Hvar er kröftunum best beitt?

Fréttablaðið er með þrjár greinar í dag, um að maður eigi að vera góður við útrásarvíkinga og níðast ekki á eigum þeirra.  Greinarnar eru allar eftir fasta penna blaðsins:

 

  • "Sjálfbærar nornaveiðar" eftir Bergstein Sigurðsson
  • "Meðan fjöldinn sefur - krafan um iðrun" eftir Jónínu Michaelsdóttur
  • "Kæri herra Skap ofsi" eftir Víði Guðmundsson

Mér finnst skondið að sjá þrjár greinar um sama efni í blaðinu.  Það læddist að mér sá grunur að þeir sem reka blaðið vilji hafa Range Roverana sína í verksmiðjulitunum áfram.

Það væri stórmannlegra að stunda málningarvinnuna á daginn en ég hef ekki haft uppburði í mér til að mæta sjálfur með málningu svo ég ætti ekki að segja mikið.

Ég hef heldur ekki viljað beita mér í Icesave, því ég veit bara ekki nógu vel hverju íslendingar lofuðu í ermina á sér.  Það er lögfræðileg spurning.  "Ef við lofuðum að borga, verðum við að borga" hugsaði ég.

Það að sjálfstæðisflokkurinn skuli vera á móti Icesave gerir mig líka beinlínis fylgjandi því að borga, af því ég trúi því nú að sjálfstæðisflokkurinn vinni alltaf á móti mínum hagsmunum.  Hann hefur gert það hingað til.

Icesave og málningarslettur eru ekki á dagskrá hjá mér.  Ég leyfi mér að fullyrða að fréttaumfjöllun um þessi mál séu "Red herring", beinlínis valin til þess að beina athyglinni frá mikilvægari málum.

 

Annað mál snýr að mér og öðrum borgurum, og væri uppbyggilegt að ræða:  Af hverju sættum við okkur við ástandið á Íslandi eins og það var?

Þegar ég flutti heim voru vextir hér verðtryggðir 6-7%.  (Verðtryggingin var upphaflega vegna þess að laun voru líka verðtryggð en allir virtust hafa gleymt því).

Ég var þá nýfluttur frá landi þar sem ég borgaði 5% óverðtryggt af húsinu.  Venjulegt fólk í öðrum löndum hefði búið heima hjá pabba og mömmu frekar en að semja upp á svona óguðlega slæm kjör, og barið svo sleifum og pottum til að fá þeim breytt.  Við biðum með öll mótmæli þar til eftir hrun.  Af hverju?

Vextir hafa verið alveg út úr kortinu öll árin sem ég hef búið hérna.  Mér er fyrirmunað að skilja hvernig fólk gat steypt sér í skuldaánauð með því að kaupa hús á þessum vöxtum.  (Lánin í erlendum gjaldeyri voru svo vitlaus að ég ræði þau ekki einu sinni).  Við vorum arðrænd af bönkunum.

Það eru ekki guðdómleg réttindi fjármagnseigenda að hreppa þjóðina í ánauð eins og landeigendur gerðu við leiguliða á miðöldum.   Það á að vera mögulegt að eignast þak yfir höfuðið í eigin landi. 

Verðlag á matvöru var þrefalt á við erlendis, sömuleiðis á öllum heimilistækjum.  Við vorum arðrænd af kaupmönnum.  Verslunareigendur leggja 120% á vöruna og segja að það sé nauðsynlegt af því markaðurinn sé svo lítill.

Rauði þráðurinn er að íslendingar hafa látið arðræna sig ár eftir ár og sýna engin merki um að vaxa úr grasi.

"Ríkið það er ég" sagði Loðvík 14.   Ríkið ætti að vera við, en er það ekki.  Í fyrsta lagi vinnur það með hinum ríku á móti þeim sem eru að koma undir sig fótunum og í öðru lagi höfum við verið heilaþvegin til að trúa því að ríkið sé á einhvern hátt óæskilegt og eigi að skipta sér af sem fæstu, þegar sannleikurinn er sá að ríkið er það eina sem getur gætt hagsmuna okkar.  Meiri ríkisafskipti þurfa ekki að þýða kommúnisma og ríkis eldspýtnaverksmiðju.

Ríkið styrkir varla neytendasamtökin enda eru þau  bitlaus.  Jóhannes í neytendasamtökunum skrifar eina blaðagrein á ári til að minna á tilveru sína, rétt áður en hann er endurkjörinn af gömlum vana.  (Dr. Gunni er hundraðfalt meiri neytendafrömuður en er samt ekki á launum við það).

Ef Íslendingar geta lært af hruninu að standa saman gegn auðvaldinu og gætt hagsmuna sína í viðskiptum við banka og verslanir, þá munu þeirra lífsgæði aukast til muna þrátt fyrir allar Icesave afborganir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Góður Kári.

Kveðja frá aktívistanum á Akureyri

bloggaði um Jónínu http://blogg.visir.is/bensi/2009/09/01/vorkunn-joninu-me%c3%b0-gl%c3%a6pamonnum/ 

Benedikt Sigurðarson, 1.9.2009 kl. 19:49

2 Smámynd: Hörður Halldórsson

Var ekki óhóflegur vaxtagróði sem belgdi út  sjálfsmynd hina nýkrýndu bankaeigenda og þeir töldu sjálfum sér trú að þeir væru öðrum bankamönnum snjallari.Gætu kennt Evrópumönnum að reka banka.Var það bara ekki vaxtagróðinn sem steypti öllu niður á við? Nú þarf maður að borga fyrir arðránið,eins og það eitt dygði ekki.Hér er ekkert Norrænt módel né Amerískt kerfi með reyndar með sína stóru galla er með miklu betri vaxtarkjör og verð á matvöru.Bara hið sér  Íslenska Módel.

Hörður Halldórsson, 2.9.2009 kl. 08:09

3 identicon

Það er spurning hvort að það sé ekki bara á blogginu; að miðla upplýsingum

=fjölgun úrræða=sparnaður hjá ríkinu?

Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 09:22

4 Smámynd:

Íslendingar hafa aldrei komist upp úr nýlenduhugsuninni og eru haldnir svo miklum þrælsótta að þeir þora ekki að rísa upp gegn kúguninni af hræðslu við afleiðingarnar. Hugsunarhátturinn sem ríkir er: ég veit hvað ég á en ekki hvað ég fæ" og hræðslan við að eitthvað verra taki við gerir það að menn aðhafast ekkert. En það er ljóst að við fáum ekkert betra ef við sækjum það ekki sjálf. Þess vegna þurfa allir að taka þátt í mótun samfélagsins.

, 3.9.2009 kl. 06:21

5 identicon

Dagný: Ekki til sannari orð og ég tek heilshugar undir þau.

Skorrdal (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 07:35

6 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Ef einhvertíma hefur þjóð verið heilaþvegið þá vorum við það síðustu árin. Og þeir sem leyfðu sér að gagnrýna - hvort það var stóriðjubrjálæði með allri sinni þenslu eða óhófleg neysla og lánatöku eða stjórnlaust skipulag á nýbyggingasvæðum - voru álitnir furðulegir og ekki "up to date", vildu bara skríða inn í moldarkofana aftur. Svona var áróðurinn.

Úrsúla Jünemann, 4.9.2009 kl. 22:11

7 identicon

Var að lesa eftirfarandi athugasemd á eyjunni.is við grein um Þorvald Gylfason og Joseph Stiglitz og mismunandi skoðanir þeirra á AGS.  Minnimáttarkennd Íslendinga er enn mjög sterk og til trafala (feitletrun og undristrikun mín).  Þetta viðhorf er sorglegt og það er kannski að hluta til þess vegna sem Íslendingar sætta sig við allt :

NNN

Hvorum á maður að hafa meiri trú á?

Hagfræðingi frá litla Íslandi eða Nóbels verðlaunahafa í hagfræði?

Regína Harðardóttir (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband