9.6.2011 | 09:36
Úlfur, Úlfur
Ég viðurkenni að ég hef ekki reynt að fylgjast með kvótafrumvarpinu, tel mig ekki geta treyst neinum fjölmiðli á meðan þeir prenta bara orðrétt það sem deiluaðilar fullyrða.
Ég trúi því að Sjálfstæðisflokkurinn tali máli útvegsmanna en ekki landsmanna allra og að þeir eigi Morgunblaðið og Moggavefinn, til viðbótar við AMX.
Alltaf þegar ég les eitthvað í Mogganum eða hlusta á Sjálfstæðismenn í pontu á Alþingi hugsa ég: "Hvað segja útvegsmenn nú?"
Ég skil vel að kvótaeigendur vilji ekki missa það sem þeir hafa. Ég myndi líka vera á móti breytingum ef ég væri þeir. En - ef þú ætlar að gelda köttinn spyrðu ekki köttinn.
Það er semsagt komin upp sú skrýtna staða, að útvegsmenn hafa svo öflugar málpípur að ég heyri ekki í þeim !
Gagnrýni hefur gengið of langt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góður ég er alveg sammála þessu vælið hefur gengið of langt, svo það er í besta falli orðið pínlegt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.6.2011 kl. 11:42
Setning dagsins án efa. "ef þú ætlar að gelda köttinn spyrðu ekki köttinn."
Jón Grétar (IP-tala skráð) 9.6.2011 kl. 11:48
Já það er sanni nær, maður gerir það sem gera þarf.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.6.2011 kl. 11:52
það sem hér er verið að gera, er að það er verið að gelda eigenda kattarins líka.
Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 9.6.2011 kl. 11:53
Góður, þessi með að gelda köttinn, hittir beint í mark.
Úrsúla Jünemann, 9.6.2011 kl. 11:58
Það er bara verið að færa kvótan undir ríkið, svo gáfulegt sem það er nú. Þjóðin fær minni arð og verður fátækari.
Haukur Gunnarsson, 9.6.2011 kl. 12:47
Já er það, verður hún fátækari er ríkið fer með umráð yfir óveiddum fiski úr sjó en ef kvótakóngar hafa umráðin og setja allt í sinn eigin vasa? Hverslags hundalógík er það eiginlega?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.6.2011 kl. 12:57
Ef mér væri úthlutaður fiskkvoti þ.e. minn hlutur Kvoti / 320.000. Hvað á ég að gera við hann? Hann er verðlaus nema hann verði veiddur.
Ég vil að hann yrði veiddur á hagkvæmasta hátt, þannig að ég bæri mest úr bítum.
Er þetta ekki heila málið.
Haldið þið að meiri arður fáist, ef 10 bátar rói í stað 1, til að ná í þann afla sem er til ráðstöfunar?
Eggert Guðmundsson, 9.6.2011 kl. 14:38
Það er ekki hægt að setja dæmið upp svona Eggert. Í fyrsta lagi þá er fiskur alveg upp í landsteina, stærri bátar mega alls ekki fara svo nærri, og netabátar eru að fiska allt of nærri landi í dag. Það er hagkvæmt að tíu bátar veiddu kvótan þinn, því þú fengir meira fyrir fiskinn og fyrr. Því þú gætir fengið greitt fyrir hann um leið og honum er landað á markaðinn. Með þessum tíu bátum eru líka a.m.k. tveir sjómenn sem fá vinnu og fólk í landi sem vinnur aflann sem þeir koma með. Í kring um þessa sjómenn og fiskvinnslufólk kemur svo þjónusta, til dæmis sjoppur verslanir viðgerðaverstæði ýmiskonar. Hvort heldurðu nú að sé þjóðhagslega hagkvæmar þessir 10 bátar með öllu sem í kring um þá eru, eða þessi eini stóri, sem jú vissulega skapa fólki vinnu í frystihúsinu, og mesti gróðinn fer ekki bara til þeirra sem veiða hann ef þeir hafa leigt hann, heldur til einhvers sem er að sóla sig á Malibu og lifir þar í vellystingum praktuglega og gerir ekkert nema að leigja út óveiddan fiskinn í sjónum. Er það það sem þú vilt sjá?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.6.2011 kl. 15:54
Ég er sammála Ásthildi hér.. sumir eru með hundalógík .. útvegsmenn voru fremstir í útrásinni og notuðu til þess fjármagn sem stolið var af þjóðinni
Óskar Þorkelsson, 9.6.2011 kl. 16:43
Já og því miður Óskar eru enn þá til manneskjur sem trúa bullinu í þeim.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.6.2011 kl. 18:12
Það eru ekki margir sem fá úthlutað kvóta og sóla síg á sólarströnd. Þetta er liðin tíð. Flestir sem nú eru í greininni hafa keypt sinn kvóta af þeim sem farið hafa út úr greininni.
Að fara deila út kvota til margra er einungis félagsleg aðstoð til þeirra sem ekki hafa getað selt bátinn sinn með kvótanum.
Það verður ekki hagkvæmt að fara úthluta kvóta til allra þeirra sem vilja. Það er ávísun á fjöldagjaldþrot (nema viðkomandi þurfi ekki lán til útgerðarinnar).
Varðandi það að ég myndi fá greitt um leið og fiskinum er landað er dálítið skondið. Ég reikna með að uppskeran verði rýr þegar "smábátaútgerðin " er búinn að draga frá allann tilkostnað sinn þ.a.m fjármagnskostnað af nýjum veðsetningarlánum og yfirboðum í kvótann á markaði.
Eggert Guðmundsson, 9.6.2011 kl. 18:21
Já er það, og stórútgerðin dregur ekki frá kostnaðinn??? Það er því miður ekki liðin tíð að kvótaeigendur liggi og maki sig í rólegheitum, meðan framkvæmdin er ekki betri en hún er. Öll stærstu útgerðarfyrirtækin leigja frá sér kvóta, sum jafnvel meiri en þau veiða sjálf. Hver ætli nú fái þann pening í vasan? Ekki þú og ekki ég. Og svo er kvótaverðinu haldið í hæstu hæðum til að þeir geti fengið sem mest í sinn vasa.
Það þarf að rippa upp þetta kerfi, skoða framkvæmdina gegnum tíðina og leita í öllum skúmaskotum. Ætli komi nú ekki ýmislegt ljótt í ljós..... það held ég.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.6.2011 kl. 18:41
Hvad med tessa 8 manudi a ari tegar tessir batar ekki komast a sjo,hver a ta ad borga,eda veida og hvad a ad gera vid alla sem ekkert hafa ad gera tessa 8 manudi,og audvitad dregur atvinnurekandi fra tann kostnad sem hann getur,tad rekur eingin fyrirtæki nema ad hafa grodavon i huga,og flestar tessar storutgerdir Asthildur leigja ekki fra ser kota en skifta a tegundum vid bædi minni og stærri utgerdir,aukning a veltu,ef eg er atvinnulaus 8 manudi a ari ta hef eg ekki mikin kaupmatt og held a eg myndi nota mer verslun og tjonustu eins litlum mæli og kostur væri og hvad med atvinnusjomennina og fiskvinslufolkid sem missir vinnuna,90-95%af tessum batum sem fara a strandveidar eru ju i eigu tessara manna sem tu ert ad deila svo mikid a(tad er ad seigja fyrrverandi kotahøfdingja)og stærsstur hluti aflans fer til utflutninngs eda ta Toppfiskur kaupir hann flakar og flytur ut til vinslu,er tetta hagkvæmnin,vid missum a skipinu sem eg er a fleiri hundrud tonn ef tetta fer i gegn,faum langt innan vid 100 tonn tilbaka i gegnum tessa svokølludu potta,13 batar her med strandveidileifi 1 er ekki i eigu kotakonga og EINGIN landar sinum afla her a stadnum,nei hann er fluttur erlendis,ef ad tetta er hagkvæmni ta er tunglid ur osti
Þorsteinn J Þorsteinsson, 9.6.2011 kl. 19:08
Þorsteinn hvernig gefur þú þér að minni bátar komist ekki á sjó? Það eru margir bátar sem eru í millistærð sem geta farið út í hvaða veðri sem er. Þó svo að handfæraveiðar verði ekki stundaðar á vetrum. Þá eru línubátar, netabátar og slíkir sem myndu þá veiða og auðvitað er það ljóst að bæði frystitogarar og aðrir munu sjá um úthafsveiðar. Er ekki verið að einfalda hlutina hér ansi mikið. Það er nefnilega ekki verið að tala um að TAKA RÉTTINN TIL AÐ VEIÐA AF STÓRÚTGERÐINNI. Það er verið að tala um að ÞEIR EIGI EKKI KVÓTANN OG ÞURFI ÞESS VEGNA AÐ VEIÐA ÞANN AFLA SEM ÞEIR HAFA HEIMILDIR FYRIR. Er þetta eitthvað erfitt að skilja. Það er FRJÁLSA FRAMSALIÐ SEM ER ER HÉR TIL UMRÆÐU, SEM ER SVÍNARÍIÐ Í ÞESSU ÖLLU. Þeir sem samþykktu kvótakerfið á sínum tíma, sáu ekki fyrir að útgerðinni yrði gefin rétturinn til að framselja kvótann, það var verk bankanna því þeir sáu fram á að útgerðir voru skuldsettar og frystihús og skip myndu ekki DUGA FYRIR SKULDUNUM. Og auðvitað þurftu bankarnir sitt. Þannig byrjaði þetta framsal. það var pólitísk ákvörðun, enda áttu útgerðarmenn þá nokkra þingmenn í vasanum sem sáu um að hygla þeim. Enda fengu flokkarnir góðar greiðslur frá þessum aðilum til að geta virkilega sett alla aðra aftur fyrir sig í kosningum.
Þeir sem verja þetta eru annaðhvort kjánar eða eiga hagsmuna að gæta. Segi og skrifa.
Enda skuldar greinin nú um fimm hundruð milljarða, það má alveg hugsa sér að innkalla kvótan og afskrifa skuldir á móti. En þetta fyrirkomulag sem nú er stangast bæði á við jafnræðisreglur Evrópusambandsins og íslensku stjórnarskrána. Enda liggur fyrir dómur um þetta frá Haag.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.6.2011 kl. 20:29
Svo á að banna tilfærslur á kvóta milli skipstærðar. Það á að skipta þessum skipum niður í svona 4 stærðarflokka og það á að banna milli færslur á kvóta milli þessara flokka. Strandveiðar og úthafsveiðar eru bara þannig að haf skilur að.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.6.2011 kl. 20:31
Ju en batarnir i strandveidunum eru sma batarnir,og tel mig nu vita nokkud um ad roa a islandsmidum eftir 30 ara sjomensku a skipum af øllum stærdum og gerdum,yfirleitt batar i tessari millistærd eru kotabatar tad er ad seigja ef teir ekki hafa selt fra ser kotan,og batar i teirri stærd fara ekki a sjo i hvada vedri sem ereg er algjørlega sammala um ad utgerdamenn eiga ekki fiskin og tu finnur ørugglega eingan sjomann sem er osammala tvi.og ad sjalfsøgdu a ekki ad leifa mønnum ad leigja fra ser aflan i omældu mæli,eins og leikid hefur verid her i nagrannabygd minni9 i fleiri ar og a medan adrir lepja daudan ur skel(en tad voru ju einmitt NUVERANDI radamenn taug Johanna og Steingrimur sem satu i stjorn tegar framsalid var leift svo taug hljota ta ad vera i teirra vasa enta,nema hafi komid gat a hann)en tetta eda tessi frumvørp taka bara ekki a meinsemdini nema af litlum hluta,tetta er einfaldlega ekki nogu vel unnid og ætla ser ad keira tetta i gegn a nokkrum døgum/vikum i gegnum tingid er ekki gott,tad verdur ad gefa ser tima og reina ad vinna tetta almennilega(jafnvel folk sem rikisstjornin hefur sjalf radid kritisera tetta og seigja ad tad turfi laagfæringar) En ad banna ad skifta milli skipa a tegundum er rugl,tøkum sem dæmi eg vinn hja litilli utgerd(Togari) vid høfum skift a td graludu og (ja og fleiri tegundum)ufsa tu færd 3 tonn af ufsa fyrir 1 tonn af graludu tessi ufsi hefur farid til vinslu her haldid uppi vinnu og vid høfum tekid a okkur tekjutap a tessu,en tad er reint ad bæta tad upp med tvi ad landa Karfa erlendis,nu a ad storum hluta ad taka fyrir tetta,hvad skedur utgerdin hefur ekki efni a ad landa her og to svo væri myndi aldrei vera møgulegt ad leggja i tann kostnad sem er vid kanski ad vinna 130 tonn af graludu a heilu ari tad er ad seigja fristihusid lokar,ekki landa strandveidibatarnir her.Ekki taka kotan,kakan er bara viss stor svo audvitad verdur tetta tekid af utgerdunum,samkvømt frumvarpinu missum vid beint ca 300 tonn og faum kanski 80 aftur i gegnum potta audvitad a eg hagsmuna ad gæta tetta er mitt lifibraud,og enn og aftur 90-95% af teim sem eru i strandveidum eru einmitt gamlir kota kongar sem i GRÆDGI seldu fiskin af hverju eru teir svona miklu betri alt i einu en hinir sem ekki seldu?.Eg er sammala ter i tvi ad tad voru bankarnir asamt sjøllum og framsokn sem satu i stjorn tessi 18 ar sem bera høfud abyrgdina a hruninu og tessum skuldsettningum,en tad gerir ekki nuverandi sjavarutvegsradherra betri eda verri.I grunnin er eg ekki a moti strandveidum og ad køkunni se deilt adeins meira en eg er a moti ad enn einn gangin eigi ad fara ad pukk upp a ta sem i grædgi seldu fra ser kotan a sinum tima eg hefdi viljad sja ad tad hefdu hreinlega verid personulegar kennitølur tannig ad ef tu ert med kennitølu og hefur att kota adur ta færdu bara ekki strandleifi,en tad eru audvitad godir hlutir lika i tessum frumvørpum ss ad ekki ma sytja beggja vegna bordsins(tad er bædi sem kaupandi og seljandi)og ad utgerdin a ekki kotan, en af hverju er ekki tekid a teim mikla verdmun sem er a sælu fisks i frystihus og svo sølu a markad?
Þorsteinn J Þorsteinsson, 9.6.2011 kl. 21:52
Bara svona svo tu nu haldir ekki ad eg se ad verja sjallana,ta myndi eg aldrei kjosa ta,en ad heira adal talsmann samfilkingarinnar koma og LJUGA i beinni utvarpssendingu(eda kanski veit hun ekki betur)er of langt uti jafnvel to ad madur se stjornmalamadur og vilji breyta hlutunum,og vid hlustudum a Olinu seigja i beinni utsendingu ad tetta væri nu munur sidan hlutaskiftin breyttust a Islensku fiskiskipunum,mer vitandi var ekki buid ad breyta teim i dag,svo hver er munurin a kuk og skit?eg bara hreinlega treisti ekki neinu af tessu folki leingur
Þorsteinn J Þorsteinsson, 9.6.2011 kl. 21:59
Svolítið erfitt að lesa þig Þorsteinn með svona lyklaborð. En ég er ekki að segja að frumvörpin hans Jóns séu það besta í stöðunni, ég hefði viljað sá aðrar breytingar og meira frelsi innan kerfisins. Þú manst væntanlega þegar mönnum var hegnt fyrir að vera með of stóra báta, sem varð til þess að bátarnir voru alltof litlir með tilheyrandi druknun sjómanna. Sem betur fer sáu menn að sér með það. '
Eggert ég er ekki að tala um að það megi ekki skipta út tegundum milli skipa, ég er að tala um að skipta stærð skipa niður í 4 kerfi eftir stærð skipanna. Þannig að það sé hægt að skipta tegundum milli skipa úr sama kerfi, en ekki að úthafstogari geti keypt kvóta af smábátaeiganda og svo framvegis. Þannig að þessi til dæmis fjögur kerfi geta svissað milli sín tegundum, en ekki milli kerfa.
Þannig að strandveiðiskipin hafi sínar fiskveiðiheimildir, síðan línuskip, og netaskip, þá togarar og svo úthafsveiðiskip. Ég veit ekki alveg hvernig þessu yrði skipt niður en að það yrði stöðvað að menn gætu keypt kvóta af hvaða skipi sem er.
Það er alveg ljóst og það vita allir sem vilja og þekkja til að það þarf að breyta þessu kerfi, hvernig svo sem það verður gert. Ég mæli með að lesa það sem Jón Kristjánsson fiskifræðingur skrifar og síðan Kristinn Pétursson og Sigurjón Þórðarson, þar tala menn af þekkingu og það ættu allir að hlusta á þá.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.6.2011 kl. 22:08
algerlega sammála þér Ásthildur, nema að ég vil ganga enn harðar til verks og á miklu styttri tíma
Óskar Þorkelsson, 10.6.2011 kl. 07:53
Flott grein Kári og samlíkingin með köttin góð.
Í ummælunum sannast vel fullyrðinginfrá 1997
tvennt fær menn til að mæla með kvótakerfinu annars vegar GRÆÐGI og hins vegar HEIMSKA nema hvor tveggja sé.
Rökin sem notuð eru eru sömu rök og héldu Mjólkur Samaölunni við líði í áratugi. Einokun er alltaf hagkvæm þess er á heldur. Reykvíkingar töpuðu á MS eins og þjóðin tapar og tapar á KVÓTAKERFINU.
Sömu eigendur eru að 85 % kvótans þótt búið sé að stunda skipulagðar skiptingar á milli fyrirtækja. Fjárdrátturinn kom kvótakaupum minnst við.
Ólafur Örn Jónsson, 10.6.2011 kl. 07:54
"tvennt fær menn til að mæla með kvótakerfinu annars vegar GRÆÐGI og hins vegar HEIMSKA nema hvor tveggja sé."
Þetta gæti einnig átt við þá sem vilja vinna gegn núverandi kvótakerfi.
Eggert Guðmundsson, 10.6.2011 kl. 09:57
hundalógík Eggert
Óskar Þorkelsson, 10.6.2011 kl. 10:05
En gerir það ekki Eggert af því það sem mælir gegn KVÓTAKERFINU er sannleikurinn
um að kvótakerfið byggir ekki upp fiskstofnanna
um að kvótakerfið hámarkar ekki afrakstur auðlindarinnar
um að í kvótakerfi sitja ekki allir við sama borð
um að núverandi kvótakerfi er EINOKUN sem ekki á að eiga sér stað í nútíma samfélagi
um að framsal kvóta hefur fært veiðiheimildir frá sjávarbyggðum
um að framsal kvóta hefur getið af sér FJÁRDRÁTT út á engin veð
Rökleysa þin er augljós Eggert
85% kvóta magnsins er enn í eigu sömu aðila eða skyldra aðila. Jú það er búinn að fara fram skipulagður gerningur þar sem skipst hefur verið á kvóta og kvóta tegundum og eins er búið að færa skip milli útgerða og klippa á tengsl skipa og kvóta en þetta er allt skipulagt sjónarspil
Að deila út kvóta til margra??? Núna er að veikum mætti verið að koma á lítilli nýliðun til manna sem standa utan kerfisins en hafa hug á að leggja veiðar fyrir sig. Áður fyrir "Tvíhöfðanefndina" voru handfæraveiðar frjálsar. Það sem ætti að gera í lýðræðis ríki er að afnema þegar í stað allar úthlutanir og skipta um kerfi til að skera undan þessum lýð sem er að reyna að taka völdin í landinu.
Á ríkið að segja til um hverjir far á hausinn og hverjir ekki? Einokunin kemur í veg fyrir að það sé samkeppni í greininni. Þess vegna erum við með úreltan flota. Við heimtum heiðarlega samkeppni í öllum greinum EN EKKI UNDIRSTÖÐU ATVINNUGREININNI.Ef þú skoðar úthlutanir kvóta á skip muntu sjá hve gífurlegur munur var á milli skipa í afla. Samkeppni á hvergi meira heima en í útgerð og rikið á að setja leikreglur en ekki stjórna hverjir mega og hverjir mega ekki.
Ef þú engir kv/320 tonn myndir þú selja á markaði hæst bjóðanda sem væri fljótastur að koma fiskinum í hæsta verð. Hann myndi borga þér hæst. Hver það yrði skiptir þig og ríkið ekki máli peningarnir tala. Ef einhver byði þér of hátt verð færi hann á hausinn og þú yrðir að selja til þess næst hæsta næst.
Meiri arður?? Hvaða arður til okkar? Ertu að tala um hrunið orsakað að Kvóta-veð-rúllettunni sem er stærsti óupplýsti glæpur hrunsins? Okkar kynslóð fær aldrei að njóta arðsins af auðlininni Eggert. Við fáum að borga undir rassgatið á þeim sem flatmaga á sólarströnd fyrir stolið fé.
eina spurningin er í hvorn flokkinn menn dragast heimskan eða græðgin
Ólafur Örn Jónsson, 10.6.2011 kl. 10:41
vil setja inn hér link um norksa kvótann.. þeir eru að auka kvótan úr 703.000 tonnum í 751.000 tonnum af þorkski..
http://www.fish.no/fiskeri/4643-tilrar-hogare-torske-og-hysekvotar.html
Óskar Þorkelsson, 10.6.2011 kl. 12:51
Hvenær hætti ríkið að greiða með sjáfarútvegnum? Hvernig var ástandið á milli 1960 - 1980 ? Hvað eignaðist Landsbanki Íslands mörg skip á þessum árum?
Eggert Guðmundsson, 10.6.2011 kl. 14:42
Asthildur ,eg veit tad en tad er af tvi eg er med danskt takkabord(kotin er ju svo litill ad madur hefur ekki efni a nyrri tølvu hahaha)og ja ja eg man eftir mørgu ruglinu i sjavarutvegnum,medal annars tegar nuverandi fjarmalaradherra og forsætisradherra voru med til ad leifa framsalid sem taug berjast svo heiftarlega a moti nuna,en tad eru natturulega bara typiskir politikusarog eger sammala tvi ad breytinga er tørf og nylidun ad sjalfsøgdu lika,bædi i kotanum og a flotanum ta meina eg bædi manskap og skip,en eg er a moti tvi ad pukka enn einn gangin undir gamla kotakonka og tad er tad sem verid er ad gera ad i miklu mæli,tu taladir ef eg man rett ad utgerdin væri mikid skuldug,alveg rett,en er tad ekki ad miklum hluta komid til ut af tessu framsali,sem einmitt nuverandi radamenn voru med til ad setja a,hvad med ta sem seldu og sitja nu med tugi miljona ef ekki miljarada sumir hverjir,af hverju a ad leifa teim ad koma ad køkuni einn gangin enn,nei tetta frumvarp er ad hluta til i retta att en tad er meingallad og of tidingarmikid fyrir tjodina til ad tad se hægt ad hasta tvi i gegn
olafur Ørn,hverju skiladi soknarmarkid a synum tima,stofnarnir hrundutad er to stadreind i dag ad eftir mørg ar ta eru fiskistofnar ad sma aukast serstaklega torskurinn i kotakerfinu,og er sammmala menn hafa bædi svikid og svindlad,tessvegna er ju einmitt tessi umræda i gangi,ja ad selja til hæstbjodanda er tad ekki einmitt tessvegna sem megnid af fiskinum ur strandveidunum a markad erlendis eda ta a fiskmarkadi tar sem einmitt leppar fyrir utlendingana halda uppi verdinu ad tala um ad veikum mætti se verid ad koma nylidum inn i tetta er alveg rett tvi ad 95% af teim sem eru i kerfinu eru menn sem attu kota en seldu ta i grædgi sinn.ad vid seum med uraltan flota hvadan færdu tad tekki nuu nokkud vel til i sjavarutvegnum i nagrannarikjonum og flotin tar er ekki betri eda yngri en her ef ekki hid gagnstæda prufadu baara ad kikja td a Danska flotan?audvitad af Nordmønnum undanskildum,sem hafa ju oliuna a bak vid sig,med ardi koma skattar og aløgur sem sidan eru notadir til ad borga fyrir sjukrahus vegalagnir og alt møgulegt annad audvitad færdu hann ekki i vasan en heldur ekki tapid tad er ekki tekid fra ter
Oskar tetta er rett hja ter en hluti skiringarinnar er ad teir breyttu um mælingaradferdir i barentshafinu fyrir nokkrum arum og ta jokst stofnin um alveg heilan helling,ønnur er ad Nordmenn bønnudu flottrollid i flestum tegundum,tanni9g ad allur sa medafli sem fekst i tad er ekki drepin i dag og bara flott hja teim,eg eins og margir sjomenn er a teirri skodun ad kotarnir seu alt of litlir i dag serstaklega i torski,og ad hafro se a algjørlega rangri braut
og aftur tu Asthildur ad visa i Jon Kritjansson,Ef eg man rett ta er tetta sa sami jon)mannin sem sagdi vid Færeyingana fiskidi meira sa stori eg etur tann litla(fiskin)vid vitum ju øll hvernig tad for,stofnarnir hrundu og efnahagurinn med,
Eggert mikid held eg ad rikid hafi nu borgad mikid med sjavarutvegnu(ta var ju ekki koti)milli 60-80,tegar mill 80 og 90% af landstekjum komu FRA sajvarutvegnum,hvadan komu peningarnir til ad rikistyrkja,viltu utskira tad nanar?
Þorsteinn J Þorsteinsson, 10.6.2011 kl. 20:51
því miður var ekki lánað út á skuttogara í kringum 1960 og var það mikill skaði fyrir þjóðina sem kom best í ljós þegar Hólmatindur og Barði komu.
Við keyptum um það bil 50 skuttogara fyrir 1980 og vorum óvart komin með 130 fyrir 1984. En gleymum ekki að 1984 voru 60 togara í góðum gengi og kalla ég það gott þegar verið er að innleiða nýja tækni og stór auka í flotanum sem kostaði að þjálfa þurfti upp marga tugi nýrra áhafna frá grunni. Styrkja og stækka veiðarfæri og læra á meira en tvöfalt öflugri spil og vélar.
Skuldir útgerðar voru innan við veð-eign skipanna!
Greiddi ríkið með sjávarútvegi þá?? Aldrei hefur Ísland byggst eins hratt upp eins og á þessum árum og var með handstýringu á genginu sverft að útgerðinni og kreist út úr henni hver dalur, jen, mark eða pund. Við byggðum borgarspítalann, sigöldu og breiðholtið. Þú veist eins vel og ég og við öll Eggert ríkið hefur aldrei borgað með sjávarútvegi fyrr en núna að verið er að afskrifa kvóta-veð-lán og við látin borga með skuldsetningu eigna okkar og gjaldþrotum. Veiðigjaldið borgar ekki einn þriðja af afskriftum lána undanfarin ár.
Hvar er arðurinn af útgerðinni þegar þjóðin reynir að rísa úr ösku kvóta-hrunsins? 400 eða 600 milljarða skuldir útgerðar sjúga til sín allan arðinn. Það er búið að taka allan arð út úr útgerðinni til næstu 10 ára minnst.
Ólafur Örn Jónsson, 10.6.2011 kl. 23:51
Þorsteinn þorskstofninn "hrundi" fyrir Sóknarmarkið þess vegna var það sett á. Uppbyggingin heppnaðist vel í Sóknarmarkinu eins og sést á þorsk veiðinni 1984 og 85 sem eru stærstu þorsk ár kvótakerfisins en hvað gerðist eftir það. Skoðaðu aflaskýrlsur fram til 1990? Það er mesta hrun í þorskveiði og sást ekki þorskur fyrir suðurlandi árið 1990.
Ég vil sjá handfæraveiðar frjálsar það eru ekki til nein rök fyrir kvóta á handfæraveiðar. Þær voru frjálsar en settar í kvóta til að "halda uppi verði á aflaheimildum" enginn fiskur mátti vera utan kvóta.
Hvað verður um strandveiði fiskinn á hann að sjálfsögðu að fara allur á markað hér innan lands. Hvað verður svo um hann kemur engum við kaupandinn selur fiskinn árfram á hagkvæmast hátt eins og sjómaðurinn seldi til hans og allri hagnast.
Þetta með skipin Þorsteinn þá er gott að þú nefnir Noreg. Ef okkur hefði borið gæfa til að halda okkur við Sóknarmarkið værum við í dag samhliða Noregi í ríkidæmi.
En siðspilltur stjórnmálamaður sá fyrir því. Og við erum með eldgamlan flota drasslandi einu trolli á eftir sér þegar 25 ár eru liðin frá því Ottar Birting og Ocean Rover voru smíðaðir með tveggja trolla sýstemi.
Hve margir botntrollarar eru með RSW tanka fyrir mótöku og taka eitthundrað tonn í þá? Hve margir botntrollarar eru með yfir 40 tonna vinnslu? Helmingurinn af botntrolls flotanum er gamalt ryðkláfa rusll.
Nú liggur fyrir að 14% af skuldum útgerðar fór í kvótakaup. Hve mikið fór í nýsmíði fyrir botntrolls flotann? Óða skuldir útgerðar koma í veg fyrir að hægt verður að byggja ný skip á næstunni því miður.
Ólafur Örn Jónsson, 11.6.2011 kl. 00:13
ÓÖJ talar af þekkingu.. það væri betur hlustað að svona menn heldur en andskotans fræðingana á hafró með líú tattóverað á rassgatið á sér
Óskar Þorkelsson, 11.6.2011 kl. 13:15
Eg hef nu verid a sjo i noregi og vard nu ekki mikd var vid tessa rsw tanka,og ju hja uppsjavarskipunum?svo eg myndi nu fara varlega i tvi ad tala um hinn fullkomna flota nordmanna,og Hvad med danska flotan hann er mun eldri en sa Islenski(ekki gleima ad nordmenn hafa lika hafa styrkt sinn sjavarutveg bædi med nidurgreidslum og beinum styrkjum og alveg rett hja ter tad hrundi torskstofnin vegna ofveidi,en af hverju hrundi hann bædi af tvi ad tetta voru stort sed einu utflutningstekjurnar og radamenn tordu ekki ad lækka kotana,og fyrir tann tima var saungurin hja jakopi adalfiskifrædingnum okkar a arum adur drepid stora torskin hann etur tann litla ætli hrunidd hafi ekki byrjad tar(hvernig var ekki a tessum arum stor hluti utgerdana atti i basli med ad borga launin ut sem menn voru bunir ad tena inn stundum var madur i fleiri manudi ad fa utborgad orlofid ) er hann ad stækka? tad var byrjad ad setja takmørk laungu fyrir tann tima tima sem tu talar um hlitur ad muna eftir skrapturunum sem komu adur en hid eiginlega soknarmark var sett a,og tad reindist ju frabærlega tetta soknarmark hja færeingunum eda hitt to heldur,tveggja trolla skip hafa verid her i mørg ar madur audvitad er stor hluti flotans of gamall alveg sammala tvi og tel ad tad mætti laga kotakerfid mikid,er aldeilis ekki ad mæla stjornmalamønnum bot,og hef alment einga tru a teim en ekki gleima ad tad voru ju einmitt nuverandi foringjar Rikisstjornarinnar sem voru med til ad leifa framsalid?ja gefa handfæraveidar frjalsar fyrir hverja?gømlu kotakongana sem eiga tugi og hundrudir miljarda i baunkunum og vardandi markadina,8(ekki væri eg a moti tvi ad fa 40% hærra verd en eg fæ i dag(vid løndum ufsa her faum medalverd a ca 110 115 kr a moti 190-220 a markadi),er tad ekki sem altaf er verid ad deila a ad fiskur er fluttur ut ounnin,ad vid seum ad styrkja sjavarutveigin erlendis med tviher hefur stort sed ekki verid keiftur koti og margtoft var reint ad fa ta heidursmenn sem attu utgerdina til ad selja en teir neitudu,en hvad er sked kotin hja okkur er helmingi minni en hann var fleiri tusund tonn farin,ef ad tetta frumvarp verdur ad veruleika lokar fristihusid her,bara sma dæmi um frabærar afleidingar nyja kotakerfisins,14%seigirdu og dreg eg tær tølur ekki i efa en hvern gætir tu nefnt mer sem ekki væri tilbuin ad fjarfesta ef um grodavon er ad ræda?odasskuldir,er ekki verid ad afskrifa hundrudir ef ekki tusundir miljarda hja fyrirtækjunum i landi,hvad med lifeyrissjodina sem tøpudu hrikalegum peningum er tad fritt fyrir tjodfelagid,og nu ad kaupa fyrirtæki eins og td husasmidjuna sem ALDREI getur borid sig,lækka lifeirin en stjornirnar halda obreittum launum eda bankarnir tar sem Steingrimur gaf ut skotleifi a almenning vissulega a utgerdin ad hluta til søk a astandinu,en er ekki adal astædan fyrir hruninu,tad atti ALDREI ad leifa framsalid tad var og er kjarni vandamalsins,i sjavarutvegnum og,hvernig var ekki her tegar allir voru rikir?ata var ekki ekki ahugi i samfelaginu til ad breyta kerfinu og menn feingust ekki a sjo,tad var ekki hægt ad manna skipin,vegna tess ad ekkert fekst fyrir afurdirnar,menn lapu daudan ur skel bædi utgerd og manskapur
Þorsteinn J Þorsteinsson, 11.6.2011 kl. 16:07
Nú er hyskið á Alþingi búin að samþykja þinn vilja Þorsteinn og verði þér að góðu. Framsalið og fjárdráttur útgerðanna úr bönkum mun halda áfram.
Útgerða mafían mun halda áfram að nota frjárdráttin til að kaupa upp fyrirtæki í landinu til að tryggja völd sín í þjóðfélaginu. Svo hér verður ástandið eins í einræðisríkjum og þú hefur leyfi til að stand og sitja eins og þeir segja þér.
Jú meðal laun fólksins verður eins og láglauna landi í austur evrópu. Verðlagi verður stjórnað með stöðu krónunnar.
Verði Þér að Góðu Þorsteinn og allir einokunar sinnar sleikið r***gatið á kvótahyskinu þeim mun líka það vel.
Ólafur Örn Jónsson, 12.6.2011 kl. 06:04
Engu hægt að treysta.
Aprílrós, 12.6.2011 kl. 08:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.