Far vel bókahillur

Fyrir þrem árum sagði forstjóri Sony að innan tíu ára yrðu rafbækur búnar að taka við af pappírsbókum.

Hann segist nú  hafa haft vitlaust fyrir sér, það séu fimm ár í það.

Hann sagði að það sem hefði gerst í ljósmynda og tónlistarbransanum væri nú að endurtaka sig í bóka og tímaritabransanum.  Hraðinn á þessari yfirtöku rafbókarinnar væri að aukast.

Ég hef heyrt formann dönsku bókasafnanna halda þessu sama fram, hann gaf bókum til 2015.

 


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að þessir menn hafi rangt fyrir sér. Mín upplifun og reyndar allra sem ég hef rætt þetta mál við, er sú að það sé allt önnur upplifun að lesa bækur en rafbækur.

Ég er við nám og hef fleiri tonn af lestrarefni (ef rafbækurnar mínar yrðu settar í hard copy) en alltaf skal það enda þannig að það eru einmitt bækurnar sem ég les, oft uppi í rúmi á kvöldin.

Rafbækur er frábærar, en lestur gegnum tölvuskjáinn gerir mig fljótt þreyttan.

Í mínum huga er munurinn á bókum og rafbókum svipaður því að sjá mynd í bíó og sjá mynd á dvd. Sama efni en önnur upplifun.

runar (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 15:09

2 Smámynd: Kári Harðarson

Ég held að þeirra framtíðarspá byggist á að skjáir séu að batna hratt núna.  Eftir því sem upplausn og skerpa batnar, minnkar forskot bókanna.

Kári Harðarson, 4.6.2010 kl. 15:18

3 identicon

Ég á eina sem heitir Kindle, og ég verð að segja að það er alveg frábært að lesa á henni. Skjárinn er ekki baklýstur eins og á tölvum. Maður getur ráðið stafastærðinni sem er mjög heppilegt fyrir hálfsjónlausan þurs eins og mig og svo er  ensk ensk orðabók í henni sem er svo einföld í notkun að það er alveg dásamlegt. En á spjaldinu er svona joystik og þú færir bendilinn með joystikkinu fyrir framana orðið sem þú vilt fá skýringu á og um leið kemur neðst á sýðunni skýringin. Og svo ef maður verður þreyttur á því að lesa þá getur þú látið bókina lesa fyrir þig upphátt

Steintöflurnar hans Móses

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband