Bjórlíki og kaffibætir

Matvöruverð hér er hátt.  Það segir þó ekki alla söguna:

Austurríkismaður fékk Mozartkúlur með kaffinu þar sem hann var staddur
í heimsókn hjá íslenskri stofnun.

Hann benti á að þessar kúlur væru eftirlíking og tæpast leyfðar í
Evrópu.  Þær væru líka langt á eftir hinni upphaflegu vöru í gæðum.
Þegar hann fékk svo að heyra verðið gekk fyrst fram af honum því það
var hærra en á alvöru Mozartkúlum.

Ég þufti ekki Austurríkismanninn til að segja mér frá þessu, ég vissi
að innflutningurinn hér er í lágum gæðaflokki.

Erlendis var mikið framboð af góðu "Salsa" en hér fæst bara "Mariachi"
salsa sem er verri en allt salsa sem ég fékk úti í gegnum árin.

Erlendis keypti ég gott marmelaði, en hér fæst bara marmelaði frá "Den
danske fabrik" sem er absolútt á neðri endanum á mínum marmelaðikvarða.

Ég hef aldrei séð Feta ost hér, bara íslenska eftirlíkingu úr kúamjólk
(sem mönnum leyfist samt að kalla Feta).

Skinka fæst hér ekki heldur, bara "Spam" sem mönnum leyfist að kalla
skinku.

Svo er það vatnsblöndunin.  Ríkið fylgist með því að vigtar í
verzlunum séu rétt stilltar - en hér tíðkast nú að sprauta vatni í
kjöt til að þyngja það.  Þegar maður reynir að steikja kjötið sprautast
vatnið í allar áttir.

Bónus selur nautahakk sem er blandað með soja og hveiti og er því í
raun kjötfars.  Þessi vara heitir "Nautgripahakk".  Hana hef ég aldrei
séð annars staðar, minnir mig á bjórlíkið og kaffibætinn forðum daga.

Neytendur hér eru á algerum byrjunarreit.  Hér hefur ekkert breyst frá
því Bjartur í Sumarhúsum labbaði í kaupstað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Frábær pistill.. Sjálfur hef ég velt þessu fyrir mér.. Afhverju er neytenda vitundin á Íslandi engin? Afhverju er ekkert eftirlit með þessu? Afhverju er vatnsblandað svínakjöt kallað skinka? Afhverju fá sykur og vatnsblandaðar kjúklingabringur að kalla sig kjúklingabringur? Afhverju fær fiskur sem er fjór eða fimm sinnum ísfrystur að kalla sig fisk en er í raun bara ís með fiskibragði? Hvaða reglur gilda um þetta  og afhverju er verið að halda hlífiskildi yfir þeim sem ljúga að neytendum?

Ég er ekki að biðja þig um svör en þetta er spurningar sem þarf að svara og vekja máls á....

Ingi Björn Sigurðsson, 30.1.2007 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband