Quentin Crisp

Ég ákvað að halda upp á afmæli Páls Óskars með því að þýða á íslensku nokkur ummæli Quentin Crisp sem er líka í uppáhaldi hjá mér:

Ef óvinir þínir eru minna illskeyttir skaltu ekki gefa þér að þú hafir sigrað þá. Kannski álíta þeir bara að þú ógnir þeim ekki lengur.

Það hlýtur að vera mjög slítandi að vera penn og settlegur. Fólk sem er þannig virðist þurfa mjög mikinn svefn.

Heilsa er að vera með sömu sjúkdóma og nágrannarnir.

Ég hef ekki uppburði í mér til að ímynda mér Guð sem heldur plánetunum á sporbrautum, en tekur sér pásu til að gefa mér þriggja gíra reiðhjól.

Ekki reka svínabú í þrjátíu ár og staglast á því að þú hefðir átt að verða ballet dansari. Sennilega hefðir þú átt að reka svínabú.

Kurteisi er ást fyrir kalt loftslag.

Bretar búast ekki við hamingju. Ég hafði á tilfinningunni öll mín ár þar, að þeir vildu ekki hamingju, þeir vildu hafa rétt fyrir sér.

Flestir eru helteknir af því að leggja líf sitt í hendurnar á einhverjum öðrum. Það finnst mér barnalegt.  Sá sem ætlar að fullorðnast hlýtur að stefna að sjálfstæði.

Ef þú veist allt þá fyrirgefur þú ekki allt, þú fyrirlítur það.

Tískan er það sem þú tollir í þegar þú veist ekki hver þú ert.

Ég mæli með því að hafa kurteislega lítinn áhuga á öðru fólki.

Greind gerir fólk ekki betra en það má nota hana til að umorða veikleikana.

quentin.jpg

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

margt gott þarna :)

Óskar Þorkelsson, 17.3.2010 kl. 04:43

2 Smámynd: Hörður Halldórsson

"Ef óvinir þínir eru minna illskeyttir skaltu ekki gefa þér að þú hafir sigrað þá. Kannski álíta þeir bara að þú ógnir þeim ekki lengur". Góður kallinn.

Hörður Halldórsson, 17.3.2010 kl. 20:54

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Zhnilldarorð...

Steingrímur Helgason, 18.3.2010 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband