Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ég horfi á nauðgun

free_gaza_445350y_995869.jpg

 

 

 

 

 

 

Ísraelsmenn réðust í gærmorgun á þetta skip sem var á leið til Gasa strandarinnar með hjálpargögn. Amk. nítján manns létu lífið. Árásin átti sér stað á alþjóðlegri siglingaleið.  Um borð eru meðlimir hjálparsamtaka frá ýmsum löndum, þar á meðal danir og svíar.

Ég hef í mörg ár horft uppá Ísraelsmenn nauðga Palestínsku þjóðinni án þess að neitt sé að gert vegna þess að Bandaríkjamenn eru hliðhollir Ísraelsmönnum.

Er einhver ástæða til þess að Íslendingar þegi þunnu hljóði yfir þessu?  Skuldum við Bandaríkjamönnum skilyrðislausa hlýðni?  Hvað ætlar íslenska ríkisstjórnin að gera?

http://english.aljazeera.net/news/middleeast/2010/05/201053133047995359.html

 


Hvers vegna ég hef viljað ganga í evrópusambandið

Þegar ég keypti reiðhjól síðast var árið 1998.  Þá borgaði ég 70 þúsund krónur fyrir það og var sjálfur með 430 þúsund krónur í laun, ég bjó í Danmörku.

Núna kostar sambærilegt hjól 299 þúsund krónur í Erninum. Ég er hins vegar ekki með 299/70 * 430 = 1,8 milljónir í laun, launin mín eru miklu nær þeim 430 þúsundum sem ég hafði þá.

Matarkarfan hefur hækkað úr ca. 6 þúsund í 20 þúsund.  Samt er ég hættur að kaupa merkjavöru eins og Ben & Jerrys ís, Tropicana appelsínusafa og Gillette rakblöð, nú heitir appelsínusafinn "Happy" eitthvað og rakblöðin "Matador".

Kaupmáttur launa er ca. 25% af því sem hann var.  Hallærið er rétt nýbyrjað, aðeins liðnir 18 mánuðir af því og ómögulegt að segja hvenær því lýkur. Ísland er á hægri leið út úr umheiminum eftir því sem bílarnir á götunum ryðga.

Efnahagslega er Evrópa á útjaðrinum borið saman við Asíu og Bandaríkin, og nú hefur Ísland færst í útjaðar Evrópu. Við töldum okkur með hinum norðurlöndunum í daglegu tali áður, en miðað við kaupgetu er nær að við flokkum okkur með Portúgal og Búlgaríu.

Ísland getur ekki bara selt rafmagn og fisk því þá eru bara tækifæri hér fyrir ófaglært vinnuafl og svo þá sem stjórna auðlindunum og vilja því að við seljum rafmagn og fisk.  Við verðum þá eins og Kongó eða Bólivía (mikið af auðlindum, lágt GDP). 

Ég vil vera í nánu samstarfi við fyrirtæki í öðrum löndum, framleiða hugbúnað, handbremsuhandföng í Renault eða bara eitthvað fullunnara en fisk og ál.   Ég vil komast nær Evrópu, ég vil ekki vera í útjaðrinum.  Frumkvöðlafyrirtæki þurfa að geta pantað hráefni og varahluti án þess að eyða mörgum dögum í tollafgreiðslu.   Þess vegna vil ég ganga í Evrópusambandið.

---

Ég spara fyrir hlutum, vil ekki fá lánað fyrir þeim enda er ég ekki sammála nýja orðtakinu: "Greitt lán er glatað fé".  Ég treysti ekki íslenskum hlutabréfum en valdi að spara með venjulegum bankareikningum.  Ég bjóst við hruninu, en ég vissi ekki að krónan myndi enda sem einhvers konar "mjólkurmiðar" innanlands með ekkert skráð gengi erlendis.  Ég get ekki flutt því ég kemst ekki úr landi með það sem ég á.  Ég vil geta sparað í gjaldmiðli sem er ekki leiksoppur glæpamanna, ég vil geta farið héðan með sparnaðinn ef mér líst ekki á blikuna.  Þess vegna vil ég ganga í evrópusambandið.

---


Ári fyrir hrun fengum við símtal frá Glitni sem benti okkur á að við værum með sparifé á "Uppleið 4", vildum við ekki færa það á nýjan reikning sem héti "Sjóður 9" og bæri betri ávöxtun? Við spurðum hvort þessu fylgdi áhætta? Fulltrúinn laug að okkur og sagði "Nei".

Við töpuðum 200 þúsund krónum á þessari lygi, en erum samt ennþá í viðskiptum við þá. Ég hef helst viljað loka á öll mín viðskipti en það er tilgangslaust því bankarnir hér eru allir jafn sekir og við verðum að hafa viðskiptabanka.

Sumir segja að Íslandsbanki sé ekki sami banki og Glitnir var.  Með sömu rökum ætti að sýkna glæpamenn af því ef þeir borða og fara á klósettið eru þeir ekki lengur "sömu mennirnir", þeir innihalda jú aðra hluti.

Ég þarf að geta hætt að versla við fyrirtæki sem gera svona lagað, þótt þau skipti um kennitölur.  Ég vil komast í nýjan banka og tryggingarfélag.  Helst vil ég gamla viðskiptabankann minn frá því ég bjó úti.  Þess vegna vil ég ganga í evrópusambandið.

---

Systir mín sem býr í Danmörku sagði mér í óspurðum fréttum að vinur hennar sem býr í Frakklandi hafi sent henni kassa af rauðvíni sem honum fannst gott, kassinn beið eftir henni á tröppunum  þegar hún kom heim úr vinnunni.  Ég vil líka að vinur minn geti sent mér kassa af rauðvíni, "af því bara".  Ef verkafólk og fjármagn má streyma til og frá landinu, hvers vegna má ég þá ekki panta bók á Amazon eða kassa af rauðvíni?  Þess vegna vil ég ganga í evrópusambandið.

---

Ég hef lengi verið hissa hvað umræða er hatrömm á móti sambandinu.  Flestir í mínu nánasta umhverfi hafa búið erlendis, og vita að Ísland er aftarlega á merinni og einangrað í mörgu tilliti.  Þótt flatskjáir séu komnir hingað er svo margt annað sem er ókomið, betri hlutir en flatskjáir, ótrúlegt en satt.  Stjórnsýsla kemur upp í hugann.

Það hefur runnið upp fyrir mér að á landinu er stór hópur af fólki sem ég þekki ekki neitt, sem óttast allt sem það þekkir ekki.  Það á varla til hnífs og skeiðar og er því hrætt við framtíðina og ókunnuga.  Það mun sennilega kjósa Sjálfstæðisflokkinn bara af því orðið "sjálfstæði" kemur fyrir í nafninu,  þar til lífið verður endanlega murkað úr því.

Ég kaus einu sinni Sjálfstæðisflokkinn.  Ég reykti líka einu sinni.

Einu sinni var hafnfirðingum bannað að vinna í Reykjavík.  Man einhver eftir því?  Yfirleitt borgar sig að opna á samskipti, ekki loka þeim.

 

680px-europe.jpg

"Orð skulu standa" eftir John Zufelt

Á vald.org er aðsend grein sem sumir gætu sagt að væri róttæk en er engu að síður hárrétt.

Þeir sem hafa séð heimildamyndina "Money as debt" hafa heyrt þennan boðskap áður.  Aðrir geta lesið hann í fyrsta skipti hér.

Hér er úrdráttur:

Modern banking is truly a scam for economic slavery. In fact we do not even need banks, our governments can create money interest free.

Í gamla daga prentaði ríkið peninga og notaði til að byggja það sem okkur vantaði.  Þetta skapaði verðbólgu en hún kom amk.  öllum til góða. Núverandi "verðbólga" kemur aðeins bönkunum til góða, það eru þeir sem prentuðu peningana, ekki ríkið.

Annar úrdráttur:

More and more countries are coming to the same position that Iceland is in. They are bankrupted by the false money system. Pension plans are being seized, government assets are being sold for pennies on the dollar, health care and social structures are being removed, and increasingly, more and more enslaved people are turning to watch Iceland to see what you will do, hoping you will have the strength to fight these looters.

Greinin í heild sinni er hér:

http://vald.org/greinar/100205.html

 

Kreppan í öðrum ríkjum heims er ekki á undanhaldi.  Sennilegra er að hún sé "double dip" fyrirbæri, að næsta dýfa sé framundan.

Sjá einnig grein í Financial Times hér:

http://blogs.ft.com/money-supply/2010/02/11/subprime-20-strategy-extend-and-pretend/

"Góðu fréttirnar" eru að dollari og evra hrynja vonandi niður til sæmlætis krónunni -- í stað þess að hún rísi falla hinir gjaldmiðlarnir.

 


Það er LOKAÐ

Hjólastígurinn meðfram Hringbraut var tekinn í sundur með gröfum í haust þegar byrjað var að leggja veg til Háskólans í Reykjavík.

Þetta er aðal hjólaleiðin út úr vesturbænum. Sett var upp skilti þar sem stóð:  "ÞAÐ ER LOKAÐ".  Nú er kominn seinni hluti Janúar og enn er leiðin lokuð þótt vanti bara nokkra metra af frágangi á hjólastígnum viku eftir viku.  Ég hef reyndar stolist til að hjóla leiðina undanfarinn mánuð því leiðin er fær, það er bara skiltið og hugsunarleysið eftir.

Það er greinilegt að verktakinn þarf ekki að uppfylla kröfur um að valda ekki ónæði og óþægindum hjá hjólandi og gangandi.  Ef skiltið hefði verið svona:

  • Því miður er lokað vegna lagningu nýs vegar í Nauthólsvík.
  • Áætluð verklok eru 12.desember 2009.
  • Framkvæmdaraðili er Sjálftak hf.

Hefði ég fengið meiri samúð með framkvæmdinni.

Hins vegar stendur bara "Það er LOKAÐ" viku eftir viku og engar framkvæmdir við Hringbraut.  Reyndar er verið að vinna við veginn, það er bara á hinum endanum, rétt hjá Loftleiðahótelinu.

Þarna kemur skýrt fram að borgaryfirvöld eru ennþá að leysa mál hjólreiðamanna með steinsteypu en ekki betra verklagi og framkomu.  Hvers virði eru flottu brýrnar yfir Hringbraut núna þegar ekki er hægt að nýta þær af því öll gatan er lokuð ?  Ég sæi í anda yfirvöld loka Hringbraut fyrir bílum með svona fautahætti.

Hefði ekki mátt þrengja að bílunum og leggja smá hjólastíg í vegkantinn?  Setja upp kurteislegri skilti um hjáleiðir og verklok?  Á meðan þetta angrar ekki bílaumferðina er allt í lagi eða hvað?

Ég veit að þetta er stór framkvæmd og að mörgu að hyggja, erfiðir tímar o.s.frv.  Hins vegar eiga yfirvöld ekki að leyfa svona fautalega framkomu við fólk í borginni sama á hversu mörgum dekkjum það er.


Á Landsspítalinn nýi að fara austar í borgina?

Ég vil benda á sérstaklega gott blogg um arkitektúr og skipulagsmál hér:

http://blog.eyjan.is/arkitektur/

 

Það er Hilmar Þór Björnsson arkitekt sem á síðuna en hann hannaði m.a. Grafarvogskirkju.

Ég mæli sérstaklega með að byrja á þessari grein varðandi byggingu nýs Landsspítala:

http://blog.eyjan.is/arkitektur/2010/01/13/hagsmunaadilar-deiliskipuleggja/

 


Gangandi vegfarendur verði skyldaðir til að hafa hjálma

Reglulega kemur upp sú umræða að gera hjálma að skyldubúnaði fyrir alla sem vilja hjóla.

Í framhaldi af því datt mér í hug að fara skrefinu lengra og krefjast þess að allir sem eru utandyra án þess að vera í bíl séu með hjálm.

Ég er viss um að umferðarráð getur fundið rök þess efnis að þeir sem eru fótgangandi og verða fyrir bíl skaðast minna þannig.

Þetta lið sem er nógu ruglað til að vera gangandi utan dyra hlýtur að þurfa að láta hafa vit fyrir sér?

890924-001.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég tek fram að ég er að reyna að vera kaldhæðinn.  Plís, þið sem sitjið og setjið reglur:  Látið hjólafólk í friði.  Það vantar hjólaleiðir og gagnkvæma virðingu, ekki reglur af þessu tagi.

Hjálmar gefa falska öryggistilfinningu því þeir láta bílstjóra halda að hjólafólkið sé eitthvað betur varið, og þess vegna megi keyra hraðar og nær því en ella.

Það væri nær að merkja vegkant með óbrotinni línu svo bílar komi ekki nálægt þeim sem hjólar þar án þess að brjóta lög -- og fylgja svo þeim lögum.

Hér er önnur regla sem gæti líka minnkað slys:  Lágmark 10 ára fangelsi fyrir þann sem ekur á hjólandi eða gangandi.  Þá lækkar slysatíðnin sennilega meira, og ég þarf ekki að líta út eins og fífl.


Sjálfvirkni / stjórnleysi

Ég keypti kort í ræktina og bað um að mánaðargjaldið yrði greitt með beingreiðslum á reikning sem ég er með hjá Glitni.

Mánuði síðar kom bréf frá World Class um að gjaldið hefði ekki verið greitt, 72 krónur í dráttarvexti - og 900 kr. innheimtukostnaður.  Það stóð líka :  Ef skuld þín verður ekki greidd verður hún send Intrum Justitita til innheimtu. 
Skemmtileg byrjun á viðskiptasambandi eða hitt þó heldur.

Ég fékk að vita reikningsnúmerið.  Það kom í ljós að ég hafði gefið upp númer á vitlausum bankareikningi, reikningi sem ég á en er ekki með innistæðu.  Nóg af peningi á hinum reikningunum, bara ekki þessum ákveðna reikningi.

Tölvan hjá World Class hafði reynt að tala við tölvuna hjá Glitni, Glitnistölvan sagði að peningurinn væri ekki til.  "Computer says no" eins og þeir segja í Little Britain.

Ég hringdi í World Class og spurði um sundurliðun á þessum 900 krónu kostnaði.  Svarið var:  Reyndar er bréfið ekki frá okkur heldur frá Intrum Justitia, allt sem greiðist ekki strax fer þangað sjálfkrafa.  900 kr. er hámarkið sem má rukka skv. lögum.  Ef ekki hefði verið fyrir þessi lög hefðu þeir getað krafist 170 þúsund króna væntanlega, óútskýrt og ósundurliðað?

Sannleikurinn var þá sá að skuldin var þegar komin til Intrum Justitita þótt þetta væri fyrsta aðvörun til manns sem er nýkominn í viðskipti og ósköp eðlileg skýring á öllu saman.  Hótunin var semsagt þegar komin í framkvæmd.

Næst hringdi ég í þjónustuver Glitnis og sagði:  Mér skilst að gerð hafi verið tilraun til að taka út af reikningi hjá mér en innistæða hafi ekki verið til fyrir úttektinni. 1) Af hverju mátti World Class reyna að taka út af reikningi hjá mér án þess að þið hefðuð samband við mig, ég hef ekki undirritað leyfi (sem ég hefði vitaskuld gert, en rétt skal vera rétt) og 2) af hverju var ég ekki látinn vita að misheppnuð tilraun til úttektar hefði verið gerð?

Svarið:  "Við getum látið vita með SMS ef innistæða fer niður fyrir ákveðin mörk en við getum ekki látið sjálfkrafa vita ef misheppnuð úttektartilraun er gerð.  Þetta er náttúrulega góð hugmynd, ég skal koma henni áleiðis".

Mig grunar að Glitnir geti ekki látið vita af svona úttektartilraunum vegna þess að millifærslurnar eru framkvæmdar af reiknistofu bankanna sem er óguðlegt sameignarfyrirtæki allra bankanna með tölvubúnað frá sjötta áratugnum ef marka má lengd skýringartexta sem má fylgja millifærslum, það eru víst sex bókstafir, finnst öðrum en mér það vera grunsamlega stutt skýringarsvæði?

Önnur skýring er að allir í bankakerfinu græða á að hafa þetta svona, FIT gjöld eru annað dæmi um þetta sama fyrirbæri.  Ég er hættur að nota debetkort því ef ég nota það og innistæða er ekki fyrir hendi kemur þúsundkall í sekt, jafnvel oft sama daginn.

Þetta er tölvuvæðing sem er stjórnlaus.  Það liggur við að ég vilji loka netbankanum og skipta yfir í ávísanir.  Mér finnst ég hafa misst stjórnina á mínum fjármálum þegar fyrirtæki út í bæ mega sjálf skammta sér peninga svona og rukka sektir fyrir eitthvað sem er ekki einu sinni skilgreint.

Hefði ekki verið nær að hafa sektina upp á 20 milliwött eða 4 míkrósekúndur, eitthvað sem tölvur nota en ekki menn?

Mig grunar að Icesave sé svoldið tengt svona misheppnaðri sjálfvirkni, bara í stærri stíl.  Tölvubransinn er ekki saklaus þarna.

 


Þýzkaland er ennþá að borga stríðsskaðbætur frá fyrra stríði

Sjá hér:

More than 90 years after Germany signed the Treaty of Versailles to end the First World War, the country continues to pay off reparations, daily Bild reported on Wednesday.

A spokesperson for the German Finance Agency, the country’s authority on debt management, told the paper that millions of euros are still being transferred to bond holders.

“The still-open contract for interest and amortisation payments is around €56 million,” spokesperson Boris Knapp said.

When the Treaty of Versailles was signed on June 28, 1919, Germany accepted blame for the war and agreed to pay 226 billion Reichsmarks, a sum that was later reduced in 1921 to 132 billion Reichsmarks. Up until 1952 Germany had paid some 1.5 billion Reichsmarks in war reparations to Allied countries. But in 1953 the balance was suspended pending a reunification of East and West Germany.

On October 3, 1990, the old debts went into effect again with 20 years for payment. Germany plans to pay off its World War I debts by October 3, 2010.
 

http://www.thelocal.de/national/20091202-23657.html

 

Icesave gæti verið okkar Versalasamningur.

23657.jpg


Sjónarmið

Ég varð samferða starfsmanni erlends sendiráðs í vikunni sem leið.  Ég spurði hann hvort mikil vinna hjá sendiráðinu færi í að fylgjast með málum íslendinga og skila skýrslum til heimalandsins. 

Starfsmaðurinn játti því, sagði að Ísland vekti mikla athygli í hans heimalandi og menn vildu læra af því sem hér væri að gerast.

Svo spurði ég hvað honum fyndist persónulega og off-the-record um viðbrögð íslendinga við hruninu?

Hann sagðist ekki skilja að íslendingar væru ekki reiðari miðað við skaðann sem siðlausir menn í banka og stjórnkerfinu hefðu valdið, hvort menn skildu ekki hvað skaðinn væri stór?

Svo sagði hann að sér þætti furðulegt hvað sjálfstæðisflokkurinn kæmist upp með að hafa hátt eftir allann skaðann sem hann hefur valdið.  "Ég hefði haldið að sá flokkur þyrfti að stíga mjög létt til jarðar"sagði starfsmaðurinn.

Svo tókum við upp léttara hjal.


Nova tekur Símann

"Pabbi, ég þarf að skipta yfir í NOVA".

"Af hverju?"

"Af því vinir mínir eru með NOVA, og ég hef ekki efni á að hringja í þá".

"Þetta hlýtur að vera einhver misskilningur".

 

Ég fer af stað og kíki á málið.  Það kostar 28 kr mínútan að hringja frá "Símanum" í NOVA símnotanda, en ekkert ef þú ert sjálf(ur) með NOVA síma.  28 kr er dýrara en að  hringja til Hawaii (það kostar 19,90 kr mínútan, fjarlægð 9.955 kílómetrar).

Hann er nú "kominn til NOVA".  Allir vinir hans eru með NOVA svo þetta var "no-brainer" fyrir hann.  Við þurfum núna að borga fyrir að hringja í hann, en það er ekki tekið af vasapeningunum hans svo þetta er góð bissness ákvörðun hjá honum.

Ég veit ekki hvort síminn lætur þetta kosta svona mikið til að refsa þeim sem reyna að hafa samskipti við NOVA en nú hafa vopnin snúist í höndunum á þeim.

Ég talaði fyrst við þjónustuver símans og svo við afgreiðslumann í verslun símans.  Fátt var um svör.  Einn sagði :"ég vona að við finnum betri lausn en þetta Frelsi", hinn sagði:  "Getur hann ekki verið með tvo síma?"

Það er tímaspursmál þar til ég og konan skiptum líka því það kostar ekkert fyrir okkur að hringja í hvort annað, þeir sem reyna að hringja í okkur bera allan kostnaðinn.

Ef hann væri áfram í Frelsi en borgaði 2000 kr. aukalega á mánuði má hann velja og hringja í hámark sex vini sína ótakmarkað og óháð kerfi, en bara 60 mínútur hámark á mánuði.   Ef hann hringir minna en 60 mínútur fást 2000 krónurnar væntanlega ekki endurgreiddar.   Svona verðskrár eru ekki til að auka yfirsýn og auðvelda verðsamanburð.

Þetta minnir mig á þegar VISA hélt innreið sína á Íslandi.  Kaupmaðurinn þarf að borga fyrir VISA og veltir þeim kostnaði á vöruna, enginn býður staðgreiðsluafslátt.  Þú ert því búinn að borga fyrir VISA hvort sem þú notar það eða ekki.  Eins gott að nota VISA...

Eru þetta endalok Símans?  Stay tuned...

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband