8.2.2010 | 13:51
Til sölu - notað
Ég ákvað að auglýsa til sölu tvær ferðatölvur og skjávarpa, og kíkti á netið til að reyna að gera mér hugmynd um hvar best væri að auglýsa.
Það kom á óvart að umferðin af auglýsingum er ekki hjá Mbl, DV, Fréttablaði, heldur er hún á sérvefjum:
- Vefurinn partalistinn.net er með líflega umferð af kaupum og sölu á tölvubúnaði (ég ákvað að auglýsa þar).
- spjall.vaktin.is virðist líka líflegur vefur líka.
- Ég veit að ljósmyndarar kaupa og selja á www.ljosmyndakeppni.is
- Barnaland heyri ég oft nefnt (www.barnaland.is)
Hins vegar:
- Fréttablaðið er ekki með eina tölvu til sölu þegar þetta er ritað.
- DV ekki heldur.
- Morgunblaðið ekki heldur.
Þetta er merkilegt, því í öðrum löndum sem ég hef búið voru öflugir aðilar með kaup og sölu á notuðum vörum.
- Í Danmörku var það "Den Blaa Avis" (www.dba.dk)
- Í North Carolina var sérblað sem heitir "The Village Advocate" sem átti allan smá auglýsinga markaðinn fyrir bæinn ásamt "Craig's list" (http://craigslist.org)
- Svo var E-bay á landsvísu.
Ég er hálf hissa að ekkert blaðanna skuli hafa unnið yfir þennan markað og að hann skuli verða svon a "underground" í eðli sínu. Ég álykta að það sé ekkert upp úr þessu að hafa og að þetta sé best gert í hálfgerðri sjálfboðavinnu.
Ég myndi samt vilja sjá vefsíðu sem bendir á hvaða vefir eru góðir fyrir mismunandi vörutegundir, og svo vil ég spyrja lesendur hvort þeir vita um góða vefi aðra en ég hef nefnt?
Meginflokkur: Neytendamál | Aukaflokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Athugasemdir
Upplagt fyrir þig að nota stóru leitarvélina http://kauptu.is
Fyrir tölvuvarning er Maclantic.is/spjall líka góður staður
Helgi Hrafn Halldórsson, 9.2.2010 kl. 09:06
www.haninn.is hefur reynst mér ágætlega til viðbótar við það sem þú taldir upp.
Alfred Styrkársson (IP-tala skráð) 12.2.2010 kl. 19:18
Partalistinn hefur verið uppi í meira en 10 ár. Hann auglýsti það lengi vel að hann hefði gert út af við tölvuauglýsingar í DV á sínum tíma - sem ég held að sé nokkuð rétt.
Síðan þá hefur líklega engin auglýsinga-"sala" komist inn á markaðinn, en ókeypis auglýsingar á netinu hafa tekið bita af kökunni.
Einar Jón, 24.2.2010 kl. 16:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.