Hvað verður um skjölin okkar?

Þeir sem vilja fylgjast með tölvuiðnaðinum ættu að lesa bloggið hjá Joel í Joel on Software 

Í nýjasta bloggi rifjar hann upp að Microsoft hefur alltaf reynt að koma í veg fyrir að notendur  Windows og Office prófi eitthvað annað.

Það gerir Microsoft með því að geyma Word ".DOC" og Excel ".XLS" skjöl á leynilegan hátt svo aðrir framleiðendur hugbúnaðar geti ekki opnað skjölin, en einnig með því að hafa "Makróa" inni í skjölunum á sérstöku máli í eigu Microsoft (VBA) til að auka flækjustigið enn frekar.

Nú virðist sem þessi hugmyndafræði sé farin að skjóta Microsoft sjálfa í fótinn. 

Hér er tilvísun í nýjasta bloggið hjá Joel:

What is really interesting about this story is how Microsoft has managed to hoist itself by its own petard. By locking in users and then not supporting their own lock-in features, they're effectively making it very hard for many Mac Office 2004 users to upgrade to Office 2008, forcing a lot of their customers to reevaluate which desktop applications to use. It's the same story with VB 6 and VB.Net, and it's the same story with Windows XP and Vista. When Microsoft lost the backwards-compatibility religion that had served them so well in the past, they threatened three of their most important businesses (Office, Windows, and Basic), businesses which are highly dependent on upgrade revenues.

PS: in researching this article, I tried to open some of my notes which were written in an old version of Word for Windows. Word 2007 refused to open them for "security" reasons and pointed me on a wild-goose chase of knowledge base articles describing obscure registry settings I would have to set to open old files.

It is extremely frustrating how much you have to run in place just to keep where you were before with Microsoft's products, where every recent release requires hacks, workarounds, and patches just to get to where you were before. I have started recommending to my friends that they stick with Windows XP, even on new computers, because the few new features on Vista just don't justify the compatibility problems.

PPS: I was a member of the Excel Program Management team from 1991-1993, where I wrote the spec for VBA for Excel.

Ríkisstjórnir og stofnanir ættu að hugleiða að mörg skjöl sem verða til á tölvutæku formi í dag verða að vera læsileg eftir tíu ár.

Ég efast um að þeir sem eiga gamlar diskettur með Word Perfect og Word 3.0 skjölum eigi auðvelt með að opna þau í dag.  Þetta vandamál er nógu erfitt tæknilega þótt fyrirtæki geri það ekki viljandi verra með leynilegum aðferðum við að vista skjölin.

Þess vegna þarf ríkið að krefjast þess, að skjöl í þeirra eigu séu vistuð á staðlaðan og skiljanlegan hátt.

Þetta finnst mér vera mikilvægara en allt tal um "Open Source hugbúnað".  Ég vil að mín skjöl séu læsileg með nýjum eða gömlum forritum, opnuðum eða lokuðum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Orð í tíma töluð! Það er ótrúlegt hvað Microsoft hefur komist upp með. Það verður að viðurkenna, að þeir hafa framleitt mörg frábær forrit svo sem Excel en Windows er einhver merkilegur undanvillingur. Þeir mættu taka Nikon fyrirtækið sér til fyrirmyndar. Það er enn hægt að nota gömlu linsurnar frá 6. áratugnum og jafnvel eldri á nýju starfrænu myndavélarnar frá þeim. 

Júlíus Valsson, 26.4.2007 kl. 11:17

2 identicon

Reyndar eru microsoft að breyta svolítið um hugsunarhátt allavega i office bransansum. Office 2007 notar .docx og .xlsx sem eru í Office Open XML. Þetta eru ólæstar Xml skrár sem hefur opið snið og hver sem er getur skrifað forrit til að lesa það. 

Hvað varðar Skjöl rikistjórnar og stofnana þá stendur þjóðskjalasafn íslands einmitt i því að breyta gögnum yfir á hrá snið sem er ætlað að endast hundruði ára ef ekki lengur. Sum skjalakerfi ,sem erfitt er að breyta, varðveita þeir með "emulation" á þeim vélbúnaði sem kerfið keyrði á upphaflega.

 Náttúrulega samt soldið klúður að styðja ekki sín eigin öryggiskerfi aftur í timann með office 2007, en ég vil meina að þessi endalausa þörf og upfylling af "backwards-compatability" hafi haldið microsoft svolítið aftur og verið ein af ástæðunum afhverju mac-osx stendur mikið framar þeim í svo mörgu. 

 Flestar stórar útgáfur windows siðan windows 1.0 hafa innihaldið einhverskonar backward-compatability, application-specific hökk og í raun ótrúlegt að windows xp og vista keyra ennþá 16-bita forrit (reyndar með hjálp inbyggðrar virtual maskínu) 

Stundum verður þó að henda burtu stuðning við það gamla til að komast lengra áfram. Ef við hefðum enn stuðning fyrir hestvagna á götum úti væri heldur erfitt að keyra um borgina og væri töluvert verri lykt á götum úti. 

 Það sem mér mislíkar fyrst og fremst við vista eru þó hinir ýmsu drm-fitusar sem geta valdið vandræðum, og í raun það ekkert svakalegt stökk (en þó framför á flestum sviðum)

 En ég ber mikla virðingu fyrir Joel og það ættu allir verðandi og starfandi tölvunarfræðingar að lesa bloggið hans. 

 Svona í lokin þá held ég að microsoft sé að læra skjalalexíuna með því að nota opið format þó það sé þeirra eigið.

Einnig virðist vera að einhverjir af þeim storu þarna úti séu að fatta að DRM veldur bara leiðindum, microsoft á eftir að fatta það en það kemur vonandi.

Ævar Örn Kvaran (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband