Spurning um samhengi

Hvernig þýðir maður "Nýtt kreditkortatímabil" á ensku?

Ég minnist þess ekki að hafa séð þetta hugtak auglýst þau ár sem ég bjó erlendis.

 


Nýjir tímar

Fyrir 30 árum var hlutverk ruslakalla að sækja rusl. Nú er öldin önnur. Borgarar eiga að halda til haga blöðum, plastflöskum, glerflöskum og dósum.

Ruslakarlarnir hafa ekki endurskilgreint sína vinnu til samræmis við þetta. Út um allan bæ eru jeppar á harðaspani á leið út í Sorpu með poka af rusli afturí. Mamma mín er áttræð og á engan bíl, hún getur því ekki tekið þátt í þessu ruslakallarallíi.

Væri ekki nær að borgin tæki þetta nýja hlutverk að sér og útvegaði stampa í ruslageymslur fyrir þetta drasl og sæi um að hirða það? Ég spyr bara af því þar sem ég bjó í bandaríkjunum 1989 var þegar búið að koma þessu á.

Hver gætir varðmannanna?

Bandarískur vinnufélagi minn fann myndavél. Hann fór með hana beinustu leið á lögreglustöðina enda siðaður maður.

Hann spurði hvort hann mætti fá myndavélina eftir 30 daga ef enginn kemur að vitja hennar en fékk neitun.

Mig grunar að í fyrsta lagi muni lögreglan ekki reyna að finna eigandann.  Hvers vegna ætti lögreglan að auglýsa myndavélina, (eða hin fjölmörgu reiðhjól sem berast þangað), þegar lögreglan getur hagnast á því að selja gripina á uppboði?

Ég hef ekkert á móti lögreglunni, ég er bara að benda á að þeirra hagsmunir fara ekki saman við hagsmuni þeirra sem týna einhverju.

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband