Straumnesfjall og herstöðin

Á Straumnessfjalli stóð herstöð.

Ég hef komið þar á gönguferðum og kajaktúrum og velt fyrir mér hvernig þarna var umhorfs þegar stöðin starfaði.

Nú rakst ég á vefsíðu sem fyrrverandi meðlimir stöðvarinnar halda úti, þetta eru orðnir rosknir menn og margir að falla frá enda hafa þeir verið á þrítugsaldri 1955-1960.

Stöðin hét H-4 hjá þeim.

 

vtnx6470214740.jpgjhbm2035183251.jpgjhbl2035191821.jpgzxrb768122509_971655.jpg

Kíkið á síðuna hér.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Gaman að heyra þetta. Þegar kaninn kom á þyrlum til að hreinsa í og við stöðina hitti ég einn af þáverandi nefndarmönnum í Náttúruverndarráði.

Hann taldi mikla nauðsyn til að halda verkinu áfram og jafna stöðina við jörðu og sjá svo um að engin ummerki væru eftir hana, - allt yrði eins og áður var.

Ég spurði hann hvers vegna ætti að gera þetta. Hann svaraði því til að þessar rústir væru svo leiðinlegar fyrir allan þann fjölda fólks sem færi í gönguferðir út á fjallið.

Ég spurði hann hvort hann vissi hvers vegna svona margir gengju þarna upp og út eftir.

"Væntanlega vegna útsýnsins" svaraði hann.

"Ó, ekki" svaraði ég. Fólk fer hingað nær eingöngu til að skoða þetta einstaæða minnismerki um Kalda stríðið og fær gott útsýni í kaupbæti.

Ég lagði það fyrir verkfræðing, sem ég þekkti, hvað lausn væri ódýrust í þessu efni.

Hann sagði að lang eðlilegasta og lang ódýrasta lausnin væri að koma í veg fyrir að veggir stöðvarinnar hryndu með því að styrkja festingarnar sem halda þeim saman.

Hér gæti verið verk að vinna fyrir bandaríska klúbbinn og Íslendinga.

Ratsjárstöðvarnar sitt hvorum megin við Aðavíkina, þessi og sú breska á Darra, er stórmerkar minjar, ekki síður en Skansinn í Vestmannaeyjum.

Ómar Ragnarsson, 18.3.2010 kl. 20:53

2 identicon

Þetta er stórskemmtilegt að skoða. Ég týndi örugglega um 40mín í að skoða þessa síðu, og á alveg örugglega eftir að fara í göngutúr að skoða þetta einhvern daginn.

Hrafnkell (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband