Það á ekki að þurfa myndlykil

Það er verið að hætta loftnetsútsendingum á gamla hliðræna PAL merkinu um allan heim. Þess í stað er komin stafræn útsending sem heitir DVB, hún er samt áfram send út um loftnet. Öll ný sjónvörp eru með móttakara fyrir DVB útsendingar.

M.ö.o. eru notendur búnir að borga fyrir stafrænan myndlykil þegar þeir kaupa nýtt sjónvarp. það þarf bara að stinga kortinu frá Vodafone í rauf á sjónvarpinu ef menn vilja horfa á læsta dagskrá, Stöð 2,danska sjónvarpið, BBC o.s.frv.

1) Ef þú ert með nýtt sjónvarp, gakktu þá úr skugga um að þú sért að nota DVB móttökuna en ekki úreltu PAL móttökuna.

2) Það er engin ástæða til að slökkva á loftnetsútsendingum á nýja DVB merkinu, loftnetsútsendingar sem slíkar eru ekki úreldar og ekki á útleið nema síður sé, þótt gamli PAL staðallinn sé það vissulega. ADSL er ekki betra en loftnetsútsending nema menn vilji nota myndaleiguna.

3) Útsendingar í loftneti eru nákvæmlega jafn góðar og útsending á Breiðbandi eða ADSL eða Ljósneti, þetta er sama stafræna merkið. Það munar ekki einum einasta Pixel. (Vodafone og Síminn hafa hins vegar engan hag af því að segja frá því. Kauptu frekar Skeljungs V-Power bensín ef þú ert með peninga sem þú þarft að losna við.)

Ég vona að þessi fyrirspurn á þingi sé byggð á einhverjum misskilningi. Það þarf enga myndlykla og það er skammarlegt hvað yfirvöld og fjölmiðlar hafa kynnt þessi tæknimál illa fyrir almenningi.


mbl.is Myndlykill ekki inni í nefskatti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Reykdal

Það getur munað nokkrum pixlum á milli loftnets og IPTV.

 Tek fram að ég er ekki með 100% réttar tölur en nokkuð nærri lagi:

Vodafone DVB-T er ca. 5.5Mbit/s (þar af um 4Mb mynd).

Síminn IPTV er ca. 3.8Mb/s (bæði mynd og hljóð minnir mig)

Síminn DVB-C (Breiðbandið, stafrænt) er 5.5Mb/s.

Einnig hafa móttökuskilyrði um loftnetið áhrif á myndgæðin (veðurfar, sólblettir) en slíkar sveiflur eru nær óþekktar á DVB-C en IPTV er oft á tíðum höktandi helvíti.

 Þjöppunin á stafrænu miðlunum er svo skelfilega mikil að mjög oft er betri mynd á gamla PAL en á þeim, sást greinilega í síðustu Eurovision keppni sem dæmi.

JR

Jóhannes Reykdal, 6.6.2011 kl. 12:04

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Hér eru upplýsingar sem koma að gagni. Fari ég í verslun að spyrjast fyrir um flatskjái(sem taka minna pláss),þá skýra þeir munin í bókstöfum,HD.og ehv.  Kári,má ég eða öllu heldur,bið um bloggvina samband,ætlunin er síðan að sýna og skoða upplýsingarnar í færslunni),vegna fyrirhugaðra breytinga. Gat ,,stolið,, færslunni á faecbook,það er löðurmannlegt ( væri það um stjórnmál ok),auk þess er ég alltaf að detta öðru hverju út þar. Takk fyrir þessar upplýsingar,Mb. kv.

Helga Kristjánsdóttir, 6.6.2011 kl. 13:12

3 Smámynd: Kári Harðarson

Það var betur sagt frá þessu á Smugunni.

Þar er sagt, að RÚV ætli að hætta að senda út um sitt eigið dreifikerfi sem er hliðrænt og úrelt, en treysta þess í stað á dreifikerfi Vodafone og Símans.

Með fullri virðingu þá treysti ég þeim ekki alveg nógu vel því þeir hafa offjárfest í ADSL kerfinu og vilja að allir noti það, þótt þörfin sé ekki til staðar. Þetta sést vel á stöðum eins og Aflagranda 40 þar sem Breiðbandið var rifið úr sambandi hjá gömlu fólki án þess að neitt væri boðið í staðinn nema sjónvarp yfir Internet sem er dýrt og lélegt.

Kári Harðarson, 6.6.2011 kl. 14:28

4 Smámynd: Jóhannes Reykdal

Held að það standi ekki til að leggja dreifikerfi RÚV.

Jóhannes Reykdal, 6.6.2011 kl. 17:12

5 Smámynd: Kári Harðarson

Ég vona að það sé rétt Jóhannes.

RÚV hefur verið þögult um sín framtíðaráform. Það eru engar upplýsingar á heimasíðu þeirra.

Kári Harðarson, 6.6.2011 kl. 17:16

6 Smámynd: Jóhannes Reykdal

Einnig varðandi IPTV þá er það ekki "yfir Internet" heldur er það multicastað yfir IP-net Símans/Vodafone yfir í símstöð.

Jóhannes Reykdal, 6.6.2011 kl. 17:35

7 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Það er ennfremur á mörgum stöðum úti á landi þar sem Rúv er bara með senda og hefur alltaf bara verið eina sjónvarpsrásin. Það er ljóst að þegar dreifikerfið verður digital, þá mun þetta breytast til batnaðar varðandi fjölda sjónvarpsstöðva fyrir fólk á þessum stöðum.

Ég ætla einnig að minna á þá staðreynd að Rúv tapaði DVB-T tíðnileyfinu sínu fyrir nokkrum árum síðan.

Jón Frímann Jónsson, 6.6.2011 kl. 18:47

8 Smámynd: Kári Harðarson

RÚV tapaði tíðnileyfinu væntanlega vegna þess að þeir höfðu skuldbundið sig til að hefja útsendingar en gerðu það ekki.

Kannski er réttara að byggja ekki upp nýtt dreifinet og leyfa Vodafone og Símanum að sjá um dreifinetin.

Hinsvegar á fólk með ný sjónvörp ekki að þurfa myndlykla til að taka á móti ólæstri ríksdagskrá. Það tíðkast ekki á hinum norðurlöndunum.

Myndlyklarnir eru hluti af söluvöru símfyrirtækjanna sem gerir þeim kleift að selja læsta dagskrá og ADSL búnað. Þeir sem hafa ekki áhuga á þessum vörum eiga ekki að þurfa að borga fyrir þær.

Kári Harðarson, 6.6.2011 kl. 22:22

9 Smámynd: Kári Harðarson

Jóhannes, ef þetta er rétt með bandbreiddina, þá staðfestir það grun minn að myndin hafi versnað þegar Ljósnetið tók við af Breiðbandinu.

Mér finnst ég sjá verri "pixellationir" eftir að ljósnetið tók við, sérlega áberandi í dimmum kvikmyndum eða þegar mikið er að gerast, fuglar á flugi, snjókoma í skógi...

Ég hélt að bandbreidd Símans fyrir sjónvarp yfir ADSL væri alltaf sú sama óháð þeim net aðgangi sem fólk hefði keypt, og að hún væri jafn mikil og á Breiðbandinu, þetta væri sama merkið.

Kári Harðarson, 6.6.2011 kl. 23:19

10 identicon

Kári , Jú þetta er rétt með bandbreiddina, það er mismunandi bitrate á þessum straumum, nú er ég mæð bæði ADSL og DVB og tek þetta beint digital inn á tölvuna ( linux MythTV)  og sú vél spítir þessu beint í skrá, og það er góður stærðar munur þarna á( og gæða ), Svo er ADSL prófíll allstaðar( held um 4MB sá sama ( þ.e. innan sama símafyrirtækis , en líklegt er að hann sé annar á Ljósleiðaranum, en já því meiri hreifing á myndini því verra lítur þetta út á lower bitrates, ef þeir hefðu aðstæðu til að keyra t.d. multipass á efnið í Encoding þá væri hægt að nýta þetta betur, eða nota t.d. h.264 staðalinn við myndvinnsluna þar sem hann kemur betri mynd yfir minni bandbreidd , en tekur mun meira af CPU.

En mér finnst í hnotskurn aðalmálið vera að fólk skuli tala um afruglara, þegar verð er að meina Stafrænn mótakari ( þar er ekkert verið að fara afrugla eitt eða neitt ) og eins og þú réttilega bendir á eru þessi mótakarar í öllum LCD sjónvörpum, enda í lögum í framleiðslu á slíkum tækjum að þetta verði að vera síðan 2008 af ég man rétt.

Hafþór Hilmarsson O'Connor (IP-tala skráð) 9.6.2011 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband