7.2.2007 | 16:01
Einkavæðing fyrir hvern ?
"Sá sem er nýbúinn að eignast hamar heldur að allt sé nagli". Þetta
dettur mér í hug þegar ég heyri frá boðberum einkavæðingar.
Fyrirtæki í einkarekstri leggja allt að mörkum til að sinna hlutverki
sínu því annars deyja þau. Það er lykilinn að framtakssemi þeirra.
Vandamálið er bara að hlutverk þeirra númer eitt er að skila hagnaði.
Það er ekki víst að fyrirtækið þurfi að gera vel við neytendur eða
nokkra aðra til að ná því marki. Oft verður hagnaðurinn mestur þegar
neytendur kveljast mest.
Dæmi um mistök í einkavæðingu á Íslandi finnast nú í fiskveiðum,
innflutningi, fjölmiðlarekstri, dreifingu á lyfjum og matvöru.
Það er hægt að búa til umhverfi þar sem einkaframtak er til góðs.
Ameríkanar eru frægir fyrir einkaframtak. Færri vita um hinar
fjölmörgu stofnanir og lög sem hafa byggst upp á löngum tíma og
tryggja að allt fari vel fram. Réttur neytenda er mjög mikill í
Bandaríkjunum og þeir kunna að nota hann.
Margir neytendur hér kunna ekki að gæta hagsmuna sinn, enda aldir upp
við ríkiseinokun. Það tekur tíma að breyta hugarfari og ekki við
ráðamenn að sakast.
Hins vegar er nærri ómögulegt fyrir upplýsta neytendur að standa á
rétti sínum. Maður beinir ekki viðskiptum sínum annað þegar enginn er
samkeppnisaðilinn.
Ef íslendingar hafa ekki bolmagn til að reka með sóma stofnanir eins
og neytendastofu og samkeppniseftirlit þá eru þeir ekki tilbúnir að
beisla þá firnakrafta sem losna úr læðingi með einkaframtakinu.
Svo ég noti amerískt myndmál: "If you can't run with the big Dogs,
stay on the Porch".
dettur mér í hug þegar ég heyri frá boðberum einkavæðingar.
Fyrirtæki í einkarekstri leggja allt að mörkum til að sinna hlutverki
sínu því annars deyja þau. Það er lykilinn að framtakssemi þeirra.
Vandamálið er bara að hlutverk þeirra númer eitt er að skila hagnaði.
Það er ekki víst að fyrirtækið þurfi að gera vel við neytendur eða
nokkra aðra til að ná því marki. Oft verður hagnaðurinn mestur þegar
neytendur kveljast mest.
Dæmi um mistök í einkavæðingu á Íslandi finnast nú í fiskveiðum,
innflutningi, fjölmiðlarekstri, dreifingu á lyfjum og matvöru.
Það er hægt að búa til umhverfi þar sem einkaframtak er til góðs.
Ameríkanar eru frægir fyrir einkaframtak. Færri vita um hinar
fjölmörgu stofnanir og lög sem hafa byggst upp á löngum tíma og
tryggja að allt fari vel fram. Réttur neytenda er mjög mikill í
Bandaríkjunum og þeir kunna að nota hann.
Margir neytendur hér kunna ekki að gæta hagsmuna sinn, enda aldir upp
við ríkiseinokun. Það tekur tíma að breyta hugarfari og ekki við
ráðamenn að sakast.
Hins vegar er nærri ómögulegt fyrir upplýsta neytendur að standa á
rétti sínum. Maður beinir ekki viðskiptum sínum annað þegar enginn er
samkeppnisaðilinn.
Ef íslendingar hafa ekki bolmagn til að reka með sóma stofnanir eins
og neytendastofu og samkeppniseftirlit þá eru þeir ekki tilbúnir að
beisla þá firnakrafta sem losna úr læðingi með einkaframtakinu.
Svo ég noti amerískt myndmál: "If you can't run with the big Dogs,
stay on the Porch".
Meginflokkur: Neytendamál | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 6.6.2007 kl. 11:11 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.