Færsluflokkur: Hjólreiðar

Hjálmamjálm

"Það sem skipti sköpum í slysinu er að maðurinn var með hjálm".

Einhvern veginn verður það alltaf niðurstaðan í frásögn af hjólaslysum, af því það er svo þægilegt að segja frá því. Þetta er hinsvegar ósköp þunnur fréttaflutningur.

Hvað gerðist þarna? Hvað með ökumann bílsins, af hverju keyrði hann á hjólreiðamanninn? Það hefði skipt sköpum ef hann hefði sleppt því.

Með svona fréttaflutningi er sökin alltaf sett á hjólreiðamanninn.

Ímyndið ykkur ef allar nauðgunarfréttir enduðu á orðunum: "Konan var siðsamlega klædd".


mbl.is Ekið á hjólreiðamann á Vífilsstaðavegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rafmagnsreiðhjólin eru komin til að vera

Gangandi vegfarendur í Kína mega vara sig á rafmagnsreiðhjólum þessa dagana. Yfirvöld voru ekki viðbúin gífurlegri aukningu á þessum hjólum sem voru sjaldséð fyrir nokkrum árum en eru nú framleidd í 22 milljónum eintaka á ári og seljast fyrir 11 milljarða bandaríkjadollara.

Framleiðsla á venjulegum hjólum hefur fallið um 25% því flestir virðast ekki hafa á móti smá aðstoð við að komast áfram veginn.

black-matra-ms1-electric-bicycle_992385.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

Rafmagnshjólabransinn er erfiður því mikið offramboð er á þessum hjólum, gæðin eru mjög mismunandi og framlegðin lítil. Fyrirtækin sem hafa leyfi til að framleiða þau eru 2.600 talsins en sennilega eru um þúsund þeirra virkir framleiðendur.  Flest byrjuðu að framleiða venjuleg reiðhjól, önnur koma úr mótorhjólabransanum. Stærsti framleiðandinn, Jiangsu Xinri Electric Vehicle co. framleiddi 1,8 milljón "e-reiðhjól" á síðasta ári.

Framleiðendur búast við mikilli aukningu í útflutningi á hjólunum, sérstaklega til Evrópu og Norður ameríku, en þangað voru 70% af útflutningnum send á síðasta ári. Eitt af hverjum átta hjólum sem selt er í Hollandi núna er rafmagnsreiðhjól. Kínverjar fá 377$ fyrir hvert hjól sem selst þar, til samanburðar fá þeir bara 46$ fyrir venjuleg hjól.

Nú má búast við því að kínverska ríkið verði Þrándur í götu þessa nýja bransa. Fram að þessu náðu engin sérstök lög yfir hjólin, þau þurfti ekki að skrá og ökumenn þeirra þurftu engin leyfi. 2.500 banaslys voru á þessum hjólum árið 2007. Á kvöldin eru þau sérlega hættuleg því margir keyra ljóslausir. Einhver lög segja að hámarkshraði hjólanna sé 20 Km/Klst en flest komast miklu hraðar.

(Hjólið á myndinni kemst í 45 km hraða og getur farið 100 km á einni hleðslu, en það er franskt).

Kínverska ríkið vill samt að fólk noti þessi hjól til að minnka mengun og öngþveiti sem önnur farartæki valda. Sumar borgir hafa hækkað leyfisgjald fyrir vespur og mótorhjól, eða jafnvel bannað þau með öllu. Yfirvöld eru líka að reyna að gera þessi rafmagnsreiðhjól ennþá vistvænni, með því að skylda framleiðendur til að nota lithium rafhlöður í stað blýrafgeyma. Stóru framleiðendurnir eins og Xinri og Yaeda eru í samstarfi við háskóla til að endurbæta tæknina. Sumir þeirra eru farnir að tala um að beita þekkingunni til að framleiða rafmagnsbíla.

Þýtt úr Economist

Upplýsingar um Xinri eru hér.

Ísland hefur því miður leyft hjólreiðar á gangstéttum þótt hraði reiðhjóls sé fjórfaldur hraði gangandi vegfarenda,  í stað þess að greiða götu þeirra á malbikinu og byggja upp almennilegt net hjólastíga.  Þessi rafmagnsreiðhjól eiga fullt erindi til Íslands en þau á ekki að leyfa á gangstéttum.  Ég legg til að öll reiðhjól verði bönnuð á gangstéttum en þess í stað verði gert ráð fyrir þeim á götunni eins og í öðrum löndum.

 


Þetta er hjólahjálmur!

yakkay_hjalmur_967240.png

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sjáið grein um hjálminn á vefsíðu landssamtaka hjólreiðamanna:

http://lhm.is/hjolamenning/utbunadur/417-flottir-hjolahjalmar


Um hjóladekk

Dekk skipta miklu máli á hjóli, þau hafa áhrif á stýringuna og hversu þungt er að knýja hjólið.

  • Gróft mynstur er hávært og gerir hjólreiðar erfiðari.
  • Dekkjaþrýstingur að vera réttur, annars er mjög líklegt að springi, og þrýstingurinn er hærri en þú heldur. Notaðu því þrýstingsmæli og lestu utan á dekkið hver þrýstingurinn á að vera!  Bíllinn minn notar 35 pund en hjólið yfir 70 pund.
  • Til að forðast að springi skiptir máli að dekkið sé ekki margra ára gamalt og orðið sprungið eða klístrað.
  • Það er miklu auðveldara að hjóla á grönnum dekkjum en þau springa oftar, sérstaklega af því þau eru viðkvæmari fyrir lágum þrýstingi.
  • Til eru dekk með Kevlar strimli undir yfirborðinu.  Þau eru gerð fyrir borgaraðstæður þar sem malbikið er yfirleitt slétt og lítið þörf fyrir gróft mynstur, en öðru  hvoru kemur steinflís, glerbrot eða málmsvarf.  Ég mæli með þessum dekkjum.
  • Gróft mynstur getur fangað steinflísar sem vinna sig svo inn í gegnum dekkið.  Fínna mynstur sleppir frekar þessum steinum.
  • Það skiptir meira máli að kaupa léttari dekk en léttara hjól, dekkin ferðast miklu meira en hjólið :)


Þeir sem hjóla innanbæjar þurfa ekki grófmynstruð dekk.  Mynstur gerir gagn til að tætast áfram í grófu undirlagi, en það á yfirleitt ekki við í bænum.

Bílar eru alltaf með dekkjamynstur til þess að vatn komist undan dekkinu, annars getur vatnsfilma myndast þegar keyrt er hratt ("Aquaplaning").

Hjóladekk eru svo mjó og snertiflötur þeirra við veginn er svo lítill að þessi vatnsfilma getur ekki myndast.  Þar gildir, því meira gúmmí í snertingu við veg, því betra.  Ef þú vilt betri snertingu við veginn á hjóli, kauptu þá dekk með breiðari bana, ekki grófara mynstri.

Hér eru tvær greinar um hjóladekk:

http://myweb.tiscali.co.uk/13q11/cycling/tyres.html

http://www.rei.com/expertadvice/articles/bike+tires.html

 

Þetta dekk myndi ég velja í borgarakstur, ekki grófara:

ea_cycling_tires_inverted2.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dekkjaþrýstingur á hjólum er svo hár, að það er best að kaupa sér almennilega pumpu með þrýstingsmæli.  Handheldu pumpurnar eru ekki nógu öflugar, þótt þær megi nota í neyð.

rencompressor1.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Hvassar steinflísar sprengja hjóladekk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er LOKAÐ

Hjólastígurinn meðfram Hringbraut var tekinn í sundur með gröfum í haust þegar byrjað var að leggja veg til Háskólans í Reykjavík.

Þetta er aðal hjólaleiðin út úr vesturbænum. Sett var upp skilti þar sem stóð:  "ÞAÐ ER LOKAÐ".  Nú er kominn seinni hluti Janúar og enn er leiðin lokuð þótt vanti bara nokkra metra af frágangi á hjólastígnum viku eftir viku.  Ég hef reyndar stolist til að hjóla leiðina undanfarinn mánuð því leiðin er fær, það er bara skiltið og hugsunarleysið eftir.

Það er greinilegt að verktakinn þarf ekki að uppfylla kröfur um að valda ekki ónæði og óþægindum hjá hjólandi og gangandi.  Ef skiltið hefði verið svona:

  • Því miður er lokað vegna lagningu nýs vegar í Nauthólsvík.
  • Áætluð verklok eru 12.desember 2009.
  • Framkvæmdaraðili er Sjálftak hf.

Hefði ég fengið meiri samúð með framkvæmdinni.

Hins vegar stendur bara "Það er LOKAÐ" viku eftir viku og engar framkvæmdir við Hringbraut.  Reyndar er verið að vinna við veginn, það er bara á hinum endanum, rétt hjá Loftleiðahótelinu.

Þarna kemur skýrt fram að borgaryfirvöld eru ennþá að leysa mál hjólreiðamanna með steinsteypu en ekki betra verklagi og framkomu.  Hvers virði eru flottu brýrnar yfir Hringbraut núna þegar ekki er hægt að nýta þær af því öll gatan er lokuð ?  Ég sæi í anda yfirvöld loka Hringbraut fyrir bílum með svona fautahætti.

Hefði ekki mátt þrengja að bílunum og leggja smá hjólastíg í vegkantinn?  Setja upp kurteislegri skilti um hjáleiðir og verklok?  Á meðan þetta angrar ekki bílaumferðina er allt í lagi eða hvað?

Ég veit að þetta er stór framkvæmd og að mörgu að hyggja, erfiðir tímar o.s.frv.  Hins vegar eiga yfirvöld ekki að leyfa svona fautalega framkomu við fólk í borginni sama á hversu mörgum dekkjum það er.


Gangandi vegfarendur verði skyldaðir til að hafa hjálma

Reglulega kemur upp sú umræða að gera hjálma að skyldubúnaði fyrir alla sem vilja hjóla.

Í framhaldi af því datt mér í hug að fara skrefinu lengra og krefjast þess að allir sem eru utandyra án þess að vera í bíl séu með hjálm.

Ég er viss um að umferðarráð getur fundið rök þess efnis að þeir sem eru fótgangandi og verða fyrir bíl skaðast minna þannig.

Þetta lið sem er nógu ruglað til að vera gangandi utan dyra hlýtur að þurfa að láta hafa vit fyrir sér?

890924-001.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég tek fram að ég er að reyna að vera kaldhæðinn.  Plís, þið sem sitjið og setjið reglur:  Látið hjólafólk í friði.  Það vantar hjólaleiðir og gagnkvæma virðingu, ekki reglur af þessu tagi.

Hjálmar gefa falska öryggistilfinningu því þeir láta bílstjóra halda að hjólafólkið sé eitthvað betur varið, og þess vegna megi keyra hraðar og nær því en ella.

Það væri nær að merkja vegkant með óbrotinni línu svo bílar komi ekki nálægt þeim sem hjólar þar án þess að brjóta lög -- og fylgja svo þeim lögum.

Hér er önnur regla sem gæti líka minnkað slys:  Lágmark 10 ára fangelsi fyrir þann sem ekur á hjólandi eða gangandi.  Þá lækkar slysatíðnin sennilega meira, og ég þarf ekki að líta út eins og fífl.


Þjóðverjar í fararbroddi

Ég vissi að Þjóðverjar væru orðnir grænir í orði og æði, en þegar morðingar eru farnir að flýja réttvísina á reiðhjóli finnst mér nýjum og mikilvægum áfanga hafa verið náð í hjólreiðavæðingu þar í landi.

Mig langar til að fara uppá sápukassann og segja að það sé ljótt að keyra yfir hjólreiðafólk, en þetta er óneitanlega svolítið sérstakt tilfelli.

Ég læt því nægja að segja:  Yfirleitt er óæskilegt að keyra yfir hjólreiðafólk en fyrst og fremst ætti þó að haga akstri miðað við aðstæður...

 


mbl.is Morðingi á hjóli ekinn niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig er hægt að skrifa bók um hjólreiðar? Allir kunna jú að hjóla....

„Þetta er fáránleg tímaeyðsla fyrir lögregluna og á fjármunum skattgreiðenda,“ segir Mark Wallace, yfirmaður Sambandi skattgreiðenda, sem hefur það að markmiði að vekja berjast gegn misnotkun á almannafé.

Hvers vegna ekki bók um hjólreiðar fyrir lögreglumenn?  Það er örugglega til lengri bók um lágmarks endurkast frá endurskini á bílnúmerum....

Þessi skatta baráttu samtök munu seint leggjast niður vegna verkefnaskorts.  Þeim er auðvitað í sjálfsvald sett á hvað þau ráðast en samt vildi ég að þau hefðu valið verðugra skotmark.  Sennilega hefur samtökunum þótt reiðhjól vera barnaleikföng og því óhætt að ráðast á notendur þeirra.

Fyrir 50 árum hefði vafalaust verið gert grín að bók sem fjallaði um hvernig hægt væri að hanna eldhús þannig að gott væri að vinna í þeim.  "Það er hægt að afgreiða málið á einni blaðsíðu:  Staður konunnar er  bak við eldavélina.  Af hverju að skrifa eitthvað meira niður?"

Ég hef séð bók um gönguferðir á fjöll sem er meira en 100 bls. (eftir Jón Gauta).  Í henni er grein um mikilvægi þess að halda hita á fótunum og önnur um hvernig maður grefur sig í fönn.  Þetta safnast þegar saman kemur.  Einhver hefði líka getað spurt:  "Hvernig er hægt að skrifa bók um það að fara í labbitúr?"

Það  má spyrja hvort hið opinbera á að gefa út fræðslurit yfir höfuð?  Ég svara því hiklaust játandi.  Ég myndi vilja skoða eintak af þessari hjólreiðabók.


mbl.is Hjólreiðabæklingur gagnrýndur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott borgarhjól

Hjólið á myndinni er með koltrefjareim í stað keðju svo engin smurning kemur í buxnaskálmar og ekkert viðhald er nauðsynlegt.  Gírarnir eru 8 og innvortis og eiga að vera viðhaldsfríir.  Bremsurnar eru diskabremsur bæði framan og aftan  svo ekki þarf að stilla þær.  Þetta er mikilvægt fyrir venjulegt fólk því hjól sem seld eru hvað mest á Íslandi þurfa óvenju mikið viðhald.

Svo fylgja alvöru bretti og hægt er að setja bögglabera á hjólið.  Dekkin eru slétt, næstum mynsturslaus enda rúlla þau mun betur en ef þau væru grófmynstruð.

 

soho_rainygray.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hjólið heitir Soho og er frá Trek.   Svona útfærsla ætti að vera algengari á götum Reykjavíkur, hún hentar mun betur en fjallahjólin - þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég hef orð á þessu en mér blöskrar hvað hjólabúðirnar okkar kaupa mikið inn af fjallahjólum þótt fæstir ætli upp á fjöll.

 


Hefur þú séð þetta hjól?

 Tómas Ponzi vinur minn lenti í að missa hjólið sitt í síðustu viku:

n659582242_1377177_4046.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er svart og af tegundinni "Centurion" (Hundraðshöfðingi) sem er orðið frekar sjaldgæft svo það er auðvelt að bera kennsl á það.

Ef þú hefur séð það liggjandi í reiðileysi, hafðu þá samband við mig í síma 862 9108.

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband