Um siðrof - veröld sem var

Siðrof eða "Anomie" eins og höfundur hugtaksins kallaði það er, þegar hefðir og siðir samfélagsins brotna niður og fólk veit ekki hvernig það á að hegða sér.

http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=54215

Ég ólst upp við að Íslandi væri stranglega stjórnað.  Að því leyti vorum við eins og austantjaldsland býst ég við.  Snickers og Macintosh nammi var bannað, það var bara ein útvarps og sjónvarpsstöð.  Mannanafnanefnd ákvað hvað menn mættu heita, og íslenskuna mátti ekki menga með enskuslettum fyrir nokkra muni.

Svo unnu allir.  Krakkar fóru í unglingavinnu eða sveit, konur sátu með prjónana og karlarnir gerðu við bíla útí skúr, allir karlar áttu tommu og millimetra topplyklasett.  Ekkert var verra en að vera hreppsómagi, jafnvel ekki á tuttugustu öldinni.  "The idle Rich", ríku ættirnar hér sem fengu peninga án þess að vinna höfðu vit á að láta fara lítið fyrir sér.

Ég var ósáttur við margt hér en sætti mig við þessa stjórnsemi yfirvalda, túlkaði hana sem einhvers konar ást og að þetta væri okkur fyrir bestu.

Það var ekki fyrr en ég flutti til útlanda að ég sá margt sem var ekki í lagi hér.  Verðlag var og er svæsið arðrán og gerir lífið óþarflega erfitt venjulegu fólki.  Þegar ég flutti heim sá ég líka að stjórnsemi yfirvalda var þunn skán ofaná stjórnleysi.  Fákeppnin, skortur á gagnrýnum fjölmiðlum.  Bílar lögðu uppá gangstéttum, vörur óverðmerktar í hillum, óvirk neytendasamtök, stjórnleysið tekur á sig margar myndir.

Spillinguna, sem nú er öllum ljós var ég samt ekki búinn að sjá og skilja fyrr en við hrunið.

Það er gott að skýrslan er komin út, en hvað eigum við að gera næst?  Ég trúi varla lengur að vinna sé lykilinn að velgegni, að tíminn sé peningar.  Ég sé næstum því eftir að hafa farið í nám, ég hefði átt að taka lán fyrir hlutabréfum og selja á réttum tíma.  Hvernig geta einstaklingar skuldað milljarða annars, ég er ekki búinn að ná utan um það ennþá.

Þetta er næsta spurning í mínum huga:  Hvernig búum við til siði í landinu?  Ef þetta hefðu bara verið náttúruhamfarir og Reykjavík lent hálf undir hrauni, hefði það næstum því verið betra en það ástand sem er hér núna.

Fjölskylda þar sem fjölskyldufaðirinn verður uppvís að misnotkun á börnunum, hvernig heldur hún jól?

Ég er ekki ennþá nógu vongóður um að lög nái yfir Jón Ásgeir, Pálma í Fons og Björgólfsfeðga og forkólfa ríkiststjórnarinnar sem sat.  Ef þetta fólk gengur ennþá laust og kaupir og selur eiginir annara eftir 1-2 ár veit ég ekki hvað ég geri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skoðanir mínar, hugsanir og tilfinnignar er sjálfsagt eins or margra annarra íslendinga í dag: flóknar og í kross.

En ég hallast meira og meira að því að það gerist ekkert á Íslandi nema að það verði farið í "truth and reconciliation" (eins og gert var í Suður Afríku). Það þarf að hafa opinberar yfirheyrslur þar sem farið er í gegnum stjórnsýsluna--hrunið er afleiðing ekki orsök. Orsökin liggur djúpt inní sálarlífinu og grunnskipulaginu.

Slíkar yfirheyrslur væru ekki til að refsa heldur til að upplýsa. Hefnd er sæt, en hún svalar bara tilfinningalegum þorsta, hún byggir enga framtíð. Það væri auðvitað óskandi að eitthvað réttlæti fyndist og að hægt væri að kæra hina verstu fyrir lögbrot, en ef það verður megin markmiðið er engin von til að bæta kerfið.

Andri Haraldsson (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 11:55

2 Smámynd: Guðlaugur S. Egilsson

Sammála ykkur báðum. Ég var einmitt að ræða þetta við félaga minn í hádeginu, sem er fæddur í Suður Afríku, og hann stakk upp á þessu sama. Sannleikurinn er það sem hægt er að byggja á, allt annað er aukaatriði fyrir þjóðfélagið til lengri tíma séð.

Guðlaugur S. Egilsson, 13.4.2010 kl. 15:48

3 identicon

Ég ætla að vísa í ársgamla ræðu mína, og staðhæfa að siðina fáum við ekki fyrr en við látum af meðvirknina.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 16:24

4 identicon

Þakka þér fyrir þessa hugleiðingu - við lifum á skrítnum tímum!

Helga Jónsdóttir (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 17:34

5 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Þetta er mjög skemmtileg, glögg greining og hugleiðing.

Sammála Andra að sumu leiti, en hér er þó frekar um að ræða réttláta refsingu fyrir ógnarstóra glæpi gegn heilli smáþjóð, frekar en hefnd.

Einfaldlega vegna þess að hér býr í grunninn gott fólk.  Þá á ég við það fólk sem slapp við að verða firrt.   Firrt af stjórnkerfinu, firrt af peningaeign, firrt af græðgi, firrt af auðtekinni sjálftöku.                

Þeir sem hafa sloppið við þetta, sannir Íslendingar eru þeir sem verða að byggja upp.   Hinir geta tekið þátt.  En þeir eru of spilltir til að  verða ráðandi gerendur við að byggja nýtt Ísland. (Svo notuð sé klisja)

P.Valdimar Guðjónsson, 13.4.2010 kl. 22:02

6 identicon

Það er ákveðið vandamálað mikið af "afbrotum" undanfarina ára eru því miður ekki lögbrot og því utan seilingar ríkisvaldsins.

Ríkið getur ekki refsað "siðbrjótum".  Einungis almenningur getur það.  http://bit.ly/dcNQWR

Hörður Harðarson (IP-tala skráð) 16.4.2010 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband