Ef þú fylgist ekki með verðinu gerist ekkert

Til að flýta fyrir lesandanum er hér forsíða skjals sem hægt að nálgast í heild sinni á heimasíðu ASÍ.

http://www.asi.is/upload/files/150207verd1mars.pdf


Matvörur
• Virðisaukaskattur af almennum matvörum lækkar úr 14% í 7%.
• Virðisaukaskattur af matvörum ss. sælgæti, súkkulaði, gosi, kolýrðu vatni,
ávaxtasöfum, og kexi fer úr 24,5% í 7%.
• Vörugjöld af matvörum ss. gosi, ávaxtasöfum, ís, kexi, sultum, ávaxtagrautum
kaffi, te og kakó verða felld niður en sykur og sætindi bera enn vörugjöld.

Veitingarhús
• Virðisaukaskattur af veitingarþjónustu lækkar úr 24,5% í 7%.

Bækur, tímarit, blöð og hljómdiskar
• Virðisaukaskattur af bókum, blöðum og tímaritum lækkar úr 14% í 7%.
• Virðisaukaskattur af hljómdiskum lækkar úr 24,5% í 7%.

Ýmis þjónusta
• Virðisaukaskattur af heitu vatni, rafmagni og olíu til húshitunar og laugarvatns
lækkar úr 14% í 7%.
• Virðisaukaskattur af afnotagjöldum sjónvarps og hljóðvarps fer úr 14% í 7%.
• Virðisaukaskattur af aðgangi að vegamannvirkjum fer úr 14% í 7%
(Hvalfjarðargöngin).
• Virðisaukaskattur af útleigu á hótel og gistiherbergjum fer úr 14% í 7%.


Hér er dæmi sem er einnig upprifjun í prósentureikningi :

Í mötuneyti kostar heitur matur 690 kr. fyrir lækkun virðisaukans úr 24.5% í 7%

  1. Verð án vsk * 1.245 = 690 kr.
  2. Verð án vsk hefur þá verið 690 kr. / 1.245 = 554 kr.
  3. Verð með nýja 7% vsk er þá 554 * 1.07 = 593 kr.

Síðast en ekki síst: ef maturinn í mötuneytinu kostar meira en 593 kr. áttu að kvarta !


mbl.is Matvöruverslanir í óða önn að undirbúa sig fyrir lækkun virðisaukaskatts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband