Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

LifeWave orkuplástrarnir sívinsælu!

Á sama tíma og Ísland er í sárum eftir stærsta pýramídasvindl seinni tíma (fasteignabóluna) eru menn og konur að selja Lifewave orkuplástra í kaffiboðum víðs vegar um Reykjavík.
ee_box.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

Eitt er víst að það fæðast nógu margir heimskingjar á hverri mínútu til að vega upp þá sem vitkast eitthvað.

Lifewave plástrar innihalda ekki neitt og þess vegna getur lyfjaeftirlitið ekki amast við þeim, þeir ná einfaldlega ekki inn fyrir þeirra verksvið.

Skýringin á virkni plástranna hefur eitthvað með nanóefni og orkusvæði að gera.  Fyrir nokkrum árum hefði það heitið rafsegulbylgjur og heilunarreiki og þar áður snákaolía.
snake-oil.png

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fyrirtæki eins og LifeWave eru í sama flokki og ruslpóstur.  Þau geta þrifist af því það er of mikil vinna að lögsækja alla svindlarana.  Það má segja um þessa plástra að þeir séu skattur á heimskingja, rétt eins og happdrætti er skattur á þá sem kunna ekki stærðfræði  (ég tek fram að þeir sem kaupa miða til að styðja góðan málstað fá alla mína virðingu og eru ekki teknir með í þennan sleggjudóm).

Hér er mynd af 499$ Ethernet snúru sem þarf að snúa í rétta átt til að "hámarka orkuflæðið".  Hún er frá ekki ómerkari framleiðanda en Denon.  Fyrir þá sem ekki vita það eru 0 og 1 sömu gildin sama hvaða snúra er notuð...

denonsnura.gif

 

 

 

 

 

 

 

 

Henni er lýst með þessum óborganlega texta:  The AK-DL1 will bring out all the nuances in digital audio reproduction from any of our Denon DVD players...   Additionally, signal directional markings are provided for optimum signal transfer.

Kaupið frekar 800 krónu snúru hjá Örtækni og styðjið góðan málstað.


Brilljant

Prófið þessa vefsíðu: http://apps.datamarket.net/fjarlog/

Forritið birtir mynd eins og þessa.  Smellið á súlurnar og sjáið í hvað peningarnir okkar fara.

capture.png

 

 

 

 

 

 

 

 


Hefur þú séð þetta hjól?

 Tómas Ponzi vinur minn lenti í að missa hjólið sitt í síðustu viku:

n659582242_1377177_4046.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er svart og af tegundinni "Centurion" (Hundraðshöfðingi) sem er orðið frekar sjaldgæft svo það er auðvelt að bera kennsl á það.

Ef þú hefur séð það liggjandi í reiðileysi, hafðu þá samband við mig í síma 862 9108.

 


Sumarmorgunn á vestfjörðum

p6270003.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég ætlaði að blogga um hann Davíð en kom mér ekki að því, hann er svo aumkunarverður á endasprettinum.  Set bara inn sumarmyndir í staðinn.

p6300079.jpg


Halldór regnbogabarn?

Hér er skilgreining á einelti samkvæmt heimasíðu Regnbogabarna:

“Einelti er skilgreint sem  endurtekin eða viðstöðulaust áreyti/ valdbeiting, munnleg,  sálfræðileg eða líkamleg, framkvæmdar af einstaklingi eða hóp einstaklinga sem beita sér gegn annarri manneskju eða hóp einstaklinga gegn þeirra vilja.”

Dan Olweus skilgreinir einelti þannig að  það sé einstaklingur sem lendir reglulega og yfir ákveðið tímabil í neikvæðu áreiti af hendi eins eða fleiri.?Roland telur einelti vera langa og kerfisbundna notkun ofbeldis, andlegs eða líkamlegs, gagnvart einstaklingi sem ekki getur varið sig í aðstæðunum. Bjorkquist og fleiri segja einelti vera ákveðna tegund ýgi/árásargirni sem sé í raun félagsleg.?

Pikas heldur því fram að nauðsynlegt viðmið til að meta einelti sé að það sé neikvæð hegðun frá tveimur eða fleiri einstaklingum gagnvart einum einstaklingi eða hópi. ?

Besag segir að í Bretlandi sé það talið einelti þegar einn einstaklingur ræðst á einhvern hátt gegn einum einstaklingi, hópi eða hópur ræðst gegn hópi eða hópur gegn einstaklingi.

Það er til dæmis einelti þegar eitthvað af eftirfarandi er framkvæmt.

- Uppnefningar og baktal
- Sögur gerðar til að koma öðrum í vandræði
- Telja fólki frá því að spjalla eða vingast við ákveðna einstaklinga
- Þegar gert er grín af öðrum vegna útlits eða þyngdar
- Hæðst af menningu, trú eða húðlit eintaklings
- Hæðst af fötlum eða heilsuleysi
- Þegar ákveðnir einstaklingar fá ekki að vera með í leikjum
- Gert grín ítrekað af einstakling sem tekur því nærri sér
- Illkvittin sms eða netpóstur
- Þegar neitað er að vinna með ákveðnum einstaklingum í skólanum
- Eigur annara eyðilagðar
- Líkamlegar meiðingar, sparkað, slegið, hrækt eða fellt einstakling
 

 

Mér sýnist þessi skilgreining vera svo víð að Halldór og félagar geta alveg kvartað undan einelti.

Það verður þá svo að vera.  Með sömu rökum hefði Hitler getað kvartað undan einelti í lokin.

 

 


mbl.is Yfirlýsingar jaðra við einelti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig bakar maður svona brauð?

Ég veit fátt betra en alvöru franskt "Baguette".  Ég tók mynd af einu slíku í haust því ég vildi geta spurt sérfræðinga á netinu hvernig maður bakar brauð þannig.

Sjáið þessi tvö brauð á myndinni:

img_0835.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Efra brauðið er venjuleg "Baguette" eins og íslenskur bakari myndi selja.  Áferðin er eins og í venjulegu franskbrauði eða köku.

Neðra brauðið er alvöru franskt "Baguette".  Loftgötin eru miklu stærri og óreglueg, og brauðið sjálft er miklu seigara, maður þarf að tyggja það betur.

Nú spyr ég:  Hvernig fer maður að því að fá þessa sérstöku frönsku áferð á brauðið?

Ég læt tvær myndir meðfylgja fyrst ég er farinn að róta í myndum frá í Frakklandi.  Sú fyrri er bara tekin eftir innkaupaferð:

img_0693.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sú seinni er tekin nú á gamlárskvöld:

img_1179.jpg

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband