Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Litla prumpueyjan

Hér er saga, hugguleg kvöldlesning fyrir yngstu kynslóðina sem kemur henni lauslega inn í þjóðmálin á Íslandi án þess að hún fái of miklar martraðir.

Sagan er í anda Thorbjörn Egner og endar vel eins og ævintýri eiga að gera.  Vonandi gerir okkar saga það líka.


Hvers eðlis eru peningar?

Einhvern tímann á 19.öld stofnuðu nokkrir starfsmenn bandaríkjaþings barnapössunarfélag fyrir sjálfa sig.  Það voru gefnar út ávísanir í upphafi sem allir fengu jafn mikið af.  Ein ávísun gilti fyrir eina pössun.  Sá sem passaði fyrir einhvern annan gat svo notað ávísunina seinna til að borga fyrir barnapössun sinna barna.  Allir byrjuðu því með sama "pening".

Það sem gerðist, var að sumir voru alltaf að passa börn, en aðrir voru alltaf að láta passa fyrir sig.  Þeir sem voru búnir með ávísanirnar sínar gátu ekki látið passa meira fyrir sig, en þeir gátu ekki heldur passað fyrir þá sem höfðu eignast allar ávísanirnar því þeir voru svo mikið heima á kvöldin og þurftu bara ekki pössun.  Barnapössunarhagkerfið botnfraus.

Það var leyst úr þessu með því að prenta nýjar ávísarnir og dreifa þeim jafnt á alla meðlimina í félaginu, bæði þá sem voru búnir með sínar, en líka þá sem áttu fullt af þeim.  Þegar kerfið stoppaði aftur voru prentaðar ennþá fleiri ávísanir.  Meira og meira af þessum miðum komst í umferð.  Það virtist samt ekki vera skaðlegt.

---------------------

Svona í hnotskurn virkar hagkerfið líka.  Ef eignamenn vilja ekkert kaupa af fátækara fólki, vilja ekki byggja brýr og breiðgötur eða kaupa flatskjái þá verður vesen því engin ný verkefni verða til fyrir fólk að vinna við og kreppa byrjar.

Í gamla daga leysti ríkið vandann með því að prenta seðla, en  í stað þess að láta alla í samfélaginu hafa jafn mikið af nýju seðlunum, notaði ríkið þá sjálft til að kaupa nýja skóla og vegi af verktökum sem gátu borgað með þeim laun og keypt hráefni.   Seðlarnir sem ríka fólkið hafði sankað að sér og vildi ekki nota í neitt misstu við þetta verðmæti, það köllum við verðbólgu

Verðbólgan var ekki sanngjörn gagnvart þeim sem áttu pening, eigur þeirra hjöðnuðu.  En er ekki staðreynd að þeir sem eiga eitthvað verða að eyða því?  Ef þú liggur á peningunum ertu hættur að spila spilið.  Má það?

Seinna hætti ríkið sjálft að vasast í þessari seðlaprentun og gaf bönkunum þess í stað leyfi til að prenta peninga og lána þá. Það hlýtur að vera gott að geta með einu pennastriki í bókhaldi bankans búið til innistæðu í reikningi, lánað hana svo út og heimtað vexti í þokkabót á peninga sem maður vann sér aldrei inn.

Bankar hafa bindiskyldu.  (þess vegna eru allir bankamenn svona klæddir :).    Ef bindiskyldan er lág, geta bankarnir lánað peninga sem þeir fengu sjálfir lánaða, rétt eins og ef þeir ættu þá og þyrftu ekki að passa þá fyrir innlánseigendur. 

Bankar sem fá leyfi til að prenta peninga verða sjálfkrafa rosalega ríkir, og með ríkidæminu er hægt að kaupa völd.  Ef einhverjum líkar ekki þetta peningaprentleyfi bankanna er ekki víst að þeirra rödd fái að hljóma skírt í fjölmiðlum sem flestir eru mjög háðir bönkum, beint eða óbeint.   ójæja...

Ég skil að ríkið skuli halda áfram að prenta "barnapössunarávísanir" en ég hef aldrei skilið hvers vegna bankar fá að gera það.  Ef ríkið notar nýju peningana til að byggja brýr og vegi fara þeir þó amk. til að styðja góð málefni.

Mér finnst svo arfavitlaust að bankar megi prenta peninga, að ég hallast að því að þetta sé samsæri ríkra manna til að stjórna bak við tjöldin.  Það er spurning hvort við viljum leyfa þetta í "nýja Íslandi".  Eigum við ekki að leyfa ríkinu að sjá um peningaprentun?

 

 

PS: Auðvitað verða bankar að lána peninga sem aðrir hafa lánað þeim.  En Davíð svo gott sem afnam bindiskylduna, það er það sem ég var aldrei sáttur við.

 


Góður púnktur

Hermann Guðmundsson skrifar:

Ég hef stundum undrað mig á því að þegar maður fer í kjörbúð og stendur við kjötborðið, koma stundum þrautreyndar húsmæður og fara að spyrja 18 ára gamlan afgreiðslumann að þvi hvort að eldunartíminn á kjötinu eigi að vera styttri eða lengri. Það eitt að standa fyrir innan borðið í slopp gefur greinilega ákveðinn trúverðugleika. Það er mér alla vega augljóst að húsmóðirin er sá sem er með reynsluna og alla áhættuna í þessu samtali.

Greinin í heild sinni er hér.

Hann spyr líka:  Hvernig stendur á því að fjölmargir vel upplýstir einstaklingar gátu blindast jafn rækilega og raun ber vitni í velgengni síðustu ára?

Ég hlakka til þegar við megum vera að því að ræða þetta betur.  Var þetta æskudýrkun, voru einkennisbúningar bankamanna, jakkafötin, eins og fallegir hermannabúningar?  Var bara svona þægilegt að halda með sigurvegurunum?  Erum við skrúfuð saman eins og Þjóðverjar í seinni heimstyrjöldinni?

Vonskan í heiminum birtist í því þegar hugsandi fólk hefst ekki að.  Sumir treysta öðrum þegar þeir ættu að vita betur.  Aðrir vita að þeir vita betur en segja samt ekkert.  Það var þægilegra að láta bjóða sér í veislurnar.

Ég tel að hverjum hugsandi manni hafi mátt vera ljóst hvert stefndi fyrir hrun, og ég er orðinn leiður á að hlusta á þá sem segja að hrunið og Icesave sé ekki þeim að kenna og að þeir eigi ekki að borga.

Íslendingar þurfa að borga Icesave af því þeir kusu Davíð sem lagði niður þjóðhagsstofnun, lét Björgólf hafa Landsbankann, hækkaði ekki bindiskylduna heldur lagði hana niður!, hélt vöxtum háum, hafðist ekki að þegar hann vissi sennilega hvert stefndi.  Ég gleymi ekki deginum þegar ég frétti að Landbankinn í Bretlandi hefði ennþá verið íslenskur banki.   Hvílík handvömm!  Var það ekki starf Davíðs að tryggja að svo væri ekki?

Á meðan einhver hrópar ennþá "ekki okkur að kenna, við borgum ekki" er ennþá hægt að lifa í blekkingu, að við höfum ekki gert neitt rangt, að ekkert sé okkur eða Davíð að kenna.   Því tímabili fer bráðum að ljúka.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband