Torfbæir enduruppgötvaðir

Í kaffitímanum fóru frönsku kollegar mínir að tala um kaup á arni til að setja í stofuna.  Ég missti út úr mér að ég gæti alveg hugsað mér einn slíkann.

Þeir bentu á, að á Íslandi væri enginn viður til að brenna en hins vegar væri nóg af heitu vatni svo hvers vegna skrúfaði ég ekki frá vatnsofninum í stað þess að láta mig dreyma um lausn sem ætti ekki við?

Þetta er náttúrulega alveg rétt, við þurfum ekki arna.  Annað sem við þurftum sennilega ekki eru svalir.

Ég er með svalir í vesturbænum sem eru gagnslausar gagnvart elífu vindgnauðinu.  Svalirnar á íslenskum húsum virðast oft vera þar "af því bara", af því hús eiga að vera með svalir, en án þess að tilgangurinn með þeim hafi verið hugsaður.  Margir reyna að gera gott úr öllu og breyta svölum í sólstofur eftirá með því að glerja þær.

Ef svalir voru svarið, hvað var þá spurningin?  Hvernig væri að hanna bara sólstofuna strax og húsið er teiknað og hafa hana ómissandi hluta af húsinu?  Það væri góð nýting á heita vatninu myndi ég halda.

Ég sé fyrir mér stiga úr stofunni út í lítinn gósengarð undir glerþaki þar sem hægt væri að njóta þeirrar dagsbirtu sem í boði er, kannski mjatla á heimaræktuðu vínberi eða tveim.  Þarna væri hægt að hafa lítið eldhús með hlóðum og strompi í stað ameríska útigrillsins (sem útlendingar hafa víst haldið að séu ljósritunarvélar úti á svölunum hjá okkur)  og þarna mætti borða allan ársins hring.

Er eitthvað því til fyrirstöðu að nota heita vatnið til að skapa svona þakparadís?  Íslendingar voru með gras á þökunum til forna, kannski er tímabært að skoða þann möguleika aftur?

21


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Þetta finnst mér fín hugmynd hjá þér. Kannski væri hægt að opna stóran gluggaþegar þegar blessuð sólin lætur sjá sig. Þá er maður í skjóli innandyra.

Ég fæ alltaf afar heillandi "rómance"tilfinningu þegar ég hugsa um arin. Hvað er yndislegra en sætur strákur sér við hlið við opin arin...er það ekki

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 5.10.2007 kl. 14:48

2 Smámynd: Jón Ragnarsson

Þú ert alveg snillingur (Eða franskir kollegar þínir, glöggt er gests augað) að benda á hið augljósa. Auðvitað þurfum við síst svalir hérna norður í rassgati. Ætli það sé ekki vegna þess að allir íslenskir arkitektar eru menntaðir út í suðurlöndum, Florida og Ítalíu?

Einu sinni ætlaði ég að verða Arkitekt, og sé smá eftir því að hafa ekki gert það þegar ég skoða þessi nýju hverfi í dag...

Jón Ragnarsson, 5.10.2007 kl. 16:46

3 Smámynd: Sigurjón

Góð hugmynd með sólstofuna.

Sigurjón, 8.10.2007 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband