Hjólafólk á 1.farrými

Ég hef oft hugsað hversu mikið af góðum hjólaleiðum hefði mátt merkja og malbika  fyrir peningana sem fóru í að gera stóru brýrnar yfir Hringbraut:
dyrt

 

 

 

 

 

 

 

Brýrnar eru nauðsynlegar ef menn gefa sér að bílar megi aldrei hægja á sér.  Þær  forsendur eiga ekki við inní borg.  Það er hægt að nota hringtorg og það er  pláss í hringtorgum fyrir bíla, hjólandi og gangandi ef hringtorgin eru rétt hönnuð.

Núna bý ég í Rennes sem er á stærð við Reykjavík.  Forráðamenn hér hafa gert  Rennes ákaflega hjólavæna án þess að byggja dýr mannvirki.  Við getum mikið lært af þeim.

Næsti bær við Rennes heitir Cesson-Sevigne, það má segja að hann sé Garðabær.  Á milli  bæjanna liggur akbraut.  Vinstri akreinunum hefur verið breytt í sérakgrein  fyrir reiðhjól, strætó og hópferðabíla:

 

 

 

 

 

 

 

 

adalbraut_hjola

 

 

 

 

 

 

Með reglulegu millibili koma hringtorg.  Þau eru með sérstaka akgrein fyrir reiðhjól og líta svona út:
rettur_i_hringtorgi

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Græna reinin er fyrir reiðhjól og þar eru hjólreiðamenn í rétti, þeir sem ætla út úr torginu eiga að bíða.

Þar sem hægri akgreinin endar lenda einkabílar á biðskyldu áður en þeir komast inn í hringtorgin:
adalbraut_hjola_endar

 

 

 

 

 

 

 

Á öllum götum Rennes hefur verið máluð mjó renna sem er hjólastígur. Á aðalbraut eru reiðhjól í rétti eins og bílar, og vegmerkingin sýnir það glögglega:hjol_i_retti

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er ekki eins og á Íslandi þar sem reiðhjól verða að stöðva þótt þau séu á aðalbraut:
isl_adalbraut

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á stöðvunarskyldu stöðva hjólin fyrir framan bílana á sérstakri stöðvunarskyldu með sérstöku umferðarljósi sem sést  lengst til vinstri á myndinni:bidskylda

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Strangt til tekið átti bifhjólið að stoppa á aftari stöðvunarskyldunni, ökumaðurinn hefur flokkað sig með reiðhjólum.

Stundum hallar gatan hér svo menn freistast til að leggja upp á stétt, rétt eins og  menn gera við Hringbraut og í Þingholtunum heima. Hér hafa menn valið að merkja  stæðin upp á gangstétt þannig að bílarnir eru ekki að brjóta lög:
lagt_a_gangstett

 

 

 

 

 

 

Yfirvaldinu hér finnst mikilvægt að annað hvort sé lögunum fylgt eða þeim breytt. Þetta ættu íslendingar að skoða.  Lögin eiga að vera þannig að það þurfi  ekki að "horfa í gegnum fingur sér" við lögbrjótum eins og lögreglan gerir við  Hringbraut daglega þegar hún keyrir fram hjá bílunum uppi á stéttum. Annars spyrja menn sig:  Hvaða lögum þarf að fylgja og hvaða lög má brjóta?

Þetta er mikið himnaríki fyrir hjólreiðamann.  Mér líður eins og íkornanum í Ice Age þegar hann loksins náði hnetunni.

ice_age_2_1

 

 

 

 

 

 

PS: Myndin af íslenskri aðalbraut © Íslenski fjallahjólaklúbburinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég þarf alveg greinlega að koma í heimsókn til Rennes að kynna mér hjólamenningu og fínpússa menntskólafrönskuna mína...

Greta Björg Úlfsdóttir, 10.11.2007 kl. 23:00

2 Smámynd: Landssamtök hjólreiðamanna

Páll ermeð svipaða sögu frá París. Bendi á myndaseríu á bloggi LHM.

Reyndar  eru sumir sem hafa lagst mikið yfir  "reiðhjólaumferðaröryggisfræði" á því að lang öruggast sé að hjólreiðamenn aka sín reiðhjól nánast eins og menn aka bíla

Kosturinn er að þá eru  hjólreiðamenn að fylgja sömu umferðarreglur og aðrir ökumenn og ekki síst eru þeir  þannig staðsettir í umferðinni að þeir séu sýnilegir bílstjórum. 

John Franklin er höfundur bókarinnar "Cyclecraft"  þar sem þetta er megin sjónarmiðið.  Bókin er kennslubók þeirra sem kenna á vottuðum hjólanámskeiðin Bikeability á Bretlandi.  Landssamtök hjólreiðamana bauð John til landsins í Samgönguviku.  Ísland í dag tóku viðtal við John og hann sýndi með smá sýnikennslu á Hverfisgötu hvernig má gera.   ( Hann er til hliðar en ekki allveg úti  í kanti en færir sér nær miðjunni þegar kemur að hættulegum stöðum svo sem gatnamót ofl. )   

En fæstir í dag eru tilbúnir að hjóla á götu og þurfa að minnstu kosti einhver staðfesting á að það sé í lagi.  Örvarnir sem eru notaðar í götustæði í París kallast "Sharrow"  í BNA ( Share-the-road arrow ).  En hjólarein er góður kostur að mínu mati fyrir þá sem eru ekki eins hugaðir, ekki hjóla eins hratt, eða jafnvel þegar hjólareinin virkar sem forgangakrein.  Auk þessu geta hjólareinar virkað vel til að hægja á umferð með sálrænum aðferðum og þannig auka öryggi.   En maður þarf að gera sér grein fyrir að á hjólareini er maður  ekki eins sýnilegur bílstjórum og á venjulegri akbraut. 

Hitt er svo að það tekur tíma að samþykkja og mála hjólareinar. Þeir verða ekki til staðar allsstaðar sem maður þarf að fara.  Því ættu allir hjólreiðamenn að læra að hjóla í blönduðu umferð ( amk þar sem hún er hægari en 50km/klst ).  Það stórvantar að kenna börnum og fullorðnum að hjóla í umferðinni. Umferðarlögun gerir jú ráð fyrir að hjólreiðamenn séu á götunni.

Landssamtök hjólreiðamanna, 11.11.2007 kl. 01:08

3 Smámynd: Kári Harðarson

Við höfum sérstaka hjólastíga sem halda hjólaumferð aðskilinni frá bílum.  Það er ágætt svo langt sem það nær, en alltof margir stígar byrja og enda hvergi enda eru svona stígar dýrir og oft er ekki pláss fyrir þá, t.d. á Laugavegi.

Ég verð ellidauður áður en þessir stígar mynda samhangandi net um alla borgina.  Þeir verða aldrei eina lausnin.  Þess vegna þurfa hjólreiðamenn að blandast annari umferð.

Borgarstjórnin leysir þetta með hjólreiðum á gangstéttum.

Hjólreiðar á gangstéttum eru mjög slæm hugmynd vegna þess að hjólandi og gangandi umferð lýtur allt öðrum lögmálum.  Reiðhjól rúlla á hjólum eins og bílar, en eiga lítið sameiginlegt með fólki sem röltir áfram í breiðum hópi með börn skottandi í kring og fæstir eru varir um sig á stéttinni enda á 5 km hraða.   Hjól eiga að vera á malbiki, þau eru farartæki en ekki leikföng.

Þess vegna finnst mér að þar sem hjólastíga vantar í Reykjavík, eigum við að mála reinar á götuna eins og gert er í Rennes.  Svo eigum við að banna aftur hjólreiðar á gangstéttum eins og gert er í öllum öðrum löndum.

Sumir geta hjólað á malbiki án þess að akgreinar séu merktar á malbikið.  Ég geri það sjálfur.  Ég tel samt að málningin myndi ala hjólreiðafólk og ökumenn bíla upp.  Merkingarnar í Rennes sýna glöggt hvar ég á að vera, hvar ég á að stoppa og hvort ég á að víkja.

Kári Harðarson, 11.11.2007 kl. 09:12

4 identicon

Sæll Kári,

Ég er hjartanlega sammála þessum ummælum. Ég held að vandamálið á íslandi liggi að töluverðu leiti í þeirri ofuráherslu á að búa til hraðbrautir (stofnæðar) úr hvaða vegkafla sem er. Það er ekkert því til fyrirstöðu að hafa hjólabraut á bústaðarvegi, nýbýlavegi, grensásvegi osf. Hins vegar er ljóst að um leið og þrengt er að einkabílnum verða ofdekraðir bíleigendur súrir og svekktir. Hver man ekki eftir upphrópunum sjálfstæðisflokksins við síðustu borgarstjórnarkostningar: Að sparka fólki út úr einkabílnum.

Ég held að við verðum bara að átta okkur á að það tekur tíma að komast milli staða í þéttbýli. Þeir sem búa við álverið í Straumsvík geta ekki ætlast til að  þeir komist á Laugarveginn á 7 mínútum! Til þess þarf að færa allt of miklar fórnir, sér í lagi þeirra sem voru nógu skynsamir að velja sér bústað nær vinnu eða lífinu!

Í raun og veru snýst spurningin um hvers vegna ættu borgarfulltrúar í Reykjavík að ganga erinda Mosfellinga, Kópavogsbúa, Garðbæinga og Hafnfirðinga, sem halda áfram að dreifa byggð út um víðan völl, og hugsa á sama tíma ekkert um að tryggja góðar samgöngur.

Ármann Gylfason (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 10:59

5 Smámynd: Landssamtök hjólreiðamanna

Tek undir þessu hjá þér. Kári, að merkingar í götustæði  virka uppalandi. 

En þegar verður loks lagt í þessu, hérlendis, (því þetta er nánast óumflýjanlegt) þyrfti  að kynna  þessu almenningi.   Með auglýsingum, með leikjum /spurningaleikjum í fjölmiðlum, í ökunáminu, í skólum á öllum stígum (nema etv hjá allra yngstu börnin)  

Þá þyrfti að kenna  hjólreiðar í umferðinni eins og ég gat um hér fyrir ofan.  Á Bretlandi eru þeir komnir eitthvað áleiðis með þessu, og að mér skilst í Sviss og Austurríki. Kennsla á  hvernig maður hjólar af öryggi í umferðinni er það sem  European Cyclists' Federation leggur mesta áherslu á  í umferðaröryggismálum, emn svoleiðis kennsla eflir líka sjálfstraust hjólreiðamanna svo um munar.

Á myndum Páls frá París ( sem ég benti á í athugasemdinni hér að ofan í gegnum blog LHM)  sér maður, eins og í Rennes,  hvernig hjólreiðamenn og strætó samnýta  forgangsakreinar. Og þetta er líka gert til dæmis á Bretlandi og í Noregi.

Forgangsakreinar á Íslandi hafa aftur á móti ekki haft lagastoð/refsiákvæði, og það vil m.a. formaður Samgöngunefndar Alþingis breyta.   Í breytingartillögunni stendur:    "Almenn umferð ökutækja um forgangsakreinar strætisvagna og leigubifreiða er óheimil."   Það er alveg nauðsýnlegt, því miður, að banna bíla að nota forgangsakreinar ætluðum strætó, en hér er verið (etv óvart) að banna hjólreiðar á öllum forgangsakreinum líka, hvort sem er á Hverfisgötu, Laugarveg, Lækjargötu eða annarsstaðar sem þeir munu birtast.

Málið er að reiðhjól eru ökutæki samkvæmt önnur grein umferðarlaga ( Reiðhjól : Ökutæki, sem knúið er áfram með stig- eða sveifarbúnaði og eigi er eingöngu ætlað til leiks. )

Það að banna hjólreiðar á forgangsakreinum er  enn eitt merkið um að hjólreiðar séu ekki álitnar alvöru samgöngumáta og ekki viðurkenndar sem heilbrigðasti, minnst orkufreki og einn umhverfisvænsti ferðamátin sem völ er á.  LHM eru að undirbúa athugasemd um blátt bann við hjólreiðar á forgangsakreinum sem verður send Samgöngunefnd Alþingis. 

Það er ekki eins og hjólreiðamen mundu stífla umferðinni fyrir strætó, ólíkt bílana. En með samnýtingu fylgja auðvitað kvaðir um kurteisi.  Hjólreiðamaður skilur  að það sé ekki vinsælt ef hann, einn, tefur verulega fyrir strætó með 10 eða 40 farþega.

(Morten) 

Landssamtök hjólreiðamanna, 11.11.2007 kl. 12:34

6 Smámynd: Sylvía

Va thetta er ansi flott tharna...verdur kannski ordid svona i Ameriku eftir 1000 ar...

Sylvía , 11.11.2007 kl. 22:24

7 Smámynd: Kári Harðarson

Ef hjólreiðar verða bannaðar á forgangsakgreinum sendir það málstað hjólreiðamanna afturábak um 30 ár og samt erum við 20 árum á eftir í dag. 

Hjólreiðasamtökin verða að leggja nótt við dag til að koma í veg fyrir að þannig heimska verði að veruleika.

Oft var nauðsyn en nú er algjört möst eins og Megas sagði.

Kári Harðarson, 11.11.2007 kl. 22:40

8 identicon

Var nylega i Barcelona og tok eftir thvi ad borgin skarar fram ur Paris hvad adstædur fyrir hjolreidafolk vardar.   Fekk thetta svo stadfest a http://www.virgin-vacations.com/site_vv/11-most-bike-friendly-cities.asp.Thetta reidhjolaatak for i gang i Barcelona i mars 2007 og nuna er borgin ordin 10. besta reidhjolaborg i heimi skv. VirginVacations.  Thu aettir ekki ad thurfa ad verda ellidaudur adur en thetta breytist i Reykjavik Kari. 

Regina

Regina Hardardottir (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 05:46

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Er sammála þér Kári, og er yfir mig hrifin af því að einhverjum finnast breytingarnar við hringbraut,

sko ekki eiga við, mér hugnast þær ekki, þær eru bara ljótar

og loka á alt flæði á þessu svæði.

Sammála ykkur með hjólreiða-menninguna, hún er til skammar á Íslandi.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.11.2007 kl. 10:07

10 Smámynd: Kári Harðarson

Það er í raun merkilegt hvað lítið þokast í þessu eins og svo mörgum öðrum málum Reykvíkinga.

Stundum held ég að kjörnir fulltrúar okkar séu ánægðir með vinnudaginn þótt þeir hafi ekkert gert þann dag annað en rakka niður andstæðingana. 

Við erum ekki að borga fulltrúum okkar laun til að rífast um skoðanir sínar í stjórnmálafræði heldur reka borgina.  Við þurfum að veita betra aðhald.  "What have you done for me lately?" ættum við að spyrja í stað þess að horfa á þetta sjónarspil sem hefur verið í gangi undanfarið.

Þórður húsvörður kæmi meiru í verk fyrir minni pening.

Kári Harðarson, 12.11.2007 kl. 12:50

11 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Gaman af þessum liflegum umræðum um hjólreiðar°.

Úrsúla Jünemann, 12.11.2007 kl. 13:48

12 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Gaman af þessum líflegum umræðum um hjólreiðar. Ég nota reiðhjólið daglega og ég hjóla á götunni! Ekki dettur mér í hug að nota göngustígar enda á gangandi og hjólandi umferð ekki saman. Ein undantekning er á þessu: Á morgnana hjóla ég í grunnskóla í Mosfellsbæ og þá lendi ég í vandræðum: Börnin eiga víst að hjóla á gangstéttinni, það er búið að kenna þeim það í umferðafræðslu og mjög ung börn eru líka vel geymd þar. Hvað verður þá um fyrirmynd kennarans? Verð ég þá ekki líka að hjóla eins og börnunum er kennt?

En auðvitað eigum við hjólreiðamenn að nota akbrautirnar. Við eigum að láta taka eftir okkur, annars gerist aldrei neitt. Við eigum að vera sýnilegir. Þá kannski verður loksins litið á reiðhjól sem faratæki í staðinn fyrir leikfang.

Ég er búin að hjóla hér á Íslandi í meira en 25 ár og hef hingað til ekki lent í slysi. Ég hugsa að hjólreiðar eru ekki svo hættuleg eins og margir halda

Úrsúla Jünemann, 12.11.2007 kl. 13:59

13 Smámynd: steinimagg

Fyrir ca mánuði var ég á rölti á laugarveginum, það voru tveir náungar að hjóla í rólegheitum á gangstéttini, löggan var á rúntinum, stoppaði og rak hjólamennina af gangstéttini, ekki heyrði ég nú hvað fór á milli þeirra en ég sá að hjólamennirnir voru annsi hissa á þessari athugasemd löggunar, þetta var í miðri viku á milli tvö og þrjú þannig að ekki var nú mikil hætta af þessum stórhættulegu hjólamönum.

steinimagg, 12.11.2007 kl. 21:49

14 Smámynd: Morten Lange

Nei, ef hjólað er rólega og menn eru að gá vel að sér, stafar ekki mikill hætta af hjólreiðamönnum á gangstéttum.  En Laugavegurinn er að ég held eini staðurinn þar sem ekki má hjóla á gangstétt.

Miðað við hversu þröngt er og oft mikið af gangandi fólki er það skiljanlegt.  Lög eiga það til að vera dálítið ferköntuð. En í sjálfu sér ætti að vera hægt að setja 5 eða 7 km hámarkshraða hjólreiðamanna á gangstéttinni.

Það sem ég sakna á Laugaveginum er mótstreymis hjólarein.  Ég held að hægt væri að koma svoleiðis fyrir eða hreinlega bara setja   hjóla-örvar "Sharrows" í götustæði  báðar áttir, auk skilti. Ég hef sjálfur prófað að hjóla á móti umferð á þessum hluti Laugavegs.  Mér fannst það auðveldara en að hjóla fram hjá bílunum í hina áttina til vinstri og hægri til skiptis, eftir duttlungum bílstjóra. ( þeir halda sér ekki til hægri, heldur þykjast eiga götuna )  Mótstreymis umferð hjólreiðamanna er leyfð með skiltum í mörgum borgum, og hefur gefist vel.

Morten Lange, 12.11.2007 kl. 22:33

15 Smámynd: Magnús Bergsson

Flott hjá þér Kári.

Ég fékk hér hugmynd um að ég ætti að sópa öllum mínum skipulags- og hjólabrautamyndum á vefinn. Vandi íslenskar hjólreiðamann eru ekki brekkur eða veður. Hann er aðeins pólitískur

Það er gaman að sjá hvað margir eru þér sammála. Ég vildi óska þess að þeir sem þessu ráða væru það líka. En því miður þá er það nokkuð ljóst að skipulagsgenið hjá þeim er ótrúlega skemmt.

Ég ætla hér ekki að leggja frekar orð í belg enda orðin mjög þreyttur á þessari endalausu orðræðu án aðgerða í þessum efnum.

Magnús Bergsson, 13.11.2007 kl. 04:16

16 Smámynd: Kári Harðarson

Sæll Magnús,

Ég held að moggabloggið geri vefi sýnilegri því líkurnar eru góðar á að tenging við nýjar færslur birtist á forsíðu blog.is.

Talandi um sýnileika, þá væri frábært að manna bás í Kringlunni eða á Laugarvegi amk. yfir sumartímann.   Við þurfum að verða öflugri grasrótarsamtök og það þýðir að verða sýnileg sem manneskjur, ekki bara pennar á netinu, held ég.

(Við Magnús erum að tala um Landssamtök hjólreiðamanna). 

Kári Harðarson, 13.11.2007 kl. 08:38

17 identicon

Blessaður Kári minn… ég tognaði á mánudaginn eftir sprettæfingar… nokkuð, eða mjög illa í mjöðm. Sé fram á að fara í samúðarfitun með þér fram yfir áramót… en hjóla þó eitthvað daglega svo að ég geti haldið áfram að klæðast einhverju af þeim fötum sem ég á núna. Annars er rosalega gaman að lesa blogið þitt og er mann farið að langa verulega til France… kannski fer maður til Paimpol í vor eða næsta sumar með famelíunni.

A LA PROCHEN FOI…  Birgir Þorsteinn Jóakimsson

Birgir Jóakimsson (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband