Íbúðin mín er eins og bíll...


Ég velti stundum fyrir mér hvað fólk kaupir mikið af aukahlutum þegar
það kaupir bíl en fær sér enga fyrir íbúðina.

Bíllinn er keyptur með rafmagnshita í sætum, sjálfvirkum vinnukonum
með regnskynjara, rafmagnsrúðum, leðursætum, rúðupissi, rafmagns
hliðarspeglum og þjófavörn og fleiru og fleiru.

Íbúðir gætu verið með fjarstýrðri samlæsingu, einum taka sem slekkur /
kveikir á öllum ljósunum, rafmagnsgardínum, gluggum sem hægt er að
opna og loka með fjarstýringu, hituðum leðursófa í stofunni og
innbyggðum steríógræjum í vegg í öllum herbergjum.

Innbyggt þjófavarnakerfi og brunaboði sem slekkur á eldavélinni og
lokar öllum hurðum ef hann finnur brunalykt gæti sparað 40 milljónir á
einu bretti.

Heima hjá okkur eru rafmagnsstýrðar gardínur frá Sólar gluggatjöldum
(get mælt með þeim). Þær kostuðu næstum ekkert meira en þessar
venjulegu með böndunum en samt furða allir gestir sig á þessari
merkilegu nýung þótt þeir eigi bíl með öllum aukahlutum.

Bíllinn endist bara í nokkur ár.  Góð leðurhúsgögn fara á haugana
þegar bílnum er hent.  Íbúðir endast miklu lengur en bílar svo hvaðan
kom þessi þessi naumhyggja allt í einu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband