1.2.2007 | 22:07
Hvers vegna yfirvöld vilja hafa krónuna áfram
Samkvæmt "Big Mac Index" sem blaðið "Economist" birtir reglulega ætti
dollarinn að kosta 158 kr. núna til þess að hamborgari kostaði það
sama hér og í Bandaríkjunum.
Í reynd er dollarinn skráður á 68 kr. núna.
Gefum okkur samt að 158 kr. séu rétt gengi dollara -- við notum jú
launin okkar til að kaupa skyndibita eins og hvað annað.
Það þýðir að sá sem er með 300 þúsund kr. í laun á Íslandi væri með
1.898$ á mánuði (129 þúsund kr.) ef hann byggi í Bandaríkjunum.
Þarna er komin skýringin á eftirfarandi mótsögn: Við íslendingar erum
rosalega ríkir en við verðum að taka lán fyrir hlutum af því allt er
svo dýrt hérna.
Ísland er láglaunaland - ef við færum yfir í Evruna myndi það sjást svart á
hvítu. Þangað til er betra að ímynda sér að við séum rík en hins vegar sé
allt dýrt hérna.
Meginflokkur: Neytendamál | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.6.2007 kl. 11:13 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.