Bensín eða rafmagn?

Toyota Prius bíllinn er farinn að sjást á götum hér. Hann er
rafmagnsbíll að hluta til, því í honum eru bæði bensínvél og
rafmagnsmótor sem samanlagt gera bílinn sæmilega sprækann og
eyðslugrannan.

Priusinn er ekki hægt að setja í hleðslu.  Honum er eingöngu ætlað að
ganga fyrir bensíni og því eru rafgeymar bílsins hlaðnir af
bensínmótornum þegar hann er í gangi.

Chevrolet Volt bíllinn er væntanlegur.  Hann gengur skrefinu lengra en
Prius því dekkjunum er eingöngu snúið með rafmagni.  Bíllinn þarf því
ekki gírkassa og mismunadrif. Í honum er bensínljósavél sem getur
hlaðið geymana á langkeyrslu - en hún er ekki alltaf nauðsynleg því
það er hægt að stinga bílnum í hleðslu. Eftir sex tíma er hægt að
keyra 64 km áður en kveikja þarf á ljósavélinni.


Sú fjarlægð dugir langflestum reykjvíkingum til að þurfa ekki bensín
nema þegar þeir bregða sér úr bænum.

Þessi bíll ætti að henta vel fyrir íslenskar aðstæður.  Ég bíð
spenntur eftir jeppaútfærslu, þvi fjórir rafmagnsmótorar eru góð
uppskrift að léttum fjórhjóladrifsbíl. 

Eins og stendur verður bíllinn fokdýr útaf rafhlöðunum (og hann er
ljótur) en vonandi stendur bæði til bóta.

Grein um Volt bílinn

Ef ameríkanar eru tilbúnir að skipta yfir í rafmagn, þá ættu
íslendingar miklu frekar að vera það, því hér er jú bensínið dýrt og
rafmagnið ódýrt miðað við Bandaríkin eða hvað?

Ég komst að því mér til mikilla vonbrigða að verð á Kílówattstund til
heimila hér er miklu hærra en í Bandaríkjunum, þótt við þurfum ekki að
búa til rafmagn með olíu eins og Bandaríkjamenn gera.  Ef
raforkuframleiðslan er ódýr hér, þá sé ég engin merki þess.

Ef við viljum verða í fararbroddi í umhverfismálum í framtíðinni þá
ættum við að búa í haginn fyrir meiri og ódýrari raforkusölu til
heimila.  Við skulum ekki selja alla orkuna sem við getum framleitt
fyrirfram til álvera á undirverði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband