Færsluflokkur: Samgöngur

Rafmagnsreiðhjólin eru komin til að vera

Gangandi vegfarendur í Kína mega vara sig á rafmagnsreiðhjólum þessa dagana. Yfirvöld voru ekki viðbúin gífurlegri aukningu á þessum hjólum sem voru sjaldséð fyrir nokkrum árum en eru nú framleidd í 22 milljónum eintaka á ári og seljast fyrir 11 milljarða bandaríkjadollara.

Framleiðsla á venjulegum hjólum hefur fallið um 25% því flestir virðast ekki hafa á móti smá aðstoð við að komast áfram veginn.

black-matra-ms1-electric-bicycle_992385.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

Rafmagnshjólabransinn er erfiður því mikið offramboð er á þessum hjólum, gæðin eru mjög mismunandi og framlegðin lítil. Fyrirtækin sem hafa leyfi til að framleiða þau eru 2.600 talsins en sennilega eru um þúsund þeirra virkir framleiðendur.  Flest byrjuðu að framleiða venjuleg reiðhjól, önnur koma úr mótorhjólabransanum. Stærsti framleiðandinn, Jiangsu Xinri Electric Vehicle co. framleiddi 1,8 milljón "e-reiðhjól" á síðasta ári.

Framleiðendur búast við mikilli aukningu í útflutningi á hjólunum, sérstaklega til Evrópu og Norður ameríku, en þangað voru 70% af útflutningnum send á síðasta ári. Eitt af hverjum átta hjólum sem selt er í Hollandi núna er rafmagnsreiðhjól. Kínverjar fá 377$ fyrir hvert hjól sem selst þar, til samanburðar fá þeir bara 46$ fyrir venjuleg hjól.

Nú má búast við því að kínverska ríkið verði Þrándur í götu þessa nýja bransa. Fram að þessu náðu engin sérstök lög yfir hjólin, þau þurfti ekki að skrá og ökumenn þeirra þurftu engin leyfi. 2.500 banaslys voru á þessum hjólum árið 2007. Á kvöldin eru þau sérlega hættuleg því margir keyra ljóslausir. Einhver lög segja að hámarkshraði hjólanna sé 20 Km/Klst en flest komast miklu hraðar.

(Hjólið á myndinni kemst í 45 km hraða og getur farið 100 km á einni hleðslu, en það er franskt).

Kínverska ríkið vill samt að fólk noti þessi hjól til að minnka mengun og öngþveiti sem önnur farartæki valda. Sumar borgir hafa hækkað leyfisgjald fyrir vespur og mótorhjól, eða jafnvel bannað þau með öllu. Yfirvöld eru líka að reyna að gera þessi rafmagnsreiðhjól ennþá vistvænni, með því að skylda framleiðendur til að nota lithium rafhlöður í stað blýrafgeyma. Stóru framleiðendurnir eins og Xinri og Yaeda eru í samstarfi við háskóla til að endurbæta tæknina. Sumir þeirra eru farnir að tala um að beita þekkingunni til að framleiða rafmagnsbíla.

Þýtt úr Economist

Upplýsingar um Xinri eru hér.

Ísland hefur því miður leyft hjólreiðar á gangstéttum þótt hraði reiðhjóls sé fjórfaldur hraði gangandi vegfarenda,  í stað þess að greiða götu þeirra á malbikinu og byggja upp almennilegt net hjólastíga.  Þessi rafmagnsreiðhjól eiga fullt erindi til Íslands en þau á ekki að leyfa á gangstéttum.  Ég legg til að öll reiðhjól verði bönnuð á gangstéttum en þess í stað verði gert ráð fyrir þeim á götunni eins og í öðrum löndum.

 


Á Landsspítalinn nýi að fara austar í borgina?

Ég vil benda á sérstaklega gott blogg um arkitektúr og skipulagsmál hér:

http://blog.eyjan.is/arkitektur/

 

Það er Hilmar Þór Björnsson arkitekt sem á síðuna en hann hannaði m.a. Grafarvogskirkju.

Ég mæli sérstaklega með að byrja á þessari grein varðandi byggingu nýs Landsspítala:

http://blog.eyjan.is/arkitektur/2010/01/13/hagsmunaadilar-deiliskipuleggja/

 


Flutningar á landi

Flutningafélagið Maersk er farið að hægja á flutningaskipunum til að spara eldsneyti. Hraðinn er nú 10 hnútar í stað 26 áður. við þetta sparast 5000$ á klukkustund í olíu á stóru flutningaskipi.

Meðalhraðinn er við þetta orðinn minni en var á seglskipunum fyrir 100 árum sem fóru um hafið á 13 hnúta hraða.

Það má því fara að skoða hvort tími seglskipa til vöruflutninga fari ekki að koma aftur?

Danir hafa skoðað seglskip vandlega, en aðal ástæðan fyrir því að þau eru ekki vinsæl ennþá samkvæmt þeim, er að plássið sem seglin taka á þilfarinu kemur í veg fyrir að hægt sé að stafla eins mörgum gámum.

Eitt sem af þessu má læra er að vörur þurfa ekki hraðar samgöngur þótt farþegar krefjist þess.  Verst hvað skipstjórum / ökumönnum myndi leiðast að lulla svona.  Þá dettur mér annað í hug:

Íslendingar gætu leyst vöruflutninga á eftirfarandi hátt: Breikkum vegaöxlina á hringveginum þar sem hún er ekki til staðar, svo hægt sé að keyra mjóu farartæki í vegkantinum. Þetta farartæki færi hægt, ca. 15 km hraða, væri mjótt en langt eins og vöruflutningalest, og keyrði á gúmmíhjólum. Enginn ökumaður væri, heldur myndi tækið elta vír sem væri lagður í vegaöxlina.  Vörulestin tæki venjulegar pallettur og væri svo lág að bílar sæju yfir hana og hún færi svo hægt að hjólreiðamenn gætu tekið fram úr henni.

Nútíma vörubílar keyra hratt, þeir tefja samt umferð, þeir eru of þungir á hvert hjól og þeir eru með ökumenn sem vinna vægast sagt leiðinlega vinnu.  Þessi smálest myndi ekki hafa neitt af ofantöldum ókostum.

Eina vandamálið sem ég sé strax er að svona flutningalest gæti ekki keyrt í gegnum bæi. Það væri hægt að setja hana af stað frá Reykjavík, en einhver þyrfti að taka við henni í Borgarnesi og hjálpa henni í gegnum plássið þangað til hún kemst á beinan vegkafla aftur...

1354-img0002.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svona mannlausar lestir keyra þegar um gólfin í stórum verksmiðjum, það getur varla verið erfitt að gera utandyra afbrigði sem getur lullað í vegkanti...

Auðvitað er fullt af vöruflutningum sem gætu ekki notað þessa lest.  Sumir hlutir eru of stórir eða verðmætir til að fara með mannlausri lest, en umferð vörubíla myndi samt  minnka.

Það mætti byrja prófanir á einum kafla, og bæta svo við fleirum seinna.  Hvað með Selfoss - Hellu eða Sauðárkrók - Hofsós?


Verðfall á notuðum lúxusjeppum

Hér er grein um lélega sölu á jeppum í Noregi :

http://dinside.no/motor/bil/biltrender/prisras+pa+brukte+luksus-suver/art798437.html

Verðfallið hjá þeim er samt ekki eins mikið og hér, sýnist mér í fljótu bragði.

Þessi síða, www.dinside.no er býsna góð.

 

 


Rétt forgangsröðun

Gott almenningssamgöngukerfi er bráðnauðsynlegt fyrir efnahag landsins. Allir, ekki bara notendur ættu að borga fyrir það því allir hagnast á tilveru þess.  Gjaldskrárhækkanir gætu verið nauðsynlegar en það eru skattar líka. Ökumenn upplifa minni umferð. Eigendur fyrirtækja og starfsmenn fá betra  starfsumhverfi og betri staði að búa á.  Allir anda að sér hreinna lofti.

Það hefur aldrei verið mikilvægara að bæta almenningssamgöngur. Rétta spurningin er ekki hvort við höfum efni á þeim, heldur hvað gerist ef við borgum ekki fyrir þær?

Ritstjórnargrein New York Times 17.ágúst

Tvær aðrar greinar úr sömu röð:

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband