Háskerpusjónvarp

Ég er mikill unnandi náttúrulífsmynda og hef verið það síðan
Jón O. Edwald talaði inn á þær í gamla daga.

Ég kem mér því vel fyrir þegar BBC þættirnir "Planet Earth" koma
á skjáinn á mánudögum.

Ég sé á vefnum, að þættirnir eru teknir upp í háskerpu (HDTV)
enda ætlaðir fyrir nýju sjónvarpstækin sem landsmenn hafa
sumir verið að kaupa.

Þetta er í fyrsta skipti sem mig langar að sjá háskerpu
útsendingu því þættirnir væru vafalítið enn tilkomumeiri
í meiri myndgæðum.

Þættirnir eru einnig teknir upp í breiðtjaldsformi (16:9)
sem danska ríkissjónvarpið er farið að senda út í fyrir þó nokkru síðan.

Nú spyr sá sem ekki veit:  Hvenær skyldu útsendingar í breiðtjaldsformi
hefjast, og hvenær skyldu eigendur háskerputækja fá að njóta
einhverra útsendinga fyrir þau?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þú kaupir þér sky áskrift í gegnum gervihnött þá nærðu þessum gæðum. Ég nánast hættur að horfa á íslensku stöðvarnar. Þú getur nálgast upplýsingar http://www.skykort.com/

Gunnar Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 14:00

2 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Þú getur séð háskerpu-útsendingar m.a. frá BBC hjá Hátækni í Ármúlanum, þar eru sýnd dýralífsmyndbrot sem eru hreint út sagt stórkostleg!

Magnús V. Skúlason, 13.2.2007 kl. 21:51

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Er einnig einn af þeim sem heilluðust ungir af þáttum sem þessum, sem að manni fannst þá vera hreint frábærir með þuli eins og Jón O. Edwald, Gylfa Pálson og fleiri góða menn, með áheyrilegar raddir, sem leiddu þessa þætti áfram sem í draumi að manni fannst þá. Meira að segja í svarthvítu og maður sat sem bergnuminn. Þættir BBC um jörðina eru ekkert annað en hreint listaverk og hollt öllum á að horfa. Myndi ekki skemma að hafa þetta í enn meiri skerpu, en sökum þess hve glæsilegir þessir þættir eru, lætur maður það ekki pirra sig. Gamli Bang& Olufsen garmurinn býður tæpast uppá háskerpu, en maður situr bergnuminn samt sem áður. Mætti vera meira af svona efni á stöðvunum í stað ömurlegra fáránleikaþátta og annars rusls sem manni finnst að geri mann að engu öðru en dómadags bjána að vera að kaupa áskrift að. Skora á alla að fylgjast með þessum þáttum frá BBC. Unglingssynir mínir tveir sem gera ekki miklar kröfur til sjónvarpsefnis og eiga það til detta inní ruslþættina, sitja heillaðir líkt og faðir þeirra yfir þessum frábæru þáttum. Vonandi kemur háskerpan fljótlega, en þá vonar maður einnig að úrval sjónvarpsefnis svona almennt fari þá líka að skána. Prison Brake, Bachelor og annað andsk..... rusl þarfnast ekki háskerpu. Ef eitthvað er mættu þess háttar þættir mín vegna vera úr fókus.  

Halldór Egill Guðnason, 13.2.2007 kl. 22:51

4 identicon

Þú getur keypt þér gervihnattarmóttakara og þar með fengið háskerpu(hd-tv) sjónvarpsútsendingu. BBC sendir út mikið ef ekki allt sitt efni ólæst.  Þú getur líka fengið þér áskriftargervihnattabúnað sem býður upp á þó nokkrar stöðvar í háskerpu fyrir utan BBC.   Þeir á BBC voru t.d. ekki fyrir löngu að sýna Planet Earth í háskerpu á einhverri sjónvarpsstöðinni sinni en þeir þættir eru stórkostlegir.  Mér finnst akkúrat eins og mér sé að dreyma eða ég sé að horfa á eitthvað óraunverulegt þegar ég horfi á þessa þætti.  þeir eru svo rosalega vel teknir og vel gerðir þættir, þeir eru eins og eitthvað úr annar veröld, en samt fjalla þeir um plánetuna okkar. Verð nú samt að segja að erlendu þulirnir finnt mér betri og margt koma fram hjá þeim sem glatast í þýðingum, en þulir eins og Gylfi og Jón standa samt alltaf fyrir sýnu og tengjast margar af mínum betri æsku minningum því þegar ég sat fyrir framan skjáinn, dolfallinn með galopinn munnin og slefandi af undrun

David Attenborough (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband