30.1.2007 | 16:31
Hvernig á að vera neytandi?
Ef þú sérð vöru sem hefur hækkað skaltu
1) Kaupa vöruna þegjandi og hljóðalaust
2) Biðja um launahækkun við tækifæri
3) Stela vörunni
4) Segja við kassadömuna "Varan hefur hækkað. Ég mótmæli".
Kassadaman
1) Er frá Úkraínu og skilja þig ekki
2) Ypptir öxlum
3) Horfir á þig eins og fríkið sem þú ert
4) Allt af ofantöldu
Mótmæli þín komast því ekki til skila til Baugsfeðga.
5) Neita þér um að kaupa vöruna, vera stimplaður sérvitringur og
nískupúki, enda lætur enginn svona skv. Fréttablaðinu / Innlit-Útlit
6) Ganga í neytendasamtökin - sem eru álíka öflug og félag
Esperantista á Íslandi
7) Stofna nýtt grasrótarfélag: "Innkaupasamtök Alþýðu" og keppa við
Baug.
8) Skrifa blogg og bíða eftir kraftaverki.
Fleiri tillögur vel þegnar !
1) Kaupa vöruna þegjandi og hljóðalaust
2) Biðja um launahækkun við tækifæri
3) Stela vörunni
4) Segja við kassadömuna "Varan hefur hækkað. Ég mótmæli".
Kassadaman
1) Er frá Úkraínu og skilja þig ekki
2) Ypptir öxlum
3) Horfir á þig eins og fríkið sem þú ert
4) Allt af ofantöldu
Mótmæli þín komast því ekki til skila til Baugsfeðga.
5) Neita þér um að kaupa vöruna, vera stimplaður sérvitringur og
nískupúki, enda lætur enginn svona skv. Fréttablaðinu / Innlit-Útlit
6) Ganga í neytendasamtökin - sem eru álíka öflug og félag
Esperantista á Íslandi
7) Stofna nýtt grasrótarfélag: "Innkaupasamtök Alþýðu" og keppa við
Baug.
8) Skrifa blogg og bíða eftir kraftaverki.
Fleiri tillögur vel þegnar !
Meginflokkur: Neytendamál | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 6.6.2007 kl. 11:14 | Facebook
Athugasemdir
hehehe.. það eina sem er hægt að gera er að biðja um launhækkanir í samræmi við þær hækkanir sem hafa orðið. Reyndar möguleiki á að setja á sig hauspoka og sniðganga vörur, vera með Hafragraut í hvern einasta mat t.d. Það er einnig hægt að blogga um fárráðlegar hækkanir og koma skilaboðum áleiðis á heimasíðu neytendasamtakana.
Þó að allt þetta skili stuðli ekki að verðstöðvun þá er þetta liður í því að berjast gegn þessum geggjuðum verðhækkunum. Mig langar að benda á frábæran pistill hans Gunna félaga míns.
Ingi Björn Sigurðsson, 31.1.2007 kl. 11:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.