöt sem engu er blandað saman við, en það mun vera algengt að það hakk sem er á boðstólnum í verslunum sé blandað ýmsum aukaefnum til að gera kjötið þyngra.

Getur einhver miðlað af reynslu sinni með innkaup?

 bugs_bull1.jpg


Veljum íslenskt & verum frumkvöðlar (ef við getum)

Kunningi minn breskur var að stofna lítið fyrirtæki hér í Reykjavík (sem gárungarnir kalla víst Krísuvík núna).  Fyrirtækið gerir upp og selur handsmíðuð reiðhjól.

Hann þurfti að gráta á öxlina á mér og ropa einum súrum ropa.  Hann hafði ætlað að nálgast ósköp venjulegan trékassa sem hann hafði skilið eftir heima hjá sér í Bretlandi, kassinn innihélt varahluti í reiðhjól, keðjur, gíra og fleira smálegt.  Það lítur út fyrir að hann verði að vera án kassans, því í fyrsta lagi átti innflutningurinn að kosta 50 þúsund kall samkvæmt skipafélaginu hér, og svo er allt of mikil vinna að koma svona blandi í poka í gegnum tollinn.  Hann hafði bara ætlað að póstsenda einn kassa en þetta varð að stórmáli.  Hann virðist þurfa að eyða vinnuviku og arði mánaðarins til þess.

Hann segist vera farinn að skilja hvers vegna allt er svona dýrt hér.  Hann var alvarlega að hugsa um að fara til Bretlands og koma aftur með kassann í ferðatösku af því það yrði fljótlegra og ódýrara.  Hvernig eiga menn að stofna fyrirtæki þegar Ísland hagar sér eins og Norður Kórea í þessum málaflokki?  Ég hvatti hann til að skrifa grein og útskýra fyrir íslendingum muninn á Íslandi og því sem hann er vanur.

Ég held að svona sandur í tannhjól atvinnulífsins sé gífurlega letjandi og láti marga íslendinga gefast upp fyrirfram.  Þeir vita betur en að reyna, eru bara vanir þessu.  (Þessi einangrun er reyndar aðal ástæðan fyrir því að ég vil ganga í ESB).

Á tyllidögum nefna menn alltaf "frábær fyrirtæki eins og Össur, Marel og CCP".  Af hverju eru fyrirtækin í setningunni alltaf þau sömu, og alltaf bara þrjú?

 

Hér eru nokkrar hugmyndir sem ég vil skjalfesta fyrst ég er byrjaður að skrifa um vöruþróun.

---------------------

Næringarfræðingur sagði mér að íslendingar flytja inn eggjahvítu (prótein) fyrir milljónir í formi alls konar dufts (herbalife, orkudrykkir o.s.frv.) en mjólkursamsalan hendir undanrennudufti sem er ekkert nema prótein.  Synd ef satt.  Ég hef reynt að kaupa stamp með undanrennudufti til að nota sem prótein viðbót í "Boozt" shake, en duftið leysist illa upp og er ekki gott á bragðið.  Þarna vantar kannski vöruþróun?

 pgnc1-4243556dt.jpg    7505.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

---------------------

Ég lýsi líka eftir hörðum íslenskum osti.  Ég kaupi ítalskan Parmesan en myndi frekar vilja íslenskan. Sá ítalski er væntanlega á okurverði hér af því hann er ofurtollaður til að verja íslenska Parmesaninn?

Spaghetti er ekki að fara neitt og fólk setur parmesan ofan á það svo markaður fyrir harðan ost er frekar öruggur.

---------------------

Meðan ég bjó í Frakklandi keypti ég oft súpur í fernum.  Hér fást súpur bara sem innflutt duft eða niðursuðuvara, og úrvalið er ekki gott.  Ég lýsi hér með eftir ferskum súpum úr íslenskum hráefnum.

krakus_zupy_soups_red_borscht_sour_soup_zur_zurek_white_borscht_tomato_soup_pomidorowa_49105313.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

---------------------

Getum við búið til rúmdýnur úr íslenskri ull?  Bandaríkjamenn virðast geta sofið á henni.  Dýnan á myndinni er úr ull.

wool_mattress.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég spurði mann hvort rúmdýnur úr stálgormum væru ekki það fínasta fína?  Hann sagði að Bandaríkjamenn hefðu fundið upp á því að nota stál í rúmdýnur af því þeir væru stáliðnaðarþjóð.  Þeir búa til bíla úr stáli þótt það sé níðþúngt og láti bílana eyða allt of miklu, þeir gera meira að segja skrifborð úr stáli.  "Fínustu dýnurnar eru úr ull og svampi en hann er bara dýrari en stálið".  Svo mörg voru þau orð.  Kannski erum við eskimóar að kaupa ísskápa þarna.

---------------------

Í lokin er vöruþróun sem ég er ánægður með: Kötturinn okkar er hrifinn af íslenskum kattamat.  Hann fæst bara í Bónus. katttamatur_001.jpg


NÚ ER ÉG HNEYKSLAÐUR!

Ég pantaði tíma eftir hádegi í dag hjá rakarastofunni Laugavegi 178.

Svo hringdi ég aftur og spurði:  "Hvað kostar herraklipping?"

"Það fer nú eftir ýmsu" var svarið.

"Ég meina bara venjulega herraklippingu, snyrta" sagði ég.

"Það er svo breytilegt."

"Eruð þið ekki  með neina verðskrá?"

"Ég má ekki vera að því að ræða einhverja verðskrár greinargerð við þig í símann, vertu blessaður!"

Maður inn á rakarastofunni skellti á mig!

Ég tek fram að þetta er stofan sem ég var vanur að fara á.  Ekki lengur.

 

 

PS: Ég gúglaði þessa stofu og fékk þessa síðu:

http://www.malefnin.com/ib/lofiversion/index.php/t93987.html

Ég dreg þá ályktun að eigandinn hafi lent í útistöðum við kúnna áður og ruglað mér saman við einn af þeim sem áttu eitthvað sökótt við hann.

 


Am I boring you?

Ég á hleðsluborvél frá Black & Decker.  Rafhlaðan var orðin slöpp og ég ætlaði að fá nýja í Byko.  Þeir sögðust ekki selja slíkar, betra væri að kaupa nýja borvél því rafhlöður væru í svo óhagstæðum tollflokki. 

Ný borvél með tveim rafhlöðum væri ódýrari en ein ný rafhlaða því fyrri varan lendir í tollflokki með verkfærum, líka rafhlöðurnar sem fylgja.

Höfum við efni á að henda stríheilum borvélum?

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband