Hver borgar rétt verð ?

Fréttablaðið keypti Dell tölvu í Kaupmannahöfn.  Tölvan, flugmiðinn og hótelið kostaði minna en tölvan kostar hér á landi.

Þegar EJS var spurt um verðlagningu stóð ekki á skýringunum:  Þetta er bara leiðbeinandi verð.  Góðir viðskiptavinir fá hagstæðari verð.

Ef ég labba inn af götunni er ég væntanlega ekki einn af þessum góðu viðskiptavinum og verð látinn borga fullu verði.

Kassastrimillinn í búðinni sundurliðar virðisaukaskatt.  Einhver taldi góða ástæðu til að gera það.  Af hverju sundurliðum við ekki líka álagningu ríkis, sveitafélags, heildsala og smásala á strimlinum?  Mér sýnist vera full ástæða til þess.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband