8.12.2010 | 12:50
Kennslubækur eru líka bækur
Þær eru ófáar stundirnar þegar ég hef setið með syni mínum og reynt að komast í gegnum óskiljanlegar málsgreinar í íslenskum kennslubókum. Oftast er skilningsleysið tilkomið af því notað er íslenskt nýyrði sem er ekki skilgreint í textanum áður en það er notað. Enska þýðingu vantar í sviga svo ekki er hægt að fara á Wikipedia til að fræðast, og svo vantar atriðisorðaskrá í bókina svo fyrsta tilvitnun í orðið er illfinnanleg ef hún skyldi vera til staðar í bókinni.
Framan á íslenskum kennsluheftum er yfirleitt tilgreindur einn höfundur, en enginn var ritstjórinn. Enginn sem þakkað er fyrir að hafa lesið heftið yfir og komið með ábendingar. Fyrir vikið eru gæðin á þessum bókum á við sæmilega skrifaðar blogg-greinar.
Má ég leggja til að til kennsluhefta/bóka séu gerðar lágmarkskröfur, eins og að þær hafi verið "editeraðar" af einhverjum öðrum en höfundi, og að í þeim sé atriðisorðaskrá sem er nothæf.
Svo leyfi ég mér að segja að engum sé gerður greiði með sumum nýyrðunum, sem hvergi koma fyrir í bók, fyrr eða eftir kennslubókina - hugsanlega bjó kennarinn til nýyrðin um leið og hann skrifaði hana.
PS: Síðast þegar ég lenti í þessu, var um að ræða kafla sem hetir "Ummyndun í jarðvegi" og byrjar á að segja hvar ummyndun í jarðvegi sé helst að finna á Íslandi, en aldrei hvað hún er.
Bylting í danska skólakerfinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Fjölskylda | Aukaflokkur: Neytendamál | Breytt s.d. kl. 12:54 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.