Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Gamalt fólk í nýjum bílum

Ég hjólaði á opnun landsfundar sjálfstæðisflokksins og settist á efri svalirnar til að hlusta á opnunarræðu Geirs Haarde.  Ræðan var ágæt og stemningin í höllinni var góð, Geir fékk dynjandi klapp.

Ég mætti af því það var opið hús -- ég er sjálfur ekki skráður í flokkinn, vildi bara finna stemninguna á eigin skinni.

Það sló mig að allt svæðið fyrir utan höllina var þakið fínum bílum, allt frá VW Touareg og Land Cruiser og upp úr.  Inni var meðalaldur frekar hár.  Þetta minnti mig á nafn dönsku bíómyndarinnar "Gamle mænd i nye biler".  Hvað getur flokkurinn gert til að lækka aldurinn á landsfundinum -- ætti hann að reyna að lækka hann?

Ég er ekki að tala um sjálfa frambjóðendurna, heldur fólkið sem sat úti í sal.   Ef frá eru taldir nokkrir vatnsgreiddir SUSarar voru næsta fáir sem voru ekki með grásprengt hár.  Er þetta rugl í mér?  Yfirsást mér hópur af ungu fólki þarna?

 


Hvers konar iðrun?

Í guðsspeki er til tvenns konar iðrun.  Annars vegar sú sem er kölluð á ensku "Contrition", sem er einlæg iðrun, hatur á syndinni, vilji til að syndga ekki framar.

Hins vegar "Attrition" eða þrælsótti, að þora ekki að syndga vegna ótta við afleiðingarnar, vítisvist (eða lélega útreið í kosningum).

Spyr sá sem ekki veit:  Hvers eðlis er iðrun sjálfstæðisflokksins í dag?  Þori ég að kjósa hann næst, trúa því að "hann sé búinn í meðferð" eins og Ómar Ragnarsson komst að orði.

 


mbl.is „Flokkurinn þoli stór orð"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband