Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Hvers virði er krónan?

1,1% er ekki fréttnæmt.  Ég er ekki frá því að ég hafi sjálfur styrkst um 1% í nótt en ég er ekkert að básúna það við vini og vandamenn.

Varðandi gengið á krónunni: hér er verðið á Evru frá upphafi (grafið er frá www.m5.is):

 evran_579795.png

 

 

Myndin talar sínu máli.   Evran er svo fokdýr að engin fordæmi eru fyrir öðru eins.

Geir Haarde sagði að krónan væri of lágt skráð.  Það væri gaman að trúa því en ég hef ekki skilið rökin fyrir fullyrðingunni.  Er fullyrðingin bara barlómur, eins og þegar einhver segist vera með of lág laun? 

Við trúum á frjálshyggju hér á landi síðast þegar ég vissi.  Er það ekki markaðurinn sem ákveður verðið á krónunni?  Af hverju er sjálfsagt að nýja verðið á evrunni sé frávik en ekki nýtt og rétt verð sem endurspeglar afleiðingar gjörða okkar?


mbl.is Krónan styrkist um 1,1%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vits er þörf þeim er víða ratar (og GPS tækis)

Fyrir löngu gáfu landmælingar Íslands út Íslandskort sín á geisladiskum. Forritið sem fylgdi diskunum heitir LMI Visit 4.22. Það leyfir notendum að skoða kortin og teikna slóðir á þau en lítið annað.

Sér í lagi er hvorki hægt að lesa slóðir né vista þær eða færa yfir í GPS tæki enda voru Garmin tæki varla til þegar landakortin komu út.  Þessir diskar eru ennþá til sölu mér vitanlega en með algerlega úreltum hugbúnaði.

Fyrir nokkrum árum skrifaði ég lítið forrit sem les skrá frá forriti Landmælinga (VIP format) og breytir henni í skrá sem Garmin MapSource eða Google Earth geta lesið (GPX format) og öfugt.

Þessi mynd er af slóða úr Garmin tæki sem ég hef opnað í kortaforriti Landmælinga.  Slóðinn er frá kajakróðri upp á Skaga en það er svo annað mál.


kajakferd.png

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þeir sem hafa áhuga á að nálgast forritið mega hafa samband við mig, tölvupósturinn er karih@ru.is


Ég get ekki gert marga hluti í einu

Ég er fullfær um að jórtra tyggjó meðan ég stikla upp á Baulu en að öðru leyti líkar mér illa að hafa of margt á könnunni í einu.  Ég rakst á grein sem byrjar svona:

Í einu fjölmargra bréfa til sonar síns, ráðleggur Chester lávarður eftirfarandi: Dagurinn er nógu langur ef þú gerir einn hlut í einu, en ef þú reynir að gera tvo hluti nægir árið ekki til".

Að mati hans var einbeiting að einum hlut í einu ekki aðeins skynsamleg heldur vitnisburður um greind viðkomandi:  "Stöðug einbeiting sem hvikar ekki er merki um afburðargáfur rétt eins og flýtir og æsingur vitna óskeikult um veikgeðja og léttvæga hugsun".

 

Sammála.

 

 


Eyðsla og bensínverð - og Metangas

Fyrir nokkrum árum áttum við bíl sem eyddi 8 á hundraðið og bensínið kostaði 100 kr lítrinn.  Við keyrum 14 þúsund km á ári svo kostnaðurinn var 112 þúsund á ári.

Nú eigum við jeppa sem eyðir 18 á hundraðið og bensínið kostar 180 kr lítrinn svo nýja árseysðlan er 453 þúsund á ári eða 37.750 á mánuði.

Ef við hendum jeppanum (fáum ekkert fyrir hann býst ég við) og kaupum bíl sem eyðir 6 lítrum á hundraðið færi bensínkostnaðurinn niður í 151.200 á ári eða 12.600 á mánuði, sem er sparnaður upp á 25.150 á mánuði.

Afborganir af nýjum bíl væru meira en það og því rekum við jeppann áfram.

Hins vegar gætum við breytt jeppanum fyrir Metangas.  Mér sýnist bretar vera búnir að taka við sér í þessu, og land rover eigendur eru að láta breyta jeppunum sínum þar.

Hér er heimasíða hjá fyrirtæki sem hefur breytt Land Rover jeppum:

http://www.wains-classic-rebuilds.co.uk/

rr_94_99_08.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér eru almennar upplýsingar um breytingar á bensínbílum:

http://www.autogas.ltd.uk/conversion.htm

Hér á landi er aðeins einn áfyllingarstaður fyrir Metangas.   Mér þykir freistandi að taka áskorun Geirs Haarde og láta breyta jeppanum en á meðan engin stefna er komin frá stjórnvöldum um verð og framboð á metangasi þori ég ekki að slá til.  Mikið vildi ég að stjórnvöld tækju af skarið þarna!

Ef ég gæti fengið afslátt eða styrk til að láta breyta bílnum, eða fengið loforð um fleiri áfyllingarstöðvar væru þetta meira en orðin tóm.

Hér er slóð á fyrirlestur Björns H. Halldórssonar um Metanbíla.

---

Fyrir ykkur sem viljið hugleiða bensínkostnað má hér sjá árlegan kostnað í bensínkaup ef keyrðir eru annars vegar 14 þúsund km á ári og hinsvegar 35 þúsund km á ári.  Dálkarnir eru verð í krónum á lítra en línurnar eru eyðsla í lítrum á hundraðið.

  90 100 110 120 130 140 150 160 170 180 190
5 63.000 70.000 77.000 84.000 91.000 98.000 105.000 112.000 119.000 126.000 133.000
6 75.600 84.000 92.400 100.800 109.200 117.600 126.000 134.400 142.800 151.200 159.600
7 88.200 98.000 107.800 117.600 127.400 137.200 147.000 156.800 166.600 176.400 186.200
8 100.800 112.000 123.200 134.400 145.600 156.800 168.000 179.200 190.400 201.600 212.800
9 113.400 126.000 138.600 151.200 163.800 176.400 189.000 201.600 214.200 226.800 239.400
10 126.000 140.000 154.000 168.000 182.000 196.000 210.000 224.000 238.000 252.000 266.000
11 138.600 154.000 169.400 184.800 200.200 215.600 231.000 246.400 261.800 277.200 292.600
12 151.200 168.000 184.800 201.600 218.400 235.200 252.000 268.800 285.600 302.400 319.200
13 163.800 182.000 200.200 218.400 236.600 254.800 273.000 291.200 309.400 327.600 345.800
14 176.400 196.000 215.600 235.200 254.800 274.400 294.000 313.600 333.200 352.800 372.400
15 189.000 210.000 231.000 252.000 273.000 294.000 315.000 336.000 357.000 378.000 399.000
16 201.600 224.000 246.400 268.800 291.200 313.600 336.000 358.400 380.800 403.200 425.600
17 214.200 238.000 261.800 285.600 309.400 333.200 357.000 380.800 404.600 428.400 452.200
18 226.800 252.000 277.200 302.400 327.600 352.800 378.000 403.200 428.400 453.600 478.800
19 239.400 266.000 292.600 319.200 345.800 372.400 399.000 425.600 452.200 478.800 505.400
20 252.000 280.000 308.000 336.000 364.000 392.000 420.000 448.000 476.000 504.000 532.000
            
14000 km á ári          
            
  90 100 110 120 130 140 150 160 170 180 190
5 157.500 175.000 192.500 210.000 227.500 245.000 262.500 280.000 297.500 315.000 332.500
6 189.000 210.000 231.000 252.000 273.000 294.000 315.000 336.000 357.000 378.000 399.000
7 220.500 245.000 269.500 294.000 318.500 343.000 367.500 392.000 416.500 441.000 465.500
8 252.000 280.000 308.000 336.000 364.000 392.000 420.000 448.000 476.000 504.000 532.000
9 283.500 315.000 346.500 378.000 409.500 441.000 472.500 504.000 535.500 567.000 598.500
10 315.000 350.000 385.000 420.000 455.000 490.000 525.000 560.000 595.000 630.000 665.000
11 346.500 385.000 423.500 462.000 500.500 539.000 577.500 616.000 654.500 693.000 731.500
12 378.000 420.000 462.000 504.000 546.000 588.000 630.000 672.000 714.000 756.000 798.000
13 409.500 455.000 500.500 546.000 591.500 637.000 682.500 728.000 773.500 819.000 864.500
14 441.000 490.000 539.000 588.000 637.000 686.000 735.000 784.000 833.000 882.000 931.000
15 472.500 525.000 577.500 630.000 682.500 735.000 787.500 840.000 892.500 945.000 997.500
16 504.000 560.000 616.000 672.000 728.000 784.000 840.000 896.000 952.000 1.008.000 1.064.000
17 535.500 595.000 654.500 714.000 773.500 833.000 892.500 952.000 1.011.500 1.071.000 1.130.500
18 567.000 630.000 693.000 756.000 819.000 882.000 945.000 1.008.000 1.071.000 1.134.000 1.197.000
19 598.500 665.000 731.500 798.000 864.500 931.000 997.500 1.064.000 1.130.500 1.197.000 1.263.500
20 630.000 700.000 770.000 840.000 910.000 980.000 1.050.000 1.120.000 1.190.000 1.260.000 1.330.000
            
35000 km á ári          
            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband