Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Fuglagarg og blómafýla

Ég er aftur kominn til Frakklands.  Ég hjóla í vinnuna eftir merktum hjólaleiðum og læt ilm af blómum, nýbökuðu brauði og ilmvatni á leiðinni gera mig meyran.

Borgarbúar Rennes eyða sínum sveiflulausu Evrum gegndarlaust í blóma- skreytingar meðfram vegum, skraut á húsmæna og málningu þótt húsin séu ekki orðin almennilega þakin veggjakroti eða flögnuð af þeim málningin.

Náttúran bruðlar með gjafir sínar til kvennanna sem ganga berleggjaðar og mittisgrannar í tísku sem hlýtur að hafa kostað eitthvað.  Af hverju geta þær ekki verið hraustlegar með ístru undir flíspeysum fyrir aftan barnavagna um táningsaldurinn eins og heima?

Í stuttu máli er ég í góðu skapi því hér er alltaf sama helvítis blíðan, fuglagarg og blómafýla*.

Ég ætla að blogga stutt og sjaldan á næstunni og reyna að fylgjast sem minnst með fréttum frá Íslandi því áhyggjur af afleiðingum óráðsíunnar eru slítandi og tímafrekar.

    Kveðja, Kári

 

 

* Tilvitnun frá Sigurði Rúnari Sæmundssyni

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband