16.1.2010 | 14:01
Kartöflumjöl í skyri - er það framtíðin?
Þetta bréf sendi ég til ms@ms.is áðan:
Við keyptum KEA skyr í Bónus í morgun, og vorum sammála um að það væri óætt. Áferðin á því var eins og sandur. Ég las utan á dolluna og sá að þið eruð farin að setja kartöflumjöl í skyrið.
Það er fyrir neðan allar hellur að setja algerlega óviðkomandi bætiefni í það sem var frekar hrein íslensk landbúnaðar afurð.
Ég hélt að KEA skyr væri framleitt af KEA á norðurlandi en sé nú að MS og KEA eru nú sama skyrið. Ég vildi að ég gæti farið til keppinautarins, en þar sem hann er ekki til erum við hætt að kaupa skyr.
Ég vona að þið sjáið að ykkur og sendið mér svarbréf um að þið ætlið að hætta þessu.
Með virðingu,
Kári Harðarson
Flokkur: Neytendamál | Breytt s.d. kl. 15:53 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Júní 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Nóvember 2006
- Október 2006
Færsluflokkar
Tenglar
Góðir hlekkir
- Tómas Atli Ponzi Ég hef alltaf litið upp til þessa manns.
- Verulega flottar Íslandsmyndir
- Jóhann Jökull Ásmundsson Svona góður húmor er vandfundinn
Bloggvinir
- malacai
- andres
- halkatla
- annabjo
- kruttina
- arndisthor
- baldurkr
- biggijoakims
- veiran
- birgitta
- brjann
- gattin
- dofri
- einarolafsson
- ea
- fhg
- fsfi
- valgeir
- gretaulfs
- laugardalur
- gudbjorng
- amadeus
- goodster
- neytendatalsmadur
- haukurn
- heidistrand
- rattati
- herdisthorvaldsdottir
- hildigunnurr
- drum
- kjarninn
- hlaup
- don
- instan
- johannbj
- jon-o-vilhjalmsson
- jonaa
- jonastryggvi
- juliusvalsson
- askja
- photo
- kristjanb
- leifurl
- larahanna
- lara
- madddy
- marinogn
- mortenl
- manisvans
- paul
- palmig
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ruth777
- badi
- hjolina
- sij
- siggisig
- stefanjonsson
- lehamzdr
- svatli
- sveinnolafsson
- stormsker
- saemi7
- gudni-is
- hreinsamviska
- jonr
- agustakj
- hugdettan
- astromix
- olafurthorsteins
- omarragnarsson
- skari60
- skrifa
- thorsteinnhelgi
- inami
- thoragud
- toti2282
- arnid
- bjarnihardar
- tilveran-i-esb
- hordurhalldorsson
- kamasutra
- sigurjons
- tryggvigunnarhansen
- toro
Bækur
Ómissandi bækur
Bækur sem ég myndi taka með mér á eyðieyju
-
Everett Rogers: The diffusion of Innovation (ISBN: 0029266718)
Þessi bók kom mér í skiling um að félagsfræði á erindi við tölvunarfræðinga -
Robert M. Pirzig: Zen and the art of Motorcycle Maintenance (ISBN: 0688002307)
Ég sé alltaf eitthvað nýtt í þessari bók
Athugasemdir
Ég keypti eitthvert "skinku"álegg frá Kjarnafæði eða hlst. um daginn. Sá að þar var kjöt/fitumagnið 60%. Einhverju sinni hefði það verið flokkað sem ruslpóstur ... eða Spam. Á þýsku heitir svoleiðis "Leberkäse" og á íslensku kjötfars.
Mér skilst að með því að nota kartöfflumjöl megi setja meira vatn í vöruna og vatnið er jú það hráefni sem kostar minnst í innkaupum en gefur bestan arð í unninni vöru.
Meðan ég bjó í Frakklandi, löngu fyrir árþúsundamót, komst ég að því að það sem ég keypti beint af bónda entist ferskt um 5 dögum lengur en það besta sem fékkst í stórmörkuðum. Hvað þá í búðum eins og Bónus ...
Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 14:22
Ég efast um að nokkurt land í evrópu noti eins mikið af aukaefnadrasli í matvæli eins og íslendingar.. matvælagerð á íslandi er lágkúra dauðans..
ég er kjötiðnaðarmaður að mennt og unnið við matvæli sl 25 með smá hléum..
Óskar Þorkelsson, 16.1.2010 kl. 15:57
Var þetta nokkuð hreint KEA-skyr? Ég var að kaupa það í Bónus áðan og það er bara undanrenna, skyrgerlar og ostahleypir, engin þykkingarefni. Í a.m.k. sumar tegundir af bragðbættu KEA-skyri hefur verið notuð maíssterkja til þykkingar en það er ekkert nýtt; aftur á móti er það breyting ef farið er að nota kartöflumjöl, kemur mér á óvart því ég hefði haldið að það hentaði verr í mjólkurvörur en maíssterkja (ekki að ég sé að mæla henni bót).
Ég kaupi aldrei annað en hreint skyr og bragðbæti það sjálf, maður veit þá allavega hvað er í því.
MS og KEA er ekki sama skyrið þótt þetta sé núna orðið sama fyrirtækið, KEA-skyr er sýrt með skyrgerlum en skyr.is með jógúrtgerlum.
Svo framleiðir Bíóbú skyr og það hefur staðið til að hefja skyrframleiðslu á Erpsstöðum - veit ekki hvernig það mál stendur.
Nanna Rögnvaldardóttir, 16.1.2010 kl. 17:24
skyr.is er meira jógúrt en skyr.... Ef KEA skyr er fallið niður um flokk er ekkert SKYR eftir á Íslandi lengur...
og svo hafa menn áhyggjur af sjálfstæði íslands ef við göngum í ESB
Vilberg Helgason, 17.1.2010 kl. 00:19
Varið ykkur einnig á að kaupa gourmet kjöt svokallað í litríkum pakkningum með "exótískum" kryddlegi (grand mariner líkjör að sögn í sumu) . Þetta er 5. flokks óæti með eitlum sinum og fitu, sem er gersamlega óætt. Þar þjónar marrineringin því hlutverki að drepa drullu og lopabragð, en það tekst ekki, hvað þá að láta sinar og eitla hverfa að sjálfsögðu.
Það er ein með markaðsetningu þessara fyrirtækja og bankanna. Lygi, hálfsannleikur og svik, sem þeir telja líklega til klókinda og borga PR liði sínu bónusa fyrir að kokka upp.
Jón Steinar Ragnarsson, 17.1.2010 kl. 11:35
Þú færð örugglega einhverja langloku réttlætinga frá markaðsdeildinni. Það er víst að það er ekki alltaf best að velja Íslenskt. Í Bónus er maður annars mikið til að kaupa vatn, þegar keyptar eru unnar kjötvörur eins og hakk og kjúklinga. Allt verður nánast að engu á pönnunni.
Jón Steinar Ragnarsson, 17.1.2010 kl. 11:39
lifi frjálsræðið...
Óskar Þorkelsson, 17.1.2010 kl. 11:44
Má til að benda þér á svona til upplýsingar að MS er ekki alveg eitt á markaði með skyr. Biobú er einkarekið fyrirtæki sem hefur haft til sölu lífrænt skyr undanfarið ár. Skyrið er framleitt án allra aukaefna. Skyrið er eins hreint og náttúran hefur upp á að bjóða. Að vísu er skyrið ekki í mikilli dreyfingu þar sem um takmarkað hráefni er úr að spila, en fæst í heilsubúðum og í Fjarðarkaupum og Melabúð og svo einnig í Hagkaupsbúðum á höfuðborgarsvæði. Meiri upplýsingar á biobu.is.
Kristján Oddsson (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 13:01
Her er samsetningin á skyrinu, sem vid faum i IRMA i Kaupmannahöfn, ekkert kartöflumjöl, engin maíssterkja. Er hreinna skyr í Danmörku en á Íslandi?
http://thise.eu/Produkter/IrmaProdukter/SkyrIrma.asp
Regina Hardardottir
Regina Hardardottir (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 20:52
góð hugmynd REgína, hér er linkurinn á norska skyrið :D
http://www.kavli.no/wps/wcm/connect/Q/Produkter/Nye+produkter/NO-Q-nyhet-skyr
Óskar Þorkelsson, 17.1.2010 kl. 21:08
Vil benda þér á skyrið frá Biobú - það er æðislega gott og alveg laust við aukaefni.
, 18.1.2010 kl. 19:48
Fékkstu nokkurn tíma svar frá MS? Thad væri gaman ad fá afrit hér. Sendi svipad bréf til dansks gemsafyrirtækis fyrir ca. viku og var ad fá næstum tveggja sídna svar thar sem er farid yfir hvert einasta atridi í mínum athugasemdum og skilmerkilega svarad.
Regína Hardardóttir (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 22:40
Já, reyndar fékk ég gott svar. Þeir fullyrtu að kornin í skyrinu væru ekki út af kartöflumjölinu heldur út af skyrinu sjálfu.
Svo endurgreiddu þeir mér skyrdósina :)
Ég hafði gefið mér að kartöflumjölið væri ný viðbót, og þess vegna væri skyrið svona kornótt og braglaust. Ég er að manna mig upp í að kaupa skyrið aftur og sjá hvort það er aftur komið í lag.
Kári Harðarson, 28.1.2010 kl. 16:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.