Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Um verðmæti

Ég rifjaði upp þessar samræður úr bíómyndinni Bleika Pardusnum og fannst þær allt í einu svo ógurlega fyndnar:

[After Clouseau accidentally reduces a piano to a pile of rubble]

Mrs. Leverlilly: “You’ve ruined that piano.. But that’s a priceless Steinway !”

Clouseau: “Not any more !”


Ég kýs ekki sjálfstæðisflokkinn á laugardag

Það eru til tvenns konar kjósendur:  Þeir sem velja stjórnmálaflokk eftir að hafa lesið stefnuskrána  eins og neytendur velja vöru eftir að lesa utan á umbúðirnar, og svo þeir sem standa með sínum flokki eins og knattspyrnufélagi og telja að ef flokkurinn gerir eitthvað vitlaust eigi að mæta á landsfund, berjast og bæta þannig flokkinn.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið svo gæfusamur að stór hópur þeirra sem kjósa hann er af seinni gerðinni.  Það þarf mikið til að missa slíka kjósendur.

Um helgina var ég á mannfagnaði þar sem tal snerist um pólitík.  Þar voru eitilharðir Sjálfstæðismenn með stóru S-i  (margir með ættarnöfn) sem lýstu yfir að þeir ætluðu ekki að kjósa flokkinn sinn.

Það er ekki stefna flokksins sem menn höfðu út á að setja heldur spillingin og það að stefnunni hefur ekki verið fylgt.

Spillingin er skiljanleg, enginn hefur gott af of miklum völdum of lengi.  Eina lausnin er að hvíla flokkinn.    Eru nýir formenn jafngildir nýjum flokki?  Ég held ekki - stofnanir hafa sinn eigin kúltúr sem er öflugri en svo að einn og einn nýr meðlimur breyti honum á svipstundu.

Svo er það stefnan.  Formennirnir ráða þar ekki ferðinni heldur.  Út í sal á landsfundi var grár herskari eignafólks sem stjórnar þeim sem uppi á sviðinu stóðu.  Ekki hugsjónafólk að berjast fyrir lífi lýðveldisins, heldur fók sem var hrætt við að missa það sem það hefur sankað að sér, peningum, kvóta og öðru.

Ég væri ekki að standa með sjálfum mér ef ég kysi sjálfstæðisflokkinn núna.  Ég held áfram að trúa á einstaklingsframtakið en trúi ekki að sjálfstæðisflokkurinn standi fyrir það þessa stundina.

Ég er líka svolítið kaldur fyrir frjálshyggjunni í bili.  Draumurinn leit svona út:

bigmac.jpg

 

 

 

 

 

 

 

En svona varð raunveruleikinn:

bigmac1.jpg


Vinna minna, hugsa meira

Þegar ég útskrifaðist úr háskóla lenti ég á einhverjum lista hjá Wall Street Journal sem vildi selja mér áskrift.  Ég þáði boðið og fékk að launum tvær bækur í pósti:

img_0003.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þótt þær væru þunnar reyndust þær mér vel.

Það veit sá sem allt veit að bankastarfsmenn bera hag neytenda ekki fyrir brjósti, sérstaklega þegar kemur að því að selja lán.  Bækurnar vöruðu mig við þessu og reyndust því þyngdar sinnar virði í gulli.

Flestir eiga ferðabækur og uppskriftabækur, því ekki að eiga einhverjar myndskreyttar bækur á mannamáli um fjármál líka?

Mér sýnist þessar bækur vera fáanlegar ennþá á Amazon, fyrir slikk.

 


Flutningar á landi

Flutningafélagið Maersk er farið að hægja á flutningaskipunum til að spara eldsneyti. Hraðinn er nú 10 hnútar í stað 26 áður. við þetta sparast 5000$ á klukkustund í olíu á stóru flutningaskipi.

Meðalhraðinn er við þetta orðinn minni en var á seglskipunum fyrir 100 árum sem fóru um hafið á 13 hnúta hraða.

Það má því fara að skoða hvort tími seglskipa til vöruflutninga fari ekki að koma aftur?

Danir hafa skoðað seglskip vandlega, en aðal ástæðan fyrir því að þau eru ekki vinsæl ennþá samkvæmt þeim, er að plássið sem seglin taka á þilfarinu kemur í veg fyrir að hægt sé að stafla eins mörgum gámum.

Eitt sem af þessu má læra er að vörur þurfa ekki hraðar samgöngur þótt farþegar krefjist þess.  Verst hvað skipstjórum / ökumönnum myndi leiðast að lulla svona.  Þá dettur mér annað í hug:

Íslendingar gætu leyst vöruflutninga á eftirfarandi hátt: Breikkum vegaöxlina á hringveginum þar sem hún er ekki til staðar, svo hægt sé að keyra mjóu farartæki í vegkantinum. Þetta farartæki færi hægt, ca. 15 km hraða, væri mjótt en langt eins og vöruflutningalest, og keyrði á gúmmíhjólum. Enginn ökumaður væri, heldur myndi tækið elta vír sem væri lagður í vegaöxlina.  Vörulestin tæki venjulegar pallettur og væri svo lág að bílar sæju yfir hana og hún færi svo hægt að hjólreiðamenn gætu tekið fram úr henni.

Nútíma vörubílar keyra hratt, þeir tefja samt umferð, þeir eru of þungir á hvert hjól og þeir eru með ökumenn sem vinna vægast sagt leiðinlega vinnu.  Þessi smálest myndi ekki hafa neitt af ofantöldum ókostum.

Eina vandamálið sem ég sé strax er að svona flutningalest gæti ekki keyrt í gegnum bæi. Það væri hægt að setja hana af stað frá Reykjavík, en einhver þyrfti að taka við henni í Borgarnesi og hjálpa henni í gegnum plássið þangað til hún kemst á beinan vegkafla aftur...

1354-img0002.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svona mannlausar lestir keyra þegar um gólfin í stórum verksmiðjum, það getur varla verið erfitt að gera utandyra afbrigði sem getur lullað í vegkanti...

Auðvitað er fullt af vöruflutningum sem gætu ekki notað þessa lest.  Sumir hlutir eru of stórir eða verðmætir til að fara með mannlausri lest, en umferð vörubíla myndi samt  minnka.

Það mætti byrja prófanir á einum kafla, og bæta svo við fleirum seinna.  Hvað með Selfoss - Hellu eða Sauðárkrók - Hofsós?


Kominn í frí!

Snjókall segir við félaga sinn:  Já þetta er skrýtið, ég finn líka gulrótarlykt!

 


Am I boring you?

Ég á hleðsluborvél frá Black & Decker.  Rafhlaðan var orðin slöpp og ég ætlaði að fá nýja í Byko.  Þeir sögðust ekki selja slíkar, betra væri að kaupa nýja borvél því rafhlöður væru í svo óhagstæðum tollflokki. 

Ný borvél með tveim rafhlöðum væri ódýrari en ein ný rafhlaða því fyrri varan lendir í tollflokki með verkfærum, líka rafhlöðurnar sem fylgja.

Höfum við efni á að henda stríheilum borvélum?

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband