Máttur grasrótarinnar



Þegar ég fer á þráðlausa netið heima hjá mér sé ég 4-5 önnur þráðlaus net. Það eru net nágranna minna í næstu húsum. Ég gæti tengst þeim ef þau væru ekki dulkóðuð.  Ég efast ekki um að nágrannar mínir geta séð önnur net lengra í burtu sem ég sé ekki og þannig koll af kolli.

Núna  eru svo margir komnir með þráðlaus net að ef allir í Reykjavík opnuðu net sín og leyfðu gögnum að streyma í gegn, yrði allur bærinn að einu allsherjar háhraðaneti sem væri algerlega ókeypis.  Ímyndið ykkur:  engin afnotagjöld!

Það eina sem þyrfti til væri rétti hugbúnaðurinn í vél allra sem vildu taka þátt.

Það væri hægt að nota og misnota svona grasrótarkerfi.  Allir sem ættu kvikmyndir og tónlist gætu deilt henni um allan bæinn.  Yfirvöld og fyrirtæki gætu ekki einu sinni lokað á gagnaflutningana vegna þess að það er enginn miðlægur púnktur til að loka.

Svona net hefur þegar verið sett upp í kringum MIT í Cambridge.

roofnet

 

 

 

 

 

 

 

 

Hugmyndin er spennandi og hún er líka gott dæmi um hvað gerir tölvunarfræði spennandi.

Mig grunar að margir rugli saman tölvunarfræði og kunnáttu í Windows og Word. Kunnátta í Word er góð en tölvunarfræði gengur ekki út á að kenna á ritvinnslu.

Það mætti líkja þessu við að rugla saman bílahönnun og vinnu á dekkjarverkstæði. Sami bransi - og þó ekki.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband