Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Um lýðræði, frjálst framtak og fleira

Farþegar í lestarvagni fóru að fikta í hitastilli sem sem hafði verið  stilltur á 20 gráður. Upp komu deilur.

Kulvísa fólkið vildi fá 22 stig en þeir sem voru þreknir vildu heldur 18 gráður.  Haldin var atkvæðagreiðsla og hitinn ákveðinn 22 stig með naumum meirihluta.

Dsc00950Menn voru almennt sammála um að lýðræðinu hefði verið fullnægt, en þreknu  farþegarnir héldu áfram að svitna og hugsuðu með sér að það hefði verið gott ef  einnig hefði verið kosið um óbreytt ástand.

 

 

 

 


Seinna komu lestarvagnar með fjögurra manna klefum.  Nú sátu þeir heitfengu  saman við opna glugga og þeir kulvísu gátu hjúfrað sig í öðrum klefum með ofninn  á fullu og gluggana lokaða.  Allir voru ánægðir og ekkert reyndi á lýðræðið.
97mos_train1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 ---

Ég hef séð þykk ský af fuglum á flugi en ég hef aldrei séð tvo fugla rekast á og  hrapa.

Nokkrir tugir flugvéla að meðaltali eru yfir Atlantshafi á hverju augnabliki.  Hver flugvél um sig hefur meira pláss en kúkur í keppnislaug.  Samt þarf aragrúa  af flugumferðarstjórum mörg þúsund kílómetra í burtu til að stýra þeim.
swarm

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vita fuglar eitthvað sem flugmálayfirvöld vita ekki?

---

Í frumskóginum er einstaklingsframtakið á fullu.  Hæstu tréin sólunda ómældri  orku í að verða hæst til að njóta sólar.  Plönturnar fyrir neðan deyja úr  ljósskorti.

Í sama skógi hjálpast maurar að.  Samhjálpin er alger og eigingirni ekki til  enda spurning hvort hver maur hafi meðvitund.

---

Ég hef séð sérfræðing hanna vélmenni sem á að rata út úr völundarhúsi.  Ég hef  líka séð völundarhús leyst með því að hella vatni ofan í það svo vatnsbunan  lekur út um útganginn.  Hvernig fór vatnið að því að rata?  Til hvers þurfti þá  allar tölvugræjunar?

Bristol_water_maze

 

 

 

 

---

Bifreiðaeftirlitið gamla fannst mér gott dæmi um leiðinlegt fyrirtæki.  Það var  ríkisrekið. Einkarekna Lyf og heilsa er í 2.sæti hjá mér.  Fyrirtækið sem mér  líkar best við þessa stundina er rekið af bænum: Sundlaugarnar.  Einkarekni  Bónus er í 2.sæti.

---

Átti lýðræðið við hjá lestarfarþegunum?  Lestarfélagið leysti málið án þess að  reyndi á lýðræði.

Er miðstýring betri, eða á hver einstaklingur að ráða sér sjálfur, eins og  fuglarnir gera á flugi?  Kirkjan er miðstýrð, AA samtökin og Al-Quaida ekki.

aqimsamir1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Er samvinnan best eins og hjá maurunum eða gildir einstaklingsframtakið eins og  hjá trjánum?

Á að kaupa dýrar lausnir á vandamálum sem eru kannski ekki vandamál ef maður  setur önnur gleraugu á nefið?

Hvort er ríkisrekstur eða einkarekstur betri?

Ég hef engin patent svör, bara að það er ekki hægt að alhæfa neitt.   Þetta eru bara verkfæri og hvert verkefni er  sérstakt.


Hefðir

Ef ég setti son minn og eiginkonu í kerru og rúllaði þeim á undan mér  niður Laugaveginn myndi fólk í fyrsta lagi segja að ég væri  stórskrýtinn, svo myndi það hugsa:  af hverju labbar fullfrískt fólkið  ekki sjálft í stað þess að láta hann ýta sér?

pushcart

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ef ég sest líka upp í kerruna og læt mótór ýta okkur öllum er þetta  allt í einu ekkert skrýtið lengur...

Mér datt þetta sísona í hug á Laugaveginum í gær.

 100_0003


Álagning

Lyf og heilsa í JL húsinu er farin að selja krem sem ég var vanur að kaupa úti.

tigerbalm

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta ágæta smyrsli inniheldur chili og kamfóru og hitar vel vöðva sem eru aumir eftir hlaup eða skrifborðssetu.   Ég var glaður að sjá kremið aftur, en ekki eins glaður að sjá verðið sem var 750 kr. dósin.

Á Amazon er hægt að panta þessa sömu dós fyrir 3$ eða 190 krónur.  Verðið er því fjórfalt hærra en úti.  Ég er ekki með fjórfalt hærri laun en ég hafði úti.

Þarna er ekki hægt að kenna landbúnaðinum um.  Þetta er bara óhófleg álagning.  Ég verð svo reiður þegar ég sé svona, en það er svo lítið hægt að gera.  Ég labbaði bara út kremlaus.

 


Strætó framtíðarinnar

Ég sá ótrúlega tækni í Tallin í Eistlandi síðustu helgi.  Eistar hafa tekið framúr vetnisstrætópælingum Íslendinga og keyra nú um alla borgina í rafmagns strætisvögnum.

Þeirra tækni nýtir rafmagnið betur en vetnisstrætó gerir.  (Það þarf rafmagn til að mynda vetni). 

tallin310e

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég var að grínast.  Tæknin er ekki ný, hún er áratuga gömul.


Enn einn merkipenni sem vill ekki Windows Vista

Bruce Schneier er höfundur bókarinnar "Secrets and Lies" sem fjallar um tölvuöryggismál, ég les fréttaskeytin hans reglulega.

cover-sandl-200h

Hann er ekki hrifinn af Windows Vista sem hann upplifir sem stórt skref afturábak í réttindamálum tölvunotenda.  Hér er úrdráttur úr grein hans um Vista:

Unfortunately, we users are caught in the crossfire. We are not only stuck with DRM systems that interfere with our legitimate fair-use rights for the content we buy, we're stuck with DRM systems that interfere with all of our computer use -- even the uses that have nothing to do with copyright.

In the meantime, the only advice I can offer you is to not upgrade to Vista. It will be hard. Microsoft's bundling deals with computer manufacturers mean that it will be increasingly hard not to get the new operating system with new computers. And Microsoft has some pretty deep pockets and can wait us all out if it wants to. Yes, some people will shift to Macintosh and some fewer number to Linux, but most of us are stuck on Windows. Still, if enough customers say no to Vista, the company might actually listen.

 Greinin birtist upphaflega í Forbes blaðinu.

 


Hvað verður um skjölin okkar?

Þeir sem vilja fylgjast með tölvuiðnaðinum ættu að lesa bloggið hjá Joel í Joel on Software 

Í nýjasta bloggi rifjar hann upp að Microsoft hefur alltaf reynt að koma í veg fyrir að notendur  Windows og Office prófi eitthvað annað.

Það gerir Microsoft með því að geyma Word ".DOC" og Excel ".XLS" skjöl á leynilegan hátt svo aðrir framleiðendur hugbúnaðar geti ekki opnað skjölin, en einnig með því að hafa "Makróa" inni í skjölunum á sérstöku máli í eigu Microsoft (VBA) til að auka flækjustigið enn frekar.

Nú virðist sem þessi hugmyndafræði sé farin að skjóta Microsoft sjálfa í fótinn. 

Hér er tilvísun í nýjasta bloggið hjá Joel:

What is really interesting about this story is how Microsoft has managed to hoist itself by its own petard. By locking in users and then not supporting their own lock-in features, they're effectively making it very hard for many Mac Office 2004 users to upgrade to Office 2008, forcing a lot of their customers to reevaluate which desktop applications to use. It's the same story with VB 6 and VB.Net, and it's the same story with Windows XP and Vista. When Microsoft lost the backwards-compatibility religion that had served them so well in the past, they threatened three of their most important businesses (Office, Windows, and Basic), businesses which are highly dependent on upgrade revenues.

PS: in researching this article, I tried to open some of my notes which were written in an old version of Word for Windows. Word 2007 refused to open them for "security" reasons and pointed me on a wild-goose chase of knowledge base articles describing obscure registry settings I would have to set to open old files.

It is extremely frustrating how much you have to run in place just to keep where you were before with Microsoft's products, where every recent release requires hacks, workarounds, and patches just to get to where you were before. I have started recommending to my friends that they stick with Windows XP, even on new computers, because the few new features on Vista just don't justify the compatibility problems.

PPS: I was a member of the Excel Program Management team from 1991-1993, where I wrote the spec for VBA for Excel.

Ríkisstjórnir og stofnanir ættu að hugleiða að mörg skjöl sem verða til á tölvutæku formi í dag verða að vera læsileg eftir tíu ár.

Ég efast um að þeir sem eiga gamlar diskettur með Word Perfect og Word 3.0 skjölum eigi auðvelt með að opna þau í dag.  Þetta vandamál er nógu erfitt tæknilega þótt fyrirtæki geri það ekki viljandi verra með leynilegum aðferðum við að vista skjölin.

Þess vegna þarf ríkið að krefjast þess, að skjöl í þeirra eigu séu vistuð á staðlaðan og skiljanlegan hátt.

Þetta finnst mér vera mikilvægara en allt tal um "Open Source hugbúnað".  Ég vil að mín skjöl séu læsileg með nýjum eða gömlum forritum, opnuðum eða lokuðum.

 


Ísskúffur

Sub Zero í Bandaríkjunum framleiðir þessar:

l700BC

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta var merkið sem allt ríka fólkið keypti þar - merkilegt að enginn nýríkur hér á landi skuli vera búinn að flytja þetta inn.

 


Einsleit fjölbreytni

Mér finnst leiðinlegt að kaupa föt en gaman að fara í búðir eins og  Brynju á Laugavegi og Ellingsen.  Sennilega er það dæmigert fyrir  nerda.

Gamla Ellingsen búðin átti allt; flísatangir í svissneska vasahnífa og  kveik í steinolíuofna fyrir neyðarskýli á Hornströndum. Sumt í búðinni  hreyfðist alls ekki en það var samt þannig "C" vara sem laðaði mig  inní búðina og lét mig kaupa "A" vöruna á endanum.  Ég heillaðist af  fjölbreytninni.

(Fyrir þá sem ekki hafa lært lagerhald þá eru A vörur þær sem seljast  mikið en C vörur þær sem seljast lítið).

Í dag eru flestar búðir í hinum öfgunum.  Eingöngu það sem selst vel  er til sölu.  Það kostar pening að liggja með óhreyfða vöru.  Samkvæmt  þessari speki er í lagi að selja skó en ekki skóreimar eða skóáburð og  það má selja reiðhjól en ekki hjólapumpu eða bætur. Mér leiðast svona  búðir.

Það er svo gaman þegar maður finnur það sem mann vantar.  Ef þú ert að  ganga á Hornströndum og lendir í því að skóreimin slitnar ertu í  slæmum málum.  Þegar þú finnur svo sjórekið reipi sem hægt er að nota  sem skóreim er það góð tilfinning. Það er alvöru vöntun, en ég finn  hana sjaldan og það er lúxusvandamál.

Þrýstingurinn að kaupa er mikill.  Raddirnar í útvarpinu sem segja mér  að hlaupa út í búð eru orðnar jafn skerandi og háværar og ég man eftir  þeim í Bandaríkjunum.  Ég er farinn að lækka þegar auglýsingarnar  koma, eins og ég gerði þar.

Þegar mig vantar eitthvað finn ég ekki neitt af því ég er svo erfiður  kúnni.  Síðast vantaði mig nýjan bakpoka því sá gamli er orðinn  slitinn enda hef ég notað hann daglega í mörg ár.  Ég finn ekki poka  sem er lokað með bandi. Ég vil ekki rennilásapoka, því rennilásinn  eyðileggst löngu áður en byrjar að sjást á pokanum.

Ef ég sætti mig við rennilás bjóðast mér tugir poka. Einhversstaðar  ákvað einhver að pokar með bandi væru "C" vara og þar með voru örlög  bandbakpokaþurfandi manna ráðin.

Í Wal-Mart fást plastbollar í öllum litum og með öllum myndskreytingum  - en bara úr plasti.  Ekki leita að kristal. Úrvalið er algert - og  samt ekkert.  Þetta er mótsögnin sem ég settist til að skrifa um.  Ég  get kallað hana "Einsleit fjölbreytni".

Flestar búðir í Kringlunni selja áprentaða bómull, hampur og hör sjást  ekki.  Karlmannaföt eru einsleit, borin saman við úrvalið af  kvennafötum. (Ég veit aldrei hvernig Prince fór að því að finna fötin  sem hann var í).
PF_982028~Prince-Posters
Það er nóg til af ísskápum - en reyndu að finna ísskúffur (ég held  reyndar að það væri góð hugmynd).

Fyrir 250 milljón árum sprakk "Precambrian" sprengjan, en það er  tímabilið í sögu lífsins á jörðinni þegar allar fyrirmyndir allra  dýrategunda komu fram á mjög stuttum tíma.  Bókin sem lýsir þessu er  stórskemmtileg, hún heitir "Wonderful life" og er eftir Stephen Jay  Gould.

Það merkilega er að á þessum tíma urðu til geysilega mörg skrýtin dýr  sem hafa enga samsvörun í dag.  99% af öllum tegundunum dóu út. Öll  dýr í dag eiga forföður meðal eina prósentsins sem eftir lifði.

Steingerfingar hafa fundist af dýrum sem líktust einhverjum  ofskynjunum úr LSD trippi.  Þessi dýr voru hvorki köngulær né ormar né  neitt það sem við þekkjum í dag. Þegar steingerfingar frá þessum tíma  fundust fyrst, fengu fræðingar flog við að reyna að troða þeim inn í  þekkta flokka dýra.

Burgess1

Öll dýr í dag eru annaðhvort skyld spendýrum eða lindýrum eða köngulóm  eða nokkrum öðrum grunnflokkum.  Feykileg fjölbreytni dýra en örfáar  grunnteikningar.  Engin dýr eru til með hjól.  Engin dýr kallast á með  útvarpsbylgjum.  Ef við hefðum ekki steingerfingana myndum við ekki vita þetta og sakna  því einskis.

Svipaða sögu er að segja úr þróun reiðhjólsins og tölvanna.  Spennandi  nýar hugmyndir komu fram þegar í upphafi en örfáar fyrirmyndir urðu  eftir.

Það þarf róttæklinga til að hugsa út fyrir rammann, svo einhvern  tímann verði eitthvað nýtt til.  Það geta ekki allir setið á sömu  grein.  Við þurfum ekki fleiri pizzu staði og rennilásabakpoka.

Orðið "radical" í ensku er þýtt "róttækur" á íslensku.  Það er góð  þýðing því "radical" kemur úr "radix" á latínu sem þýðir "rót".

Sá sem er róttækur hugsar um hlutina frá rótinni í stað þess að vinna  út frá þeirri grein sem allir sitja á.

Það er þreytandi að vera róttækur því þá detta manni í hug hlutir eins  og ísskúffur þegar allir eru að leita að ísskáp og svo vill maður ekki  ísskápinn fyrir vikið.  Ég er semsagt róttæklingur. Hver hefði trúað  því, eins og ég er með óspennandi fatasmekk.  Verst er að ég nenni  ekki að stofna ísskúffufyrirtæki.


Hver prentaði húsið þitt?

Ég sá þrívíddarprentara í boði Iðntæknistofnunar um daginn. Þessir  prentarar geta "prentað" hluti eins og aðrir prentarar prenta texta og  myndir.

01OTJ_3Dprinter_fig3

Prenttæknin hefur gerbylt menningunni nokkrum sinnum, fyrst þegar  Gutenberg prentaði Biblíuna en líka þegar rafmagnsrásir voru prentaðar  og tölvan varð almenningseign.

Ég fór að velta fyrir mér hvort næsta prentbylting gæti ekki verið  húsagerð?  Það er ekki mikill eðlismunur á því að prenta hús eða rökrás þótt stærðarhlutföllin séu þó nokkur.

Eins og góður akademíker leitaði ég að heimildum og fann frumkvöðul í  Kaliforníu sem er að reyna að prenta hús. Ég hafði séð fyrir mér að  leggja út sand í þunnu lagi, og sprauta svo lími eða sementi í sandinn  þar sem veggir ættu að standa.

Kaliforníuútgáfan sprautar steypu úr stút og notar múrskeiðar báðum  megin við stútinn til að forma vegginn. 

welcome

Vélmennin eru að koma en þau líta ekki út  eins og ég hélt.

 


Hver gætir varðmannanna?

"Quis custodiet ipsos custodies" spurði Sókrates.

Forritarar finna ekki villur í eigin forritum því þeir vilja (ómeðvitað) ekki  finna þær. Þess vegna þarf einhver annar að prófa forritin.  Þetta eru viðtekin  sannindi í hugbúnaðarverkfræði.  

Rithöfundar fá vini sína til að lesa uppkast yfir.  Ökukennarar senda nemendur í  ökupróf í stað þess að prófa þá sjálfir.

Af hverju prófa þá kennarar eigin nemendur?

nasty_teacher

Ef nemendur fá lélegar einkunnir lítur kennarinn illa út.  Þess vegna skrifar  hann próf sem er jafn lélegt og kennslan. Nemendur borga skólagjöld og kennarar  verða ómeðvitað skuldbundnir til að leyfa þeim að ná.  Nemandinn er farinn að  borga laun kennarans.  Ekki bítur maður höndina sem fæðir mann?

Útkoman er gengisfelling á námi.

 

 

 

 

 

Við gætum búið til deild hjá ríkinu sem fylgist með gæðamálum í kennslu. Betri  leið að breyta þessu er að aðskilja kennara og próf.

Stærri skólar myndu stofna próftökusetur.  Nemendur gætu bókað tíma og mætt í  próf þegar þeim hentar.  Mörg próf væri hægt að halda í tölvuherbergi og fá  einkunn samstundis.  Önnur próf væru yfirfarin af kennurum eða nemendum sem væru  á launum við að yfirfara svör sem þeir fengju send frá setrinu.

Prófið væri ekki úr námsefni allra faga heillar annar heldur í afmörkuðu efni,  t.d. fylkjareikningi eða röðunaralgrímum, efni sem nemandinn var 1-3 vikur að  tileinka sér.  BS gráða yrði samsett úr mörgum svona stöðuprófum.

Prófstress yrði úr sögunni því prófin væru fleiri, en minni, og í boði allt  árið.

Nemendur gætu fengið aukavinnu hjá próftökusetrinu við að semja nýjar  prófspurningar og við að fara yfir svör.

Kennarar geta einbeitt sér að því að kenna.  Ef nemandi spyr: "Verður þetta á  prófi?" getur kennarinn svarað "ég veit það ekki, verðum við bara ekki að gera  ráð fyrir því?"  Prófin verða aftur það mælitæki sem þeim var ætlað að vera.

Nemandi frá HÍ gæti tekið próf hjá HR.  Nemandi frá námshópum Ísafjarðar gæti  tekið próf í MIT.

Sumir telja sig ekki þurfa kennslu og fyrirlestra til að taka próf, þeir geta þá  lesið sjálfstætt og sparað tíma og peninga.  Aðrir vilja fá kennslu vegna vinnu  sinnar en telja sig ekki hafa gagn af próftöku.  Þetta kerfi myndi henta báðum  aðilum.

Skólasetur gætu orðið til um allt land sem einbeittu sér að kennslu í afmörkuðum  fögum.  Nemendur þeirra myndu snúa sér til viðurkenndrar prófstofnunar til að  taka próf eftir að hafa stundað námið.

BS gráða eins nemanda gæti orðið til hjá mörgum stofnunum á mörgum árum og verið  blanda af staðarnámi, fjarnámi og sjálfnámi.  Ef nemendur ná góðu prófi væri það  góð auglýsing fyrir viðkomandi skólasetur.

Þarna myndu opnast möguleikar fyrir t.d. Ísafjarðarkaupstað að verða  "stærðfræðihöfuðstaður Íslands".  Þótt rannsóknarháskóli með dýran sérhæfðan  búnað geti kannski ekki risið þar á samt að vera hægt að bjóða þar kennslu eftir  menntaskólastigið.  Þarna opnast leið til þess.

Þetta er ekki ný hugmynd.  Íslendingar á miðöldum stunduðu nám hjá presti í  héraði og tóku svo próf í lærða skólanum um haustið.  Economist skrifaði grein  um þetta sama efni um daginn.  Ég held að það sé mikið til í þessu.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband