Bloggfærslur mánaðarins, desember 2011

Bílaliðið þegir þunnu hljóði

Bílaliðið þegir þunnu hljóði 

Desember 2011 hefur sýnt okkur hve vitlaus bíladellan er, sem stjórnmálafólk treður upp á landann þessi dægrin. Hér á heimskautinu ráðast stjórnvöld gegn þeim fjölskyldum sem setja heilsuna framar öllu, ferðast um með börnin í reiðhjólastólum í leikskólann og í skólann á hjóli sem þau nota síðan hvort á sinn staðinn í Reykjavík í vinnuna.
 
billiskafli
 
 
En það uppfyllir ekki staðalímynd borgar- og landsyfirvalda, sem er hjólalaust par á bíl með krakkann afturí, býr í einbýlishúsi í Garðabæ og allt sem þau gera, skólar, vinna, námskeið, skemmtanir, vinaheimsóknir osfrv. er inní litlu sófasetti á hjólum. Ekki skal farið eftir því hvernig Íslendingar eru eða hvernig lífið er á Íslandi, heldur hvernig það ætti að vera, samkvæmt stöðluðu amerísku kapítalístísku lífsmynsturmódeli . 

Raunveruleikinn er síðan allt annar: Sama hversu vel snjórinn væri skafinn, ef hann væri skafinn, þá gengur þetta bílaskrölt ekki upp í landi þar sem skiptast á skin og skúrir, frost og fannfergi. Varla kemur á óvart að alvarlegum slysum á bílum fjölgar. 

Ef þessu stjórmálafólki er alvara með það að við eigum öll að vera á bíl þá verður það að fórna bíladraumnum sínum þegar því verður að ósk sinni og olíuleysisárin koma aftur, í anda ársins 1974. 

Um áramótin á víst að ganga almennilega frá því glæpafólki sem dirfist að sækjast eftir öryggi og betra lífi á hjóli, með því að skattleggja reiðhjól út úr kortinu. Stjórnvöld ríkis og borgar sækja að einstaklingnum og fjölskyldunni úr öllum áttum, en þegar öryggi borgaranna er ógnað, þá er komið að því að láta þetta yfirvald lönd og leið. 
 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband